Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1928, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.09.1928, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ I3T ö'ðru lagi sencli eg Dungal höggla meS hönskum, er hann si'ðan ata'ði út með virulent staphylo- og streptococcum og bac. subtilis. Coccamir voru dauðir eftir venjulega hreinsun i katli vorum, en nokkur vöxtur kom af bac. subtilis, — encla gat það ekki skoðast neitt tiltökumál. S v æ f i n g og d e y f i n g. Á árinu var notuð : Svæfing með chloroform-æther........ Svæfing nieð chloræthyl ............ Svæðisdeyfing (novocain) ........... Svæðisdeyf. og svæf (chlorof.-æther) 130 smnum 28 — 40 — 4 — Framhaldsvinna berklasjúklinga. Eftir Helga Ingvarsson, aðstoðarlækni á Vífilsstaðahæli. Eins og flest menningarríki hefir islenska ríkið tekið að sér að sjá fátækum berklaveikum sjúklingum farborða, meðan þeir dvelja á hæl- um og sjúkrahúsum, sér til heilsubótar. Er það hinn mesti sómi fyrir berklavarnarnefndina, að hún skyldi, á sínum tima, hafa haft víðsýni og þor til að sníða berklavarnarlög okkar eftir fullkomnustu samskon- ar löggjöf annara þjóða, bæði hvað sóttvarnaráðstafanir og mannúð snert- ir, enda ]>ótt vitanlegt væri frá byrjun, að framkvæmd slíkra laga myndi krefja offjár á okkar mælikvarða. Og eg hika ekki við að skoða það sem vott þess, að þjóðin sé lögum þessum vaxin, að til skamms tima hafa fáir eða engir talið eftir rifleg fjárútlát þeirra vegna. Nú er þó svo kom- ið, fyrir sívaxandi kostnað vegna Ijerklavarnarlaganna, að líklegft mun vera, að endurskoðun á þeim standi fyrir dyrum. Þar sem berklavarnar- lögin varða okkur lækna mest allra stétta, vona eg að við vinnum sem einn maður að því, að þau verði ekki rýrð í meginatriðum. Enda ber eg ]jað traust til göfgis og drenglundar þjóðarinnar, að aldrei nái að við- gangast, að fyrstu sparnaðarráðstafanir, sem gerðar eru til hagsbóta þjóð- arbúinu, bitni á aðþrengdum og öreiga sjúklingum. En ])ótt berklavarnalögin séu í aðalatriðum vel úr garði gerð, þá er ]>ó ýmislegt, sem veldur erfiðleikum og kostnaðarauka við framkvæmd þeirra. Eitt hið mikilvægasta í því efni er, hvað gera skuli við fátæka, um- komulausa sjúklinga, sem útskrifast af hælum og sjúkrahúsum, án þess að haía fengið fullkominn bata. Fyrir þessunr sjúklingum liggur oft ekki annað en að gerast ]nirfalingar sveita sinna eða taka upp á ný hvers- konar erfiðisvinnu sem býðst. Er það þá oft helst stopul og lítið eftir- sótt vinna, því að sjaldan munu slíkir sjúklingar teknir fram yfir aðra, ef um létta og sæmilega launaða vinnu er að ræða, veldur því ótti vinnu- salans við smithættu, minkaða vinnuhæfni o. fl. Nú er hinsvegar mikil hætta á, að linhraustir sjúklingar og nýkomnir af hælum, þoli illa erfiða og óreglubundna vinnu. Má því gera ráð fyrir, að margir þeirra veikist á ný fyrir þær sakir, og þarfnist aftur sjúkrahúsvistar. Verst er þó, að

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.