Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1928, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.09.1928, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ virst, að ])eir hlífi sér um of. Auðvitað dettur mér ekki í hug að hakla fram, að ekki finnist meðal berklaveikra eins og annara, menn, sem hafa verið, eru og verða vinnuleysingjar. Af framantöldu get eg fyrir mitt leyti því ekki séö, að vinnukvöð á heilsuhælum hafi neina þýðingu í því tilliti, sem hér um ræðir. En til að fyrirbyggja misskilning, vil eg taka það fram. að hér er ekki átt við smávik, handavinnu o. fl., sem sjúklingar hafa með höndum í frístund- um sínum. Vinnuheimili og v i n n u p 1 á s s. Víða erlendis hefir verið komið upp heimilum eða smáhælum, sem ætlað er að taka við sjúkling- um af heilsuhælum, ýmist þeim, sem hafa þráláta, smitandi berkla, eða sæmilega hraustum umkomulausum sjúklingum, sem þar eiga að venj- ast við vaxandi vinnu. Skiftast heimili þessi því í raun og veru í ör- yrkjahæli og framhaldshæli, eða eru hvorttveggja í senn. Fyrirkomulag vinnuheimilanna er mismunandi, en oftast eru í þeim sérstakar vinnu- stofur og einhver skilyröi til útivinnu, einkum garöræktar; öll eru heim- ili þessi undir lækniseftirliti og vinnur hver sjúklingur eftir sinni getu. Þau vinnuheimili, sem eg hefi séð, eru einkum ætluð nálega algerlega óvinnufæru fólki, starf þess er því nær eingöngu að hjálpa til við ræst- ingu og matreiðslu; er hvorttveggja. að störfin eru lítil, enda fá sjúkl- ingar enga borgun fyrir þau. í Englandi eru vinnuheimilin komin í best horf. Fyrir dugnað og framtakssemi einstakra manna hafa risiö þar upp 2 sérstök berklaþorp eða hverfi, þar sem eingöngu hafast við berklaveikir sjúklingar og fjöl- skyldur þeirra. Sjúklingar þar liafa öryrkjastyrk, hver eftir sínu vinnu- hæfi, en að öðru leyti er þeim ætlað að hafa ofan af fyrir sér og sínum með handiðnum og annari atvinnu, sem þeim er séð fyrir. Steingrímur collega Matthiasson hefir lýst öðru þessara hverfa svo vel í Læknabl. o. v., að mér nægir að öðru leyti að vísa til þess. Óhætt mun að segja, að við eigum ennþá ekkert vinnuheimili. Kópa- vogshælinu var og er ætlað slíkt hlutverk. Þröngur fjárhagur stofnenda o. fl. veldur, að ennþá vantar allmikiö á, að það sé fullkomið í því til- liti. Vinnustofur er nú fyrst verið að reisa þar. Jarðnæði er enn ekkert vegna ábúðarréttar ábúandans á Kópavogsjörðum. A þessu vori var byrj- að ])ar á hrognkelsaveiði, sem gefst ágætlega. Silungsveiði mun einnig vera í voginum. Sjúklingar stunda þennan veiðiskap; fá þeir hlut af afl- anuro, verka hann og koma i peninga. Með netahnýtingu o. fl. innvinna allmargir sjúklingar sér dálitla vasapeninga, sem ]>eir verja til fatakaupa o. ]). h. Ekki eru aðrir sjúklingar á Kópavogshæli en þeir, sem annars þyrftu sjúkrahúsvistar, og lækningatilraunir eru þær sömu og tíðkast á sjúkrahúsum. Sem vinnuheimili er hæli þetta að mörgu leyti á ákjósan- legasta stað og ber margt til þess: Landrými, er fram liöa stundir, mikið og vel fallið til ræktunar. Markaður fyrir iðnvarning og búsafurðir góð- ur og nærtækur, aðflutningur hægur, talsverður veiðiskapur o. fl. Enginn vafi er á því, að vinnuheimálin eru heppilegt áframhald af heilsuhælunum. Fllýtur vinnan þar að verða meiri, arðvænlegri og ski])u- legri en heilsuhælisvinnan og veitir því ólxku meiri þjálfun og er bctri prófsteinn á þol sjúklinga. En vinnuheimilin eru að minsta kosti 1 náinni íramtíð ekki einhlít 1

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.