Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.09.1928, Qupperneq 22

Læknablaðið - 01.09.1928, Qupperneq 22
140 LÆKNABLAÐIÐ er fariö að leggja æði mikla áherslu á geislalækningar í Rússlandi, er baráttan gegn berklaveikinni. Svo telst til, að tólf af hverjum hundrað rússneskum iðnaðarmönnum séu berklaveikir. Svipað er ástatt í sveitunum. Dr. Jagoda er sjálf röntgenlæknir við berklavarnastöð í Leningrad. Hún telur læknishjálp og hjúkrun standa allmjög að baki því, sem tíðk ast i öðrum Evrópulöndum. Allir rússneskir verkamenn eiga að vísu i orði kveðnu, rétt á ókeypis læknishjálp, en í þessu skyni eru dregin 20% af öllum verkalaunum þeirra. Hallir og herrasetur hafa verið gerð að heilsuhælum fyrir verkamenn, en aðrar stéttir njóta ekki þessara hiunn- inda. í sveitum er mjög lítiö um sjúkrahús eða hjúkrun af öðru tagi. ,,Borgararnir“ svonefndu verða að kaupa lækningar og hjúkrun dýru verði, og húsaleiga er reiknuð þeitn margfalt á við starfsmenn ríkisins. Flestir læknar eru embættismenn ríkisins og hafa eingöngu föst laun. Einstöku bestu prófessorunum, sem í mestu áliti eru, leyfist þó að taka aukaborgun fyrir lækningar sinar, en skattstjórarnir hafa vakandi auga á þessu, og leggja drjúga skatta á þá útvöldu, sem leyft er að vinna sér eitthvað inn aukalega. Langflestir læknar eru íastir starfsmenn við ríkis eða bæjarsþítala, eða slíkar stofnanir, og hafa aðeins föst laun, sem eru ioo—120 rúblur (ca. 200 sænskar krónur) á mánuði. Þess er ekki getið, hvort læknarnir fái fæði og húsnæði, auk launanna. Atvinnuleysi er mikið meðal rússneskra lækna, en þó er þeirn ekki leyft að leita sér atvinnu erlendis. G. Cl. Holdsveikin á íslandi. í Zeitschrift fúr árztliche Fortbildung, nr. 12 (15. júní 192S) stendur þessi smágrein um Island, þýdd þar úr „Lancet“: „Síðan árið 1898 læknar prófessor Sæmundur Bjarnhjeðinsson holdsveiki meö svo góðum árangri, að tala sjúklinga hefir lækkað úr 250 niður í 42. Á hoMsveikraspítalanum eru nú 31 sjúklingur, hinir sjúklingarnir eru til og frá út um eyna, og fara ferða sinna því nær heilbrigðir. Af þjónustufólki hoklsveikraspítalans hefir enginn sýkst. Chaulmoogra- olía, resp. esterar hennar er uotuð til lækninga. Von er um að veikin hverfi á næstu 40 árum.“ Umsögn merkra læknatímarita stórjþóðanna um ágætisverkið, sem pró- fessor Sæmundur hefir unnið smáþjóðinni okkar, ætti að gefa okkur til- efni til að fyllast þakklæti til þessa velgerðamanns hennar, sem mun lifa í sögu hennar því lengur sem frá upphafi verksins líður. Sæmundur verð- skuldar heiður og þökk þjóðarinnar fyrir það ágætisstarf sem liann hefir unnið í þágu mannúðar og menningar hér. Mér þótti vænt um greinar- komið, þegar eg sá það, og vona að öðrum kollegum þyki þaö líka, sem ekki kaupa þessi tímarit og því ekki hafa séð það fyr. Ól. ó. Lárusson. v. Jauregg. Julius R. Wagner v- Jauregg hefir kent psychiatri í rúm 40 ár. I fvrra varð hann sjötugur. Jauregg er einn meðal hinna mætustu lækna er uppi eru og hafa verið. Eins og mörgum læknum er kunnugt, er það Jauregg sem nú á síðustu tímum hefir tekist að lækna paralysis progres- siva, en hún hefir fram til þessa tíma verið algerlega ólæknandi og dregið sjúkl. til dauða á fáum árum. Það var eiginlega árið 1887, að Jauregg veitti því atliygli, að paresis generalis, sem veikin er líka nefnd, virtist skána í

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.