Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1928, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.09.1928, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 135 verða aö sjálfstæðum og nýtum ríkisborgurum. Er ilt, að slíkir sjúkl- mgar verði, eins og nú er algengt, að ráða sig upp á eftirgjöf í vinnu og lækkað kaup, því að helst er hægt að komast að slíkum kjörum að sumrinu til; en hvað tekur þá við að vetrinum? Gæti þetta því aöeins gengiö, að sjúklingar þessir hefðu öryrkjastyrk að styðjast við og vík eg að því síðar. Mér finst tilvaliö, að hinn nýskipaði berklavarnarstjóri léti mál þetta til sin taka; gæti hann, sem trúnaðarmaður stjómarinnar, haft opið auga fyrir umtöluðum vinnuplássum og útvegað þau til handa sjúklingum frá Kópavogi eða jafnvel heilsuhælunum, í samráði við við- komandi lækna. Eg hefi til þessa aðeins minst á vinnupláss hjá ríkinu, en á sama iiátt hugsa eg mér, að hægt væri að útvega berklasjúklingum forgang aö nokkrum vinnuplássum hjá bæjarfélögtim og jafnvel stórum einkafyrir- tækjum. Ekki þyrftu vinnupláss þessi að vera sérlega mörg til þess, aö koma að nokkru gagni, því að vafalaust mundu niargir sjúklingar vinna sig upp í lætri starfa og í veikindaforföllum gætu hælin skift og komið nýjum að. Öryrkjastyrkir. Fleslar menningarþjóðir hafa annaðhvort lögboðið sjúkra- og öryrkjatryggingar, eða ýta undir frjáls tryggingarsamtök, með því að veita þeim rítlegan opinberan fjárstyrk. Þannig trygður sjúkl- ingur fær fastan fjárstyrk úr tryggingarsjóði. Þvi hærri sem vinnuhæfi hans er minna. Að fráteknum sveitastyrk fá berklasjúklingar hér engan styrk, nema til sjúkrahúsdvalar eða lækninga. Að vísu er gert ráð fyrir í berklavarn- arlögunum, að sjúklingar geti fengið styrk, þó þeir dvelji í heimahús- um, ef ekki fæst pláss fyrir þá i sjúkrahúsum, en ákvæði þetta hefir al- drei komið til framkvæmda, sjálfsagt af ótta við, að það mætti teygja það svo, að það næði til sjúklinga, sem bíða eftir sjúkrahúsvist eða eru íarnir þaðan og yrði J>annig nýr og allstór útgjaldaliður fyrir ríkissjóð. Þar sem nú er efst á baugi að klípa af útgjöldum vegna berklavarnar- laganna, er Jæss síst að vænta, að framhaldsstyrkur fáist handa sjúkling- um. Hinsvegar hlýtur ])að að vera öllum ljóst, að sjúklingum er nauö- synlegur öryrkjastyrkur, til að létta Jæim samkepnina við heilbrigða. Oft hafa sjúklingar sagt við mig, að ef J)eir heföu styrk, ])ó ekki væri nema sem svaraði húsaleigu, J)á treystu J)eir sér til að hafa ofan af fyrir sér. Eg sé ekki, að hér sé nema um eitt að gera, en það er að fara að dæmi annara menningarþjóða og taka upp sjúkra- og öryrkjatryggingar. Þyrfti þá nefnd manna að kynna sér erlenda tryggingarstarfsemi og gera til- lögur um, hvert fyrirkomulag mundi okkur hentast. Teldi eg mjög æski- legt að stjórn Læknafélags íslands hreyfði þessu máli við rikisstjórn- ina og hvetti til skjótrá aðgerða i því. Krabbamein. Krabbameinsdánartalan í Englandi var árið 1927 hærri en nokkru sinni áður, 1376 af hverri miljón íbúa, og er það 14 pr. miljón meira en áriö á undan. Hér á landi dóu 129 árið 1925 og 126 árið 1926, svo það er minst á mununum um krabbamein hér og á Englandi.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.