Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1943, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.06.1943, Blaðsíða 15
LÆKNAB LAÐIÐ 137 um, hvernig lyfin verka áöur en sjúkl. eru fengin þau i hendur. Bezt aS læknirinn sjálfur sýni sjúkl., hvernig hann eigi aö nota dropana eöa smyrslin. Til eftir- lits kemur sjúkl. ekki eingöngu til aö láta mæla spennu augans, heldur líka til aö rannsaka sjón- skerpu, sjónsviö og augnbotn. Þau lyf, sem notuð eru venjul. er pilo- carpin og eserin (physostigmin. salicylas), pilocarpinið þó mest. Eins og kunnugt er, er álitiö aö verkanir þess séu að miklu leyti innifaldar í því, að viö kontrakt- ion pupillnnnar opnist betur fil- trationsgangarnir inn í Schlemms- kanalinn. Er pilocarp. hydrochlor venjul. notað i Y^.—2% upplausn eöa smyrsli. Physostigm. salicyl. er notað í upplausn, einnig má nota þessi lyf saman. Venjul. er reiknaö nteö aö lyf þessi lækki þrýstinginn í glaucomauga um ca. 20—25%. Ef maður finnur að pilocarpin lækkar þrýsting aug- ans nægjanl., sérstakl. ef mælt er að morgni dags, telur maður leyfi- legt aÖ reyna konservativa með- ferö um tima. Bezt er að vekja eftirtekt sjúkl. á því, aö þeir fá oft höfuöverk (ciliarneuralgiur og akkomodationskrampa), og sjá þá ekki vel (verða myopir) eftir þessi miotica, og reyna aö haga inn- dreypingunni þannig að hún trufli sjúkl. sem minnst viö sín daglegu störf. Sérstaklega við glaucom simpl. kemur til greina aö nota dropa- meöferð. Bezt er, eftir aö maður hefir rannsakað augnþrýstinginn á ýmsum tímum sólarhringsins, aö reyna minnsta skammt, sem nægir til að halda þrýstingnum niðri, hvort sem þaö er 1—2 eöa þrisvar á sólarhring eöa ef til vill aðeins aö kvöldi, fyrir svefn, þaö truflar sjón sjúkl. minnst og er það heppi- legt vegna þess líka, aö þrýsting- urinn hækkar venjulega á kvöld- in og fram undir morguninn, og breyta ekki inndreypingarfjöldan- um meöan þrýstingurinn helzt óbreyttur. Mjög er það misjafnt, hversu lengi er hægt að halda þrýstingnum þannig niðri, stund- um er það yfirleitt ekki mögulegt, í einstöku tilfellum ef til vill í nokkur ár. Yfirleitt reyndist dropa- meöferðin ófullnægjandi, sennil. í sambandi við þaö aö pilocarpin- verkunin stendur stutt og augn- þrýstingurinn er þá ööru hvoru, aö minnsta kosti, of hár, sérstakl. á nóttum, er því giott að nota pilo- carp. snryrsli 2% aö kvöldi fyrir svefn, því verkanir þess vara leng- ur en dropanna. Menn hafa reynt Suprarenin og glaucosan til þess að lækka þrýst- inginn í glaucomaugum, reynist þaö stundum vel einkum viö sek- undær glaucom. Viö glaucoma chron. inflammat. er venjul. hægt að nota pilocarp. dr. líka, en betra að nota þaö í sterkari concen- tration og fleiri inndreypingar. Viö glaucoma acutum er sjálfsagt að reyna hvernig miotica verka. í sumum tilfellum dugar þaö vel, hinn hái augnþrýstingur kernst niður í normalt, í öörum tilfellum dugar pilocorpin ekkert. Éf einhverra hluta vegna er ekki hægt aö koma við konserva- tivri meðferð eða hún dugir ekki lengur til að halda augnþrýstingn- um nægjanl. niðri án þess aö sjón og sjónsvið skemmist, er sjálf- sagt aö grípa til aðgerða. Fólk utan af landi meö glaucomsjúkd., sem er eftirlitslítiö, ætti strax að operera. Við glaucoma simplex eins og við höfum aöallega hér á landi, er heppilegast að nota fil- trerandi aðgerðir (Trepanatio a. m. Elliot eöa irisinnklemningu, Irid-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.