Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1943, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.06.1943, Blaðsíða 17
LÆKNAB LAÐ I Ð 139 Mononucleosis Infectiosa. Eftfr Stefán Guðnason, héraðslækni Erindi flutt í Læknafélagi Akur- eyrar veturinn 1942. Mononucleosis infectiosa, sem nú er talinn sérstakur acut infect- ionssjúkdómur, orsakaður af óþekktu virus, er, ef svo mætti segja, samsteypa úr nokkrum áður þekktum sjúkdómsmyndum, sem hafa gengiö undir ýmsum nöfnum, svo sem: Drusenfieber, monocyt- angina, acut benign lymphocyt- angina, glandular fever, lympho- Ijlastose o. fl. Sjúkdómsins er Iítið getið í kennsluljókum. Þó er minnst á hann í Lærebog í Blodsygdomme eftir Gram. Um 1890 lýsir Pfeiffer Drúsenfieber, sem sérstökum smit- andi barnasjúkdómi, og aðgreinir hann frá öðrum eitlasjúkdómum hjá börnum. Eftir aldamótin er sagt frá einstökum tilfellum, og blóðmynd þá fyrst lýst og talin b'enda á sérstakan blóðsjúkdóm. Eftir 1920 kemur svo á kreik nafn- ið mononucleosis infectiosa (m. i.) og sjúkdómurinn talinn hinn sami og Dríisenfieber, og 1.929 telur Schwarz hann einnig identiskan áður-lýstum hálsbólgum með blóð- breytingum, sem gengu undir ýms- um nöfnum, s. s. lymphocytangina og monocytangina. Þetta hefir þótt sannast síðan, við blóðmyndaskoð- un og agglutinationsrannsóknir. Blóðmynd reyndist sérkennileg og sama eðlis við öll sjúkdómsform- in og agglutinationspróf, kennt við Bunnel (1932) hefir reynzt mjög specifikt fyrir m. i. i öllum sjúk- dómsmyndum, og er því vafalaust um einn og sama sjúkdóm að ræða. Nafnið monocytangina þykir mjög óheppilegt, vegna þess, að frumur þær, sem mest ber á í blóðmynd inni, eru ekki monocytar og angi- nuna getur alveg vantað í sjúk- dómsmyndina. Hér á landi hef eg ekki séð sjúkdómsins getið, nema hvað Jón Steffensen segist hafa séð 4 blóðmyndir af m. i., en getur /þess ekki, hvort hann hefir séð þær hér eða erlendis. Aetiol. Orsök sjúkdómsins er með öllu óþekkt. Nyfeldt hefir ræktað úr blóði m. i.-sjúklinga bacillu af Listerellaflokki, en ekki hefir það verið staðfest af öðrum. Ræktun frá koki hefir sýnt líka floru og við Paut-Vincents anginu. Einhver hefir þótzt geta flutt sjúkdóminn í apa, með þvi að sprauta í þá mauki úr eitlum m.i,- sjúklinga, en sá hinn sami og raun- ar flestir telja líklegt að valdurinn sé ultravisibelt vi.rus. Blóðmyndar- breytingarnar sýna það, að agens sjúkdómsins hefir mikið affinitet til lymphatiska kerfisins, en ein- kenni, sem fundizt hafa i seinni tið frá miðtaugakerfinu, sýna lika neurotropisma og styður það grun- inn um að m. i. tilheyri virussjúk- dómunum, auk þess , sem ræktun- artilraunir hafa verið negativar. Klin. Byrjun sjúkdómsins er acut eða subacut með hita upp í 39—40° og ýmsri vanlíðan, sem oft líkist influenzu (höfuðverkir, beinverkir og stundum uppköst.) Oft eru prodromaleinkenni fyrst í

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.