Læknablaðið - 01.06.1943, Blaðsíða 23
LÆKNAB LAÐIÐ
145
Ég minntist á það, að Rh-
eiginleikinn er arfgengur. Land-
steiner og Wiener hafa sýnt fram
á að hann erfist dominant og er
óháður og óbundinn öðrum agg-
lutinogenum blóðsins. Hjón, sem
bæði eru Rh hljóta ávallt að
eiga börn sem eru Rh Ef mað-
urinn er Rh -j- og konan Rh -j-
kemur það ekkert að sök, en ef
maðurinn er Rh -þ og konan Rh
getur það haft alvarlegar afleið-
ingar fyrir aíkvæmið og jafnvel
konuna lika. Levine o. fl.4) hafa
bent á samband milli Rh-eiginleik-
ans og erythroblastosis foetalis.
Ef nl. fóstrið erfir Rh frá föð-
urnum, virðist Rh-antigenið í
mörgum tilfellum geta smogið í
gegnum fylgjuna yfir i blóð móð-
urinnar. Hún tekur til að mynda
mótefni á móti því, og það smýg-
ur aftur í gegnum fylgjuna, verk-
ar þá á blóð barnsins og tekur til
að eyða rauðu blóðkornunum jafn-
harðan og þau myndast. Afleið-
ingin verður sú, að fóstrið deyr
fyrr eða síðar á meðgöngutíman-
um, en konan fær iðulega toxic-
osis samíara þessu. Iðulega nær
fóstrið samt fullum þroska þrátt
fyrir þetta, en barnið fæðist oft
liflítið og hættir til að deyja
skömmu eftir fæðinguna. Oft er
það greinlega gult af icterus, og
ef blóðdropi er skoðaður úr þvi
finnst ávallt meira og minna af
normoblöstum í blóðinu. í mergri-
um er afarmikið af erythroblöst-
um og blóðmyndandi hreiður
finnast i lifur og víðar. Barn-
ið hefir það sem kallað er
erythroblastosis foetalis. Þessi
sjúkdómur var þekktur áður, en
það er fyrst nú að menn eru farnir
að skilja hvernig á honum stend-
ur. Það var áður kunnugt, að þetta
var fjölskyldusjúkdómur, og að
sömu hjónin gátu eignast hvert
l>arnið eftir annað haldið þess-
um sjúkdómi ef konurnar þá ekki
aborteruðu, sem er mjög algengt.
T. d. er getið um eina konu, sem
varð 6 sinnum gravid, en eignaðist
samt aðeins eitt barn.
Börn, sem fæðast með erythro-
blastosis, eru oft þrútin af bjúg
(hypdrops foetalis), stundum
mjög gul, og rúmur helmingur
slíkra l>arna fæðist andvana eða
deyr skömmu eftir fæðinguna.
Móðirin hefir venjulega mikil
toxioosis-einkenni, þegar hún
gengur með slikt barn. Oft er það
svo, að konan getur eignast eitt
barn, en upp frá því fer erythro-
blastosis að gera alvarlega vart
við sig.
Eitt er sérstaklega athyglisvert
í sambandi við þennan möguleika.
Það er hættan, sem slíkri konu er
búin, ef hún þarf á transfusion að
halda á meðan hún gengur með
barn, eða skömmu eftir barns-
burð. Eg minnist á það, að fyrsta
blóðgjöf er venjulega ekki hættu-
leg fyrir þá, sem eru Rh-f-. Hér
verður fyrsta blóðgjöfin aftur á
móti oft konunni að bana. Fóstrið
hefir immuniserað hana svo ræki-
lega, á við margar blóðgjafir, svo
að ef hún fær transfusion, er við-
búið að af henni hljótist acut intra-
vasculær hæmolysis, sem eftir
skemmri eða lengri tíma er hætt
við að endi letalt. Það má þvi með
sanni segja, að fífi konu, sem er
R'h-í-, sé nokkur hætta búin, ef
hún giftist Rh-f-manni, að minnsta
kosti er það ótvírætt hættulegra
fyrir hana, að giftast manni sem
er Rh-{- heldur en Rh-^, að ekki
sé minnst á hættuna fyrir afkvæm -
in. —
Mér vitanlega er þetta fyrsta
vitneskjan, sem fengizt hefir um
það, hvernig kemiskur munur á
blóðfrumum hjóna getur haft áhrif