Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 30.12.1943, Side 28

Læknablaðið - 30.12.1943, Side 28
n8 LÆKNABLAÐIÐ vinnu sinni, svo' aS nær ómögulegt er aS útvega hjúkrunarkonur til hinna aískekktari stafta, og er hér aö no-kkru leyti um sama fyrirbæri aS ræ'öa og hjá læknastéttinni. Þó er sá munur á, aö enginn er sá staö- ur hér á landi, sem unnt er aö segja um, aö of margar hjúkrunarkonur séu starfandi í hlutfalli viö fólks- fjölda. Ritstjórn Læknablaösins hefir sýnt mér þá vinsemd, aö gefa mér kost á aö gera nokkra grein í blaöi sínu fyrir vandamálum hjúkrunar- kvennastéttarinnar, og kann ég henni beztu þakkir fyrir. Vanda- mál okkar hjúkrunarkvenna eru samtvinnuö vandamálum lækna- stéttarinnar. Hjúkrunarkonurnar vinna ávallt störf sín eftir fyrir- sögn og undir stjórn læknanna, og þaö er óvéfengjanleg staöreynd, aö vel unniö starf hæfra og mennt- aöra hjúkrunarkvenna er læknun- um ómetanleg h jálp i baráttu þeirrn gegrn sjúkdómum og fyrir bættu heilbrigöis- og menningarástandi þjóöarinnar. Því er þaö skylda læknanna, aö láta sig mál hjúkrun- arkvennanna varöa, og beita sér fyrir því, aö sérmenntun þeirra og till starfsskilyröi að námi loknu, séu viðunandi, svo aö í stéttina veljist eingöngu stúlkur meö þá hæfileika, sem bezt notast aö i þessu erfiöa og ábyrgöarmikla lífs- starfi. Hjúkrunarkvennastéttinni hefir þótt nokkuö skorta á um skilning læknanna á ýmsum málum henn- ar. Þeir vilja aö sjálfsögöu fá góö- ar hjúkrunarkonur, en fæstir þeirra hiröa um aö beita aðstööu sinni til þess að tryggja þeim góöa menntun og góð lifsskilyrði.. Er mér því tækifærið kærkomiö, aö gera i stuttu máli grein fyrir að- búnaöi hjúkrunarkvennastéttar- jnnar frá byrjun. Hjúkrunarkvennastéttin íslenzka er 25 ára gömul á næsta hausti. Hún var stotnuð af 8 hjúkrunar- konum, sem höföu lokiö námi í Danmörku og í Ameríku. FljóJega bættust fleiri í hópinn, að loknu námi erlendis. Fyrstu árin var aö- alstarfið fólgið í því, að skipu- leg;gja hjúkrunarnámið hér heima. Fram til ársins 1930 var ekki hægt að veita fullkomið hjúkrunarnám hér á íslandi, vegna vöntunar á sjúkrahúsum. Vítilsstaöir, Akur- eyri og siöar ísafjörður og Vest- mannaeyjar voru þá einu staöirn- ir, sem höfðu lærðar hjúkrunar- konur til þess aö veita sjúkrahús- um sínum forstööu og gátu því tek- ið að sér hjúkrunarnám aö nokkru leyti. Var því tekiö þaö ráö, aö láta hjúkrunarnemana starfa á framangreindum spítölum í 2 ár og var þeim síöan útvegaö framhalds- nám í Danmörku eöa Noregi i 18 mánuði. Framhaldsnáminu skyldi skipt á milli handlækninga-, lyf- lækninga- og fæöingardeildar. Ekki var nemendum komið fyrir á aöra spitala erlendis en þá, sem höfðu ríkisviðurkenndum hjúkrun- arkvennaskólum á aö skipa. Tóku nemendur þátt i munnlegu og verk- legu skólanámi og luku síöan þrófi og fengu skírteini sem fulllærðar hjúkrunarkonur. Siöan höföu þær aögang að 6 mánaða framhalds- nánh í geðveikraspítölum, en sum_ ar tóku það nám hér heima á geð- veikrahælinu á Kleppi. Þessi sér- stöku fríöindi öðluðust íslenzku hjúkrunarnemarnir fyrir atbeina Samvinnu hjúkrunarkvenna á Noröurlöndum, sem F.Í.H. gerðist fljótlega aöili aö, og sem frá byrjun sýndi islenzku hjúkrunarkvenna- stéttinni sérstakan skilning og vel- vild. Ariö 1930 tók Landsspítali ís- lands til starfa, og varö þá sú

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.