Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1943, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 01.06.1943, Blaðsíða 27
LÆKNAB LAÐ IÐ 149 skrúösfjaröar-, Berufjarðar- og Hornafjarðarhéruö, 8. Læknafélag SuSurlands, sem nái yfir Síöu-, Mýrdals-, Rang- ár-, Eyrarbakka-, Grímsnes- og Vestmannaeyjahéruö. Af þessum 8 læknafélögum, sem ráögerö eru hafa tvö verið stofnuð, Læknafélag Vestfjarða og Læknafélag Norðvesturlands. — Læknafélagi Reykjavikur og Læknafélagi Akureyrar, þyrfti að hreyta ofurlitið. Læknafélag Norð- austurlands virðist mér hafa verið stofnað að nokkru leyti. Eftir er þá að stofna frá rótum Læknafé- lag Austfjarða, Læknafélag Suð- urlands og Læknafélag Miðvestur- lands og ætti þaö ekki að vera sérstökum vandkvæöum bundið. Til hliðsjónar fyrir.þá collega, sem vildu gangast fyrir stofnun Jjeirra félaga, sem ég het'i nefnt og sem enn eru óstofnuð, birti ég hér, meö leyfi formanns Lækna- félags Norðvesturlands, 1 iig fé- lagsins: „Lög fyrir Læknafélag Norðvesturlands, 1. gr. Læknafélag Norövesturlands nær yfir Reykjarfjarðar-, Hólma- víkur-, Miðfjarðar-, Blönduóss-, Sauðárkróks-, Hofsóss- og Siglu- fjarðarlæknishéruð, og er öllum læknum heimilisföstum á þvi svæði heimil þátttaka í félaginu, með þeim skyldum og réttindum, er síðar getur. Þeir félagar sem hættir eru störfum og fluttir burt af félagssvæðinu geta þó fengið að lialda félagsréttindum sínum, með samþykki félagsins. 2. gr. Félagið er deild í Læknafélagi fslands eða öðrurn almennum sam- tökum íslenzkra lækna, þeim er i þess stað kunna að koma, enda hafi allir félagar undirskrifaö codex ethicus og þær aðrar reglur eða lög, er settar veröa íslenzkum læknum af félágssamtökum þeirra. 3- g-r- Tilgangur félagsins er að efla hag og heiður læknastéttar og vinna aö kynningu og samstarfi þeirra lækna, sem búa á félags- svæðinu. 4- gr. Stjórn félagsins skipa 3 menn, formaöur, ritari og gjaldkeri og aðrir 3 til vara. Stjórnina skal kjósa árlega á aðalfundi og auk þess aöalendurskoðanda reikninga og varamann hans. Þá skal og kjósa fulltrúa á læknaþing ásamt varamönnum. 5- gr- Aðalfund félagsins skal halda hvert sumar á þeim stað, sen’ stjórnin ákveður, eftii að haía leitað álits félagsmanna. Ham> skal boSaður af stjórninni í tæka tið og dagskrá tilkynnt í fundar- boði. Aukafund má halda þegar þört' þykir. Auk þess má stjórnin utan fundar leita álits og atkvæða félagsmanna um einstök mál, sem að kalla, og fer þá um aígreiöslu þeirra sem á fundi væri. Félags- fundur er lögmætur, ef helmingur félagsmanna er mættur. _ 6. gr. Fulltrúar félagsins á læknaþingi t'ara með atkvæði félagsmanna þar. Ef fyrir læknaþingi liggja mál, sem likleg eru til að valda ágrein* ingi, skulu fulltrúar jafnan leita álits annara félagsmanna urii þau, ef því veröur við komið.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.