Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1928, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.09.1928, Blaðsíða 3
14- arg. Reykjavík, september 1928. 9. blað. Sjúkdómar og handlæknisaögeröir við sjúkrahúsið „Guðmanns minniu á Akureyri árið 1927. Eftir Steingrím Matthíasson héraðslækni. (Aöstoðarlæknir Steingrímur Einarsson). Þessi skýrsla er samin með sama sniði og fyrirkomulagi eins og skýrsla ársins á undan. Eg hefi ekki skeytt aðfinningum kollega míns, Matth. Einarssonar (sjá Læknabl. 1927, bls. 155), og tel fram alla sjúklinga, sem dvalið hafa á sjúkrahúsinu alt árið, jafnt þá, sent eftir urðu við ára- mót sem þá, er útskrifuðust. Og eins er að segja um aðgerðirnar, að eg tel allar aðgerðir, sem bókfærðar hafa verið á árinu, hvort sent þær haía verið gerðar á þeim, sem útskrifuðust eða þeirn, sent eftir uröu við árs- lok. Þetta hefir verið venja mín við skýrslugerð til landlæknis frá því eg tók við sjúkrahúsinu, sarna venja og fyrirrennari minn, próf. Guðrn. Hannesson, hafði, og sé eg ekki ástæðu til að breyta henni. Að eins hefi eg í þetta skifti tilfært í sérstökum dálki Itæði í sjúkdómaskránni og að- gerðaskránni þá sjúklinga, sem oröið hafa eftir við árslok. Eg veit ekki t.il, að það hafi hent mig, að tvitelja neinar aðgeröir með þessari aðferð, eins og Matthías kollega telur hættu á, að kornið geti fyrir nteð Jtesstt lagi. Það er aðgætandi, að á Akureyrarsjúkrahúsi liggja oft sjúklingar árurn saraan, og kemur fyrir, að rnargt sé gert við þá ár frá ári. Ef eg ætti að geyrna aðgerðaskýrslu um þá, har til þeir útskrifuðust lífs eöa liðnir, væri stautsamt að safna þvi saman, og hætt við að eitthvað gleymd- ist. Þegar um hreinan kirurgiskan spítala er að ræða, þar sem sjúkl. liggja yfirleitt að eins stuttan tíma, er öðru máli að gegna. En Akureyrar- spítali er að miklu leyti lærklaspítali, eins og reyndar flestir spítalar landsins eru orðnir. Af þessum ástæðum held eg mér því að svo stöddu enn við hið gamla bókfærsluform Akureyrarspítala, þótt Matth. kollega muni ef til vill kalla það „i n e r r o r e p e r s e v: e r a r e“. Eg fæ ntarg- ar skýrslur um sjúkrahús í öðrurn löndum, og sé eg að skýrslufyrirkomu- lagið er með ýmstt móti, og enn ekki santkomulag um formið. En að sjálfsögðu beygi eg mig óðara fyrir nýrri ráðstöfun heilbrigðisstjórn- arinnar á skýrsluformi. Áður en eg fer lengra, get eg ekki stilt ntig um að leiðrétta þá afar- slæmti prentvillu, sem stóð í fyrirsögn síðustu skýrslu rninnar í júlí-ágúst- hefti Læknablaðsins i fyrra. Þar stóð, að skýrsla sú væri frá árinu 1924 en átti að vera frá 1926. Þetta var aö vísu leiðrétt í næsta hefti, en liver

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.