Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1928, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 01.09.1928, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 143 lenskar eSa ítalskar, en þar er aftur tíöari cancer gastro-intestinalis, svo cancer dánartalan veröur mjög svipuö í löndunt þessum. Veriö gæti, aö lifnaðarhættir ættu þátt í jtessu. S o u r a s k y, London, flutti fróölegt erindi, sem vert er aö minnast í þessu sambandi, um cancer hjá Gyðingum. Þeir viröast vera alveg eins riæmir fyrir cancer og aörir menn, og títt er, aö þeir fái gastro-intestinal- cancer. En c. lingvae er helmingi sjaldgæfari hjá þeini en öðrum, senni- lega af því, að syfilis er sjalclgæfari. C. penis er líka miklu fátíðari (um- skurn) og c. uteri er hiá Gyöingum ekki nema þá—þí i samanburöi við aöra landsmenn. Þetta hélt hann aö væri því að þakka, að Gyðingakonur fara enn eftir boðum Mosesar gamla um coitus og hreinsanir eftir menses. Próf. P i 11 a r d, Geneve, gat þess, aö i Evrópu sýndust Norðurlanda- búar (homo nordicus), vera næmastir íyrir cancer, en Miðjaröarhafs- menn minst næmir. (Verið gæti, að diagnosis og framtal væri betra hjá norræna kynflokknum og þar af kæmi munurinn). Opinb.erar ráðstaf anir. Menn voru á eitt sáttir um þaö, að besta vörnin gegn cancer væri, enn sem komið er, aö fá fólk til þess að koma nógu snemma til lækninga. Almennar heilbrigðisráöstafanir gætu lika gert mikiö til þess aö hindra cancer og þá sérstaklega með þvi, að hindra langvinna ertingu og lækna sjúkdóma, sem oft leiða til cancers. Englend- ingar hafa verið mjög varfærnir í því að tala til lýðsins um cancer, en Ameríkumenn hafa sent út ósköpin öll af fregnritum, spjöldum, tímarits- greinum, útvarpsræðum o. fl., til þess að ná til sem flestra með upplýs- ingar um cancer. Voru menn ekki sammála um not þau, sent af slikri starf- semi leiddi. Sumir vildu setja upp vel út búnar cancerstöðvar, sem fólk gæti snúið sér að til rannsóknar og vildi fundarstjóri, F r e m a 1111 e, M. P., láta skoða alla, sem komnir væru yfir fertugt, á 5 ára fresti- C o o k e, Cambridge, stakk upp á þvi, aö setja á stofn stöövar, þar sem brjóst allra kvenna væri skoðuð einu sinni á ári og bjóst hann við því, að þar sem mannfjöldi væri 100,000 mundi finnast upp undir too cancerar árlega. G. Ih. Rachitis og tuberculosis á íslandi. (Die Therapie der Gegenwart, maí 1928.) Gesellschaft fúr Lichtforschung in Hamburg hélt fund um ljós og geislalækningar í september i fyrra. Þar talaði m. a. L. Gmelin, sem hér var við ljósrannsóknir, um rachitis og berklaveiki á íslandi. Gat hann þess, að rachitis væri miklu sjaldgæfari hér en i Færeyjum, þar sem lifnaðarhættir væru mjög svipaðir og hér, en útfjólubláir geislar væru hér miklu sterkari en í Færeyjum. Samanburður á Grænlandi og Labrador, þar sem geislamagn er mjög svipað, er Grænlandi í vil vegna þess, að þar eru meiri bætiefni í fæðu manna. Af þessu skilst þaö, að úr þörfinni á D-bætiefni er eingöngu hægt að l>æta með hvorutveggju i senn, geislunum og fæðu. Dr. Gmelin benti og á þaö, að til skannus tima hafi berklaveiki og diabetes verið litið útbreiddir sjúkdómar á íslandi og í þvi sambandi mætti minna á það, að samkvæmt rannsóknum Adams og Danm- nteyers sé litróf D-l)ætiefnis og insulins hérumbil eins. Ætli það gæti ekki haft eitthvað aö segja, þegar á það er litið hve rachitis og diabetes eru sjaldgæfir hér á Íslandií' G. Th.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.