Læknablaðið - 01.09.1928, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ
139
inn. Fyrst í sta'ð þurfti karlinn „sprautu" annan hvern dag, síðan komst
hann af með r innspýtingu á viku.
Lyfið er mjög hættulaust, og má gefa það daglega, ef þörf er á.
Til þess að útiloka alla ímyndun hjá karli, var reynt að dæla saltvatni
inn í æðar hans, en það hafði ekki hinn minsta árangur.
Þarf varla að taka fram, að natr. thiosulfatið hafði engin áhrif á aðal
sjúkdóminn.
Hamburg-Eppendorf, 20. maí 1928.
B. Gunnlaugsson.
Leiðrétting.
í Læknablaðinu — maí-júní hefti — er smágrein eftir J. J. (— Jón
Tónsson lækni?) með yfirskrift: Fyrstu tannlæknar á íslandi. Greinin
byrjar þannig: ,,Það eru 41 ár siðan 1. íslenski tannlæknirinn opnaði
tannlækningastofu hjer á landi.“ — En þetta er ekki rjett. Fyrsti ís-
lenski tannlæknirinn, þ. e. maður með tannlækningaprófi, byrjaði hjer
starfsemi sína 13. júní 1907. — Þessir rnenn, sem hr. J. J. talar um
voru ekki tannlæknar, eins og hann kannast lika við síðar i greininni.
Þeir gengu ekki á tannlæknaskóla og tóku ekki slík próf. Eftir nú-
tíðar hugmyndum myndu þeir vera nefndir tanngerðarmenn — Tand-
teknikere — ef það ætti að setja einhvern sjerstakan stimpil á þá vegna
þess, að þeir fengust eitthvað við störf tannlækna.
í Danmörku mega menn. t. d. ekki kalla sig tannlækna fyr en þeir
hafa verið 2 ár aðstoðartannlæknar. þótt þeir hafi lokið fullnaðarprófi
á tannlæknaskólanum þar. Ónákvæmni greinarhöf. eða miskilningur skift-
ir í sjálfu sjer ekki miklu máli, en vist er um það, að hinum litla
og unga vísi til tannlæknastjettar hjer á landi mundi koina betur, ef
lesendur Læknablaðsins fengju rjettari fræðslu um þau mál, er stjett-
ina snerta, en greinarkorn þetta flvtur. Sleppi, að ]>essu sinni, að leið-
rjetta annað, sem er villandi í greininni.
Þakka svo greiðvikni Læknablaðsins að flytja þessa athugasemd.
Br. Björnsson
p. t. formaður Tannlæknafjel. íslands.
Rússnesk heilbrigðismál.
Nýlega er um garð gengið Alþjóðaþing geislalækna í Stokkhólmi. Með-
al þeirra, sem sóttu fundinn, voru 80 rússneskir geislalæknar. Geisla-
lækningar hafa átt erfitt uppdráttar í Rússlandi, að miklu leyti af fjár-
hagslegum ástæöum; fé hefir ekki fengist til vandaðra áhalda, enda eru
þau dýr. Út i frá eru þeir þó kunnir próf. N e m e n o w, forstöðumaö-
ur Röntgenstofu ríkisins í Leningrad. dr. U p s e n s k y i Moskva. og
dr. Stern i Saratow. Rita þeir oft í þýsk röntgén-timarit.
Kvenlæknirinn dr. J a g o d a var meðal þeirra lækna, sem sóttu mót-
ið í Stokkhólmi, og lét hún „Svenska Dagbladet“ (21./7. '28) í té eftir-
farandi fróðleik um ýmislegt viðvikjandi heilbrigðismálum og kjöruni
lækna í Rússlandi.
Læknarnir ]nirfa að sækja um leyfi, til að fara út fyrir Rússland. Vildu
íleiri fá fararleyfi á læknafundinn, en veitt var. Ástæðan til þess, að nú