Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1928, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.09.1928, Blaðsíða 18
136 LÆKNABLAÐIÐ L ækningab álk ur. Iritis og iridocyclitis. Almenn meðferð. Veg'na þess, að 1 & Ic eru mjög algengir sjúkdómar, sem almennir læknar veröa oft að taka til meðferðar, þar sem ekki næst í augnlæknir, og hinsvegar veltur mikið á því fyrir sjúklinginn, að rétt og röggsanæ !ega sé að lækningunum gengið, datt mér í hug að hripa upp vfirlit yfir ])au meðöl og meðferðir, sem helst koma til greina, og um iei'ö undir- strika það, sem mestu varðar i meðferðinni, eftir því sem reynslan hefir kent mér. Það nauðsynlegasta er hér sem oftar, að grafast fyrir rætur sjúkdóms- ins, og því verður nákvæm almenn rannsókn á heilsufari sjúkl. fram að fara (Diabetes-Lues, Tulærculosis, Rheumatismus, Arthritis urica, Go- norrhoe, skenidar tennur, o. s. frv.). Oft getur því almenna meðferðin orðið causal, t. d. antisyphilitica (best ungv. ciner.), saLycil, atophan o. s. frv. Við Irit. gonorrh. er protein- terapi oft ágæt (mjólk, Caseosan, o. s. frv.), sömuleiðis við I &Ic tuber- culos., en þá verður að nota hana gætilega og taka fult tillit til alls ástands sjúklingsins. Viö I. rheumat. er ])roteinter. oft ágæt. Einnig verður sjúkl. að gæta almennra heilbrigðisreglna, forðast kaffi, te, vinanda, tó- bak o. s. frv., hafa létta og holla fæðu og hægðir í lagi. Er þetta í samræmi viö það, seni' notað er, þegar þessir sjúkdómar koma fram annarsstaðar í líkamanum og skal því ekki fjölyrt um þaö frekar. Lokal meðferð. Aðaláhersluna ber að leggja á það, að augað fái kyrð og ró og til þess höfum við mydriatica (atropin og scopolamin). Á þetta við allar tegundir veikinnar, af hvaða rótumi sem runnar eru. Mesta áherslu verður að leggja á það, að gefa mydriatica nógu fljótt og nógu rækilega, til þess að anæmisera iris og corp. ciliar,. og hindra samvexti m:illi iris og lens (synechia post.), sem ella geta orðið svo mikl- ir, að fullkoniin seclusio pupillæ verði, og þar af leiðandi sæcund. glaucom. com. Þetta er punct. saliens í meðferðinni, en af því að mér hefir fundist, að læknar væru hálfhræddir við að nota okkar besta mydriaticum (atro- pinið) nógu rækilega, vildi eg lýsa því, hvernig mér hefir reynst það best. Eftir því, sem eg hefi orðið var við, nota vist flestir læknar sol. sulf. atrop. pro instillatione (iF. n.), en eftir rninni reynslu getur það nægt við keratitum, en er alveg ónógt við I & Ic, einkum ef bólgan er acut, eða maður vill slíta eða teygja synechiur. Eg nota því altaf við I og Ic. atro- pinið í substans, ef eg hefi sjúklinginn undir höndum. Læt eg þá i aug- að sem svarar litlum tituprjónshaus eða minna af atropini (sulf. atrop.), einu sinni til tvisvar á dag, eftir því hvað bólgan er acut eða synechiur miklar. Til þess að auka áhrifin er einnig ágætt að dreypa i augað koka- in-dropum (2—5%) á undan. Séu verkir, Itólga og eymsli mikil, þá læt eg strax á eftir atrop. 2—4% dioninvaselin (dionin 0.2—0.4, vasel alb. americ. ad gnt. 10) ; læt svo sjú'kl. stinga fingri í innri augnakrók augans og compritnera sacchus lac-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.