Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 30.12.1943, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 30.12.1943, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ ' annan, eykst mjög sýkingarmáttur (virulens) hans. Drepast þá nag- grísirnir stundum á 5 dögum eSa svo, jafnvel þótt sami stofn heföi áöur þurft 10—12 daga til þess aö gera út af viö sambærileg tilrauna- dýr. Sýnt hefur veriö fram á þaö, aö hagamýs hafi ekki ósjaldan í sér Weilsgulusýkla (15).Yfirleitt sýkj- ast rottur og mýs ekki, þótt dælt sé í þær þessum sýklum. Nýlega hef- ur þó komið í ljós, aö þriggja vikna gamlar hvítar mýs eru mjög næm- ar. fyrir slikum dælingum og eru taldar mikilsveröar til ákvörðunar á Weilsgulu (10). Hvaö húsdýrin snertir er ekki kunnugt um sjúkdóma af þessari tegund nema í hundum og refum. í þessum dýrum er veikin nokkuö algeng og keniur stundum fram með svæsnum einkennum, t. d. bólgu í heila og heilahimnum, út- breiddum blæðingum, gulu, stækk- un á lifur og milti o. s. frv. 35— ]70% af þeim dýrum, sem sýkjast. deyja á fám dögum. Athyglisvert er viö sjúkdóminn í refunum, aö þeir bráðveikjast stundum og drepast á 1—2 dögum (peracut- form), og yfirgnæfa þá algerlega einkenni heilahimnu- og heila- bólgu (11). Allar likur benda til þess, að hundar og refir sýkist frá rottum. Tekizt hefur aö sýkja refi með því aö fóöra þá á rottum. sem voru svklaberar, en auk þess hefur ver- iö hægt að fylgjast með því, aö dýrin hafa af sjálfsdáöum veitt slikar rottur og étiö. Sagt er frá refagulu í Svíþióö (12), sem talin var stafa af Weilsgulusýklum. 1 því sambandi er fullyrt, aö þar sem verulega mikiö beri á slikri refa- gulu, sé mikill ágangur af rottum og sóöaskapur í refabúunum. 1941 voru framkvæmdar athug- 115 anir á blóövatni frá 155 hundum í Pennsylvaníu og Philadelphiu. Mótefni gegn Weilsgulusýklinum fundust í um 30% af hundunum. Af þessu var dregin sú ályktun, að verulegur hluti af sýkingartilfell- um af Weilsgulu í mönnum staf- aði af smitun frá hundum (13). Refabúin eru viöast hvar illa varin fyrir rottum, sem daglega ganga i æti refanna og timgast því oft vel i námunda viö búin. Refir eru oft mjög slyngir að veiöa rott- urnar og éta þær venjulega tafar- laust. Síöustu 3 árin hafa mér bor- izt til athugunar 6 silfur- og blá- refir, sem drepizt höföu úr gulu- sótt. Allir voru þeir úr nágrenni Reykjavikur. Jafnframt hef ég fengið upplýsingar um samskonar sýki i fleiri dýrum. Sumum þeirra hefur batnaö, en önnur hafa drep- izt, án þess að hræ þeirra eöa líf- færi væru send til rannsóknar. í marz og apríl 1941 voru sendir frá sama refabúinu 3 refir, sem allir höföu drepizt úr gulu. Á sama árstíma 1942 bárust frá öðru refa- búi 2 refir með samskonar einkenn- um. 6 dýr veiktust i búinu, 5 blá- refir og 1 silfurrefur. Aðeins einu dýrinu batnaði af þessum 6. í febrúarlok 1943 var 1 silfurrefur meö líkum einkennum sendur frá 3. búinu í nágrenni Reykjavíkur. Á þ'eim 6 refum, sem bárust til rannsóknar, var gerö allnákvæm krufning, sýklaathugun og vefja- skoöun. Sjúkdómurinn í dýrum þessum var með svipuöu móti. Helztu einkennin voru gula í aug- um, hitasótt, rænuleysi og krampa- kippir. Viö krufningu fannst sterk gula í öllum líffærum, lifur var stækkuö, og blæöingar hér og þar, mest áberandi í lungum. Weilsgulusýklar fundust í nýr- um og lifur frá öðrum refnum, sem athugaður var 1942 (sjá mynd).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.