Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1943, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.06.1943, Blaðsíða 13
LÆKNAB LAÐIÐ 135 fremur fljótt til algjörrar blindu, ef ekki er að gert. Einstöku sinn- um koma fyrir tilfelli, sem batna án nokkurra aðgerða. 1 ca. yí af tilfellunum byrjar sjúkd. strax eft- ir fæðingu, annars á fyrstu árum barnsins. Drengir veikjaát oftar en stúlkubörn (3:2). Hydrophthal- mus congenit. kemur í ca. % af til- fellunum i bæði augu og hefir sérstöðu meðal glaucomanna að því leyti, að hann stafar ekki frá sjúkdómi í augum, heldur „bygg- ingar anomaliu", vanskapnaði, sem veldur svo aftur sömu breytingum í augum og koma fram við glau- com. Þær breytingar, sem maður rekst á við sjúkdóm þennan, er það t. d., að „Schlemmskanalinn" vantar eða aðeins rudiment leifar hans eftir, margskonar breytingar i spatia anguli iridis, í iris, eða iris vantar. Hydrophthalmus acqvisitus kemur venjuí. á annað augað og orsakast t. d. af trauma, eftir corneaperforation hjá ungum börrium, við intraoculæra tumora (gliom, uveitis með seclusio pu- pillae o. s. t'rv.). Anamnesis, oy hvað sést kliniskt, leiðir mann venjul. á rétta leið að þekkja sjúk- dóminn. Stundum fylgir hydroph- thalmus annar vanskapnaður t. d. polydaktyli, neurofibromatosis eða naevus flammeus á augnlokum eða andliti. Glaucoma juvenile kallar maður venjul. glaucom, sem kemur frá 10 —35 ára aldri, oft hjá ungu fólki á milli 15—20 ára. Það hagar sér að sumu leyti eins og glaucoma sim- plex, en að sumu leyti eins og hydnophthalmus, kemur oftar fyrir á karlmönnum og myopia í allt að helming tilfellanna, cam. ant. djúp, svo ekki er ósennil. að um bygg- ingaranomaliu sé að ræða líkt og við hydrophthalmus. Hér á landi er aðallega um gl. simplex að ræða, 2—3% af gl. acutum, hefi séð aðeins fá tilfelli af gl. juvenile og aðeins 1 tilfelli af hydrophthalmus. Ætiologia: Hversu hár intraoculæri þrýst- ingurinn er, stjórnast aðallega af spennu augnhimnanna og rúmtaki innihalds augans. Breytingar í himnum augans stafa mest af minkuðu elastisiteti í sclera. Aukning á innihaldi augans get- ur annaðhvort stafað frá hindr- uðu frárennsli, íætention, eða auknu aðrennsli, hypersekretion, og svo í þriðja lagi af stækkun intraoculæru vefjanna. Maður er enn í óvissu um or- sakir primæra glaucomsins, én hin- ar margvislegu tilraunir, sem gerðar hafa verið, hafa mjög auk- ið þekkingu manna á ýmsum fakt- •orum, sem til greina koma að valdi sjúkdómnum, er þar helst að nefna truflanir í ..regulationsmekanisma" intraoculæra æðakerfisins (vaso- motoriskar truflanir), circulations- truflanir af breytingum í víkkun og permeabiliteti æðanna. Af teoriunum má helst nefna Retentionsteoriuna, að framhólfs- hornin hafi lokast, annaðhvort irisræturnar þrýst að, eða örsmá corpusculae t. d. pigment setzt í og lokað filtrationsleiðum í „fram- hólfshornunum", iris, Fontans ■ rúminu eða Schlemmskanalnum. Við hypersekretionsteoriuna álíta menn, að aukning á humor aqveus sé orsök að þrýstingshækkuninni. Volumensaukning í hinum intra- oculæru vefjum t. d. í corp. vitr. eða chorioidea. Lengi hafa menn sett refrakt- ionsanomaliur, sérstakl. hyper- metropiu í samband við glaucom- sjúkdóminn, en mjög þykir það hæpið, þar sem sumir læknar gefa

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.