Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.1925, Qupperneq 15

Læknablaðið - 01.12.1925, Qupperneq 15
LÆKNABLAÐIÐ 181 suprapubisku leiöina má fara í 2 áföngum og gera mestmegnis í staö- deyfingu. Operationshættan er töluverö, en minkar óöum meö æfingunni, og sérstaklega eftir að mönnum he'fir lærst að undirbúa sjúklingana ræki- lega undir operationina. Árangurinn er venjulegast ágætur, en þó vill stundum bera á incontinens eftir perinealoperationina. Það er þá um ýmislegt aö velja, þegar til okkar kemur sjúkl. meö hypertrofia prostatae. Eg geri ráð fyrir aö greining sjúkdómsins sé rétt hjá okkur, og þyrfti þó helst, til frekari fullvissu, að cystoskopera hvern sjúkling meö prostatahypertrofiu, ef hægt er. En hvað á þá aö gerat Það fer eftir því, á hvaða stigi sjúkdómurinn er, og ástæöum sjúklingsins. Við byrjandi sjúkdómseinkenni er sjálfsagt að reyna kateterisatio, og þaö því frekar, ef sjúkl. býr nálægt lækni, er reglumaður og þarf ekki að leggja hart að sér við vinnu. Sæki fljótt í sama horfið aftur, eöa sé sjúkl. svo staddur, að hann geti ekki hlíft sér, er prostataectomia eina úrlausn- in; með henni losnar sjúkl. oftast algerlega við kvillann, og operations- hættan er þvi minni sem sjúkl. er kröftugri og sjúkdómurinn styttra á veg kominn. Operationshættan fer aðallega eftir almennu ástandi sjúkl. og sérstaklega eftir þvi, hvernig nýrun starfa, þegar frá er skilið lilæð- ingar og infectio. Mikiö má dæma um nýrun af köfnunarefninu i blóö- inu, en ekki er hægt að ætlast til þess, að læknar geri alment þá rann- sókn. En annað nýrnapróf er til, töluvert ábyggilegt og mjög einfalt. Það er vatnsprófið. Sjúkl. er látinn drekka i liter af vatni á fastandi maga og meira vatn eða vökvun má hann ekki fá þann sólarhring, sem prófið stendur yfir. Nú er þvagið tekið á klukkutíma fresti, best meö kateter á demeure, framan af deginum, en seinna sjaldnar, næturþvagi má safna saman í einu lagi. Nýru, sem vel starfa, skila þessum i liter frá sér að mestu leyti fyrstu 4 klukkutímana og við það lækkar eðlis- þyngd þvagsins niður í 1.002—1.004, en seinna meir, þegar vatnsþurö verður í líkamanum, stígur eðlisþyngdin upp í 1.025—1.030, og er maö- urinn þá fær í flestan sjó, ef hann getur hvorttveggja, þynt þvagið og skilað því fljótt af sér, og concentrerað það eftir þvi sem á stendur. Nýru, sem lengi hafa haft erfiða afrás, geta batnaö stórum, ef af er létt með cystostomiu eða kateter á demeure í langan tíma, og hafa þessar rann- sóknir og aðgerðir orðiö til þess að bæta mjög horfurnar fyrir prostatec- tomiunni. Ef sjúkl. er svo langt leiddur, að honum er ekki treystandi til þess aö þola alvarlega aðgerð, þá er kateterlíf eða cystostomia ultimum refugium og hvorttveggja ilt. Guðm. Thoroddsen. Læknatélag Reykjavíkur. Ar 1925, mánudaginn 9. nóvember, var fundur háldinn í Læknafélagi Rvíkur, í kennarastofu Háskóla íslands. I. Formaður bauð velkominn nýjan félaga, augnlækni Kjartan Ó 1 a f s s o n, er staddur var á fundinum. Ennfremur skýrði form. frá, aö Árni Pétursson læknir heföi skriflega beiðst inntöku i félagið. II. S t y r k t a r s j ó ö u r læknaekkna. Nefnd sú, er kosin var

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.