Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1943, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 01.06.1943, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 153 un til þess aö æfa liðamót og vöðva, fyrst óvirkar (passiv), síð- ar virkar. G. H. Bardagalyf. Á æskuárum heyrði eg þá sögu, að hermönnum væri gefið „stríðsöl“, áður en þeir gengi út í orustu. Átti öl þetta að vera blandað púðri, og hafa þau á- hrif á hermennina, að berserks- gangur kæmi á þá, svo að þeir brygðu sér hvorki við bana né sár. Saga þessi er ekki með öllu til- hæfulaus. Áfengi mun hafa verið notað í viðlögum frá ómúnajtíð, og var talið mesta kraftalyf. Það kann að hafa haft tilætluð áhrif um stundarsakir, en ekki í langvinn- um mannraunum. Næst áfenginu kom kaffið. Það létti skapið, jók hugkvæmni, rak svefninn burtu og eyddi sultartilfinningu. Þó var mikil kaffidrykkja varasöm (hjart- sláttur o. fl.). Þá hefir og cocain verið notað til þess að hressa hug- ann, og auðvitað æsir það hug- myndaflugið og eykur sjálfstraust- ið, en sljóvgar aftur athygli og dómgreind. Þá hefir ephedrin verið reynt, en það hefir ýms óheppileg aukaáhrif. Betur hefir benzedrin sulphat gefizt, og er þó helzt til áhrifalitið sem bardagalyf og ekki laust við óheppileg aukaáhrif. Þjóðverjar nota pervitin. Amytal- natrium er eitt af siðustu lyfjunum, sem Englendingar hafa notað og láta allvel af. Svo virðist sem kapp sá lagt á að finna heppileg lyf til þess að trylla hermenn eða sefa þá. Lancet flutti ritstjórnargrein urn þau % '42. — Það er annars lagleg með- ferð á fólkinu, að æra það fyrst með lygum og áróðri, og trylla það síðan með lyfjum. G. H. Hospital Treatment of Burns heitir bæklingur, sem enska stjórn- in hefir gefið út nýlega. Fæst í H. M. Stationary Office. Kostar 9 pence. G. H. Sulphamethazine er nýtt „sulpha“-lyf, sem Englendingar hafa búið til. Það er sagt lítt eitrað, en koma að góðu gagni við lungna- bólgu, lekanda og heilahimnu- bólgu. (Lancet 3% '42). G. H. Kláði hefir aukist mjög í Eng- landi síðan 1936. Stjórnin hefir skipað svo fyrir, að skoða skuli heimili og húsakynni sjúklinga og lækna alla, sem reynast sýktir. Sjúkl. eru vandlega sápuþvegnir (baðaðir), síðan þurkaðir og að því loknu er „benzylbenzoate emul- sion“ (25%) borin á allt hörund- ið með 1 y2—2 iþuml. breiðum mál- arapennsli. Áburðurinn er látinn þorna og síðan farið í fötin. Dag- inn eftir sama meðferð, síðan farið í hrein föt og gömlu fötin hreinsuð svo og sængurföt. Ef gufuhreins- un verður ekki komið við, skal iþvo fötin, hengja þau til þurks og járndraga (straua) þau siðan með heitu járni. (Lancet 2% ’42) G. H. . . Rheumatismus juvenilis, með hjartahilunum, sem hann hefir i för með sér, telja Englendingar einn af verstu landplágum. Á aldrinum 5—45 ára er hann 2 °/c af banameinum. Dánartalan er hærri í bæjum en sveitum, en aðal- lega ásækir sjúkd. fátaeklinga. Annars er orsök sjúkd. ókunn og vart verður hann talinn til far- sótta (Lancet '42). G. H. Sulphanilamid og bólusótt. Eng- lendingum hefir reynst, að S. hafi engin áhrif á sjálfa bölusóttina, en dragi stórum úr fylgikvillum. (Lancet '42.)

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.