Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1928, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.09.1928, Blaðsíða 16
134 LÆKNABLAÐIÐ lausn á þessu framhaldsvinnuniáli. Annmarkamir eru, aö dýrt er a'ö reisa ]>au og liaett viö, aö þau veröi alldýr í rekstri fyrir þaö opinbera. Mestu vandkvæöin hygg eg þó veröa ]>au, aö þau fyllist af sjúklingum, sem erfitt er aö koma af sér, þvi aö heilsu margra ]>eirra er þannig variö, aö ]>eir geta aldrei tekið upp erfiöisvinnu, livað góöa undirbúningsvinnu sem þeir kynnu að fá á vinnuheimilum. Er þá komið í sama öngþveitið hvað pláss snertir og heilsuhælin eru nú í. Ef vinnuheimilin eiga því ekki aö verða altof stór eöa mörg, þarf að seilast lengra; þaö er þvi ekki nóg, að vinnuheimilin leitist við að auka vinnuhæfi sjúklinga eins og unt er, þau veröa ekki síður aö revna að útvega eða veita þeim hæfi- lega og sjálfstæða íramtíðarvinnu. Nú má gera ráð fyrir aö vinnuheim- ili hér gætu liaft atvinnurekstur. l>úskaj> eöa annað, sem krefji hjúahalds og láta þau þá að sjálfsögðu sjúklinga sitja fyrir þeim vinnuplássum, sem þeim henta. En a. m. k. meðan vinnuheimilunum er aö vaxa fisk- ur um hrygg, má ekki búast við að ]>au hafi mörg slík vinnupláss og sýnist mér þá ekki nema tvær leiðir færar: önnur er sú, að koma upp nýbýlahverfi fyrir berklaveika umhverfis vinnuheimilin og mætti þar, eft- ir því sem staðhættir leyfa, styöjast við íyrirkomulag enskra berklahverfa. Hin leiöin er aö vinnuheimilin hafi samninga við stóra vinnusala um, aö sjúklingar frá þeim séu látnir sitja fyrir nokkrum nánar tilteknum vinnuplássum. Mér hefir skilist, aö meö ívilnunum og góöum lánskjörum sé efnalitl- um, áhugasömum mönnum gert kleift aö koma sér upp nýbýlum í grend við kaupstaöi; eg geri ráö fyrir aö öllum finnist sjálfsagöara og skyldara aö hjálpa vanheilum heimilisfeðrum til aö koma ]>annig fótum fyrir sig, en hinum, sem hraustir eru. Með því, aö slík nýbýli væru í grend við vinnuheimili, gæti nýl>yggjandinn haft þar aögang aö vinnustofum og fengið ]>ar ígripavinnu. Væntanlega þyrftu nýbýli berklaveikra aö leggja meiri stund á t. d. garðrækt og alifuglarækt en á grasræktina; væri því einkar he]>pilegt, að þau væru aö ööru jöfnu þar sem jarðhiti er. Hvað snertir, að vinnuheimilin útvegi sjúklingum sínum forgang að nokkrum léttum vinnuplássum, ]>á finst mér, aö ekki þyrfti aö vera sér- leg vandkvæöi á því og eins gæti þaö nú þegar og án aukakostnaðar komið að nokkrum notum. Eins og fyr er sagt, er það ekki einasta mannúðarmál hvernig fer um sjúklinga eftir hælisvist. heldur á ríkiö ]>ar sinna hagsnnma aö gæta. Nú er það öllum kunnugt, aö ríkið hefir ráö á ótölulegum vinnuplássum, alt frá ]>eim erfiöustu og vandasömustu og niður í ]>au auöveldustu og smávægilegstu. Nægir í því sambandi aö minna á ]>ann óteljandi fjölda manna, sem ríkiö veitir atvinnu við síma, póst, ríkisverslun, vegagerö o. s. frv. Þarf ekki langa umhugsun til aö sjá, að ríkið hefir mýmargan starfa, sem hentar vel linhraustu fólki; nefni eg af handahófi: Dyravörslu, akstur, innheimtu, vitavörslu, tollgæslu og ýmiskonar aöstoöarstörf. Af fyrtöldum ástæöum ]>ykir mér næsta líklegt, aö rikissjórnin myndi fáanleg til aö hlutast til um, aö berklasjúklingar væru látnir sitja fyrir nokkrum slíkum vinnuplássum. Enda er það sú eftirsóknarverðasta lausn á framhaldsvinnumálinu, að sem flestir með langvinna aögerðarlausa berkla komist aö léttum störf- um sem þeir geta afkastaö eins vel og heilbrigðir. Meö því móti geta þeir boriö fjárhagslega mest úr býtum og þeim ]>ví gefinn kostur á að

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.