Læknablaðið - 01.09.1928, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ
141
bili eftir hitasótt eða ígerðir. Paralysis er nú læknuð með því að sýkja
sjúkl. með malaríasóttkveikjum- Það var, eins og nærri.má geta, búið að
reyna margs konar sóttkveikjur, sem hitasóttargjafa, áður en malaría var
reynd og í ljós kom, að hún var lang áhrifamest. Hér um bil þriðja hluta
paralysissjúklinganna batnar til fulls við malaríasýkinguna og þar sem
áður batnaði engum, þá er þetta glæsilegur árangur, enda sagði Jauregg
sjálfur nú fyrir tveim árum á læknafundi, að ]>aralysis væri nú sama sem
búin að vera. Ennfremur befir hann á sama hátt getað læknað tabes og
cerebrospinal syfilis.
Árangurinn af þessum uppgötvunum Jaureggs verður svipaður og
árangurinn af störfum Semmelweiss, Listers og Behrings. Nú upp á sfð-
kastið fæst Jauregg við sálarrannsóknir. Hann fekk Nobelsverðlaun í
fyrra fyrir paralysislækningar sinar. Margir þektir læknar eru lærisvein-
ar hans.
Þ. Sv.
Úr útlendum læknaritum.
International conference on cancer. The Lancet og 2%. 1928.
Dagana 16.—20. júlí þ. á. var í London haldinn alþjóðafundur um can-
cer, og var þar fjöldi merkra lækna saman kominn frá mörgum löndum,
en The British Empii'e Cancer Campaign gekst fyrir fundinum.
Fyrsta mál á dagskrá var um orsakir krabbameina, en ekki virðist neitt
nýtt hafa komið þar í ljós. Ræðumenn trúðu yfirleitt Htiö á það, að c.ancer
orsakaðist af sérstökum, utanaðkomandi cancersýklum.
Ýmsir fundarmenn töluðu um samanburð á óperationum og geislalækn-
ingum við cancer. Geislanir eru nær því óbrigðular við ýmsa húðcanc-
era og vafi er nú orðinn á j)ví, hvort beri heldur að óperera eða geisla
skurðtæka canceres uteri. Aftur á móti eru áhrif geislana á c. recti venju-
lega fremur lítil, en slímhúðin í rectum mjög næm fyrir geislum og þvi
erfiðara að koma þeim ])ar við svo að gagni verði.
Töluverðar umræður urðu um sarcom og j)á sérstaklega i beinum. Þau
eru tiltölulega lítið rannsökuð og er ])að meðfram ])ví að kenna, að þau
eru frekar sjaldgæf og J)ví sér hver læknir ekki nema fátt af })eim. Til
J)ess að bæta úr ])essu, hafa Bandaríkjamenn koinið sér upp sérstakri
stofnun, „Bone Saracoma Registry“, og er sent þangað hvaðanæfa frá
öllum ríkjunum tumorar og lýsingar á sjúkdómum og aðgerðum. Á þenn-
an hátt má safna miklurn gögnum um veikina og vinna úr síðar.
Próf. E w i n g, Cornell, benti á það, að fyrsta einkenni beinsarcoms
væri nær því altaf þrálátur verkur í beininu. sem erfitt væri að skýra.
hvernig á stæði. Þessvegna bæri altaf ])egar svo stæði á, að taka röntgen-
mynd af beininu og með því móti væri oft hægt að finna byrjandi sar-
com og gera við það. Aðgerðir við beinsarcomum hafa reynst fremur
árangurslitlar, en þó vildu flestir gera amputation. H a n d 1 e y, London,
bjóst við töluverðum árangri af radiumgeislunum á beinsarcom, hafði get-
að læknað sjúklinga á þann hátt. Hann sker inn að meininu og tekur
nokkurn hluta þess í burtu en leggur radíum í það sem eftir verður.