Læknablaðið - 30.12.1943, Page 26
LÆKNABLAÐi Ð
116
Viö vefjaskoðun var aSeins aö-
staða fyrir hendi til þess aö leita
að sýklunum meö Levaditi-litun.
Sú aðferð er, aö ýmsu leyti, erfið-
leikum bundin og ekki talið fært
aö ákvarða sjúkdóminn með henni
einni, þótt hún gefi glögga mynd,
ef sýklarnir koma fram á annað
borð (14).
Weilsgulusýklar í nýra úr ref
frá búi i nágrenni Reykjavikur.
Stækkunin er yfir þúsundföld og
litun samkvæmt aðferð Levaditi.
Tilfellin hér á landi hafa komið
fram á Hkum tíma árs, einmitt á
þeim tíma, sem ætla mætti að
harðnaði í búi hjá rottunum,og þær
hætti sér meira í námunda við ref-
ina og refabtun. Að vísu verður
ekkert fullyrt um þetta, en viökom-
andi dýr munu hafa verið i búrum,
sem voru umsetin af rottum.
Eftir frásögn refahirða eru lík-
ur til þess, að talsvert fleiri refir
hafi sýkzt með vægum einkennum,
og án þess að gula kærni fram.
Ekki sé ég ástæðu til þess að
fjalla hér nteira um refagulu þessa.
En ég vil leyfa mér að benda á eft-
irfarandi atriði:
1. Telja má staðfest, að í minnsta
kosti einu af þessum refagulu-
tilfellum hafi verið um Weils-
gulusýkla að ræða.
2. Sýkingin er, að öllum líkindúm;
komin frá villtum rottum í ná-
grenni Reykjavikur.
3. Þar sent refir eru mikið hand-
leiknir af refahirðum, gestum
á refasýningum o. s. frv., þá
er nokkur ástæða til þess fyrir
lækna að hafa þessa smitunar-
leið i huga.
4. Það, sem sagt hefur verið um
refi, á væntanlega einnig við
um hunda, sérstaklega ef þeir
veiða rottur og mýs.
Hér á landi munu hafa komið
fram í fólki allmörg lilfelli af gulu,
sem talin hefur verið smitandi, en
ekki verið upplýst til fulls, af
hvaöa rótum sé runnin. Eg álít það
mikið nauðsynjamál. að fá þaö
staðfest, hvort Weilsgula kunm
ekki að vera þarna fyrir hendi, að
minnsta kosti í sumum tilfellum.
Þótt ég hefði gjarnan viljað hafa
tækifæri til þess að gera nánari at-
huganir á sjúkdómi þessum, taldi
ég ekki rétt að láta lengur lijá líða
að vekja athygli á honum. Sýk-
ingarhættan hefur án efa aukizt hér
á landi síðustu árin, með aukinni
útbreiðslu rottunnar, og þar við
Ijætist, að það er kunn staðreynd
erlendis, aö Weilsgulusjúklingum
fjölgar á stríðstímum.
H e i m i 1 d a r r i t:
1. Hutyra, F., Marek, J... Mann-
inger, R.: „Special pathology
and Therapeutics of the Dise-
ases of domestic animals'*,
1938.
2. Topley, W. W. C., Wilson, G.
S.: „The Principles of Bacter-
iology and Immunity", 1936.
3. Svaar-Seljesæter, O.: „Nord-
isk Medicin Nr. 27, bl. 2089,
1939;
4. Davidson, L. S. P„ Campbell,
R. M„ Rae, H. J„ Smith, J.:
Brit. Med. J„ II. 1137, 1934.