Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 30.12.1943, Qupperneq 31

Læknablaðið - 30.12.1943, Qupperneq 31
LÆK N AB LAÐ IÐ 121 ins hjúkrunarkvennaskóla. Frum- varp þetta hefir verið lagt fyrir Alþingi það, er nú situr,*) og bíður þar úrlausnar. — í sambandi við frumvarp þetta ritaði stjórn F.I.H. yfirlæknum ríkisspítalanna bréf, þar setn þess var farið á leit, að þeir, sem hefðu nám hjúkrunar- kvennanna með höndum, létu í ljós álit sitt um það, á hvern hátt væri hægt að auka aðsókn að hjúkrun- arnáminu og gera það aðgengi- legra. Greinargerðir bárust félag- inu frá þessum læknum og hnigu utnmæli þeirra öll i þá átt, að stækka bæri skólann og búa þannig aÖ honum, aÖ öruggt megi verÖa að aðsókn til hans verði ekki ein- ungis nægileg, heldur veljist einn- ig til hans konur, sem hafa menn- ingarskilyrði og löngun til þess að vinna þjóðfélaginu gagn. Greinar- gerðir yfirlæknanna voru, ásamt frumvarpinu, sendar til Alþingis. Eins og að frarnan getur, telur hjúkrunarkvennastéttin réttan skilning læknastéttarinnar á hög- um hennar og aðstoð henni til handa í aðsteðjandi vandamálum, lífsskilyrði fyrir stéttina og skil- yrði fvrir aukinni heilsuvernd. Þar eð lijúkrunarkvennastéttin er að- stoðarstétt læknanna, sem þeir oft sýna ntikið traust og trúa fyrir á- byrgðarmiklum störfum. leitar hún líka að sjálfsögðu til þeirra og væntir aðstoðar, þegar framtíð hennar er i sýnilegri hættu, enda er þróun hjúkrunarkvennastéttarinn- ar engu síður hagsmunamál lækn- anna en þjóðarinnar í heild. Hefir mér komið til hugar, að bezta að- stoð gætu læknar þjóðarinnar nú *) í febrúar 1944. sýnt með þvi að styðja mál þeirra með áskorunum frá héraðasam- böndum sínum og félögum til Al- þingis, um að veita heimild til byggingar og starfrækslu hjúkrun- arkvennaskóla, sem er þjóðinni samboðinn. Erlendis er það talinn menning arvottur hverrar þjóðar, að vanda vel til náms hjúkrunarkvenna, og er þar jöfnum höndum lögð á- herzla á aðbúnað nemendanna hvað húsnæði og allt eftirlit snertir, og bóklegt og verklegt nám. Hjúkr- unarkvennastarfið er áhættusamt og gerir mörgum öðrum störfum fremur kröfur til andlegs og lík- amlegs þreks. Það er því eðlilegt, að vandamenn ungra stúlkna hafi beig af að senda þær til erfiðs og áhættusams náms, ef öryggi og að- búnaður er ekki í samræmi við erfiðið og áhættuna. Ég hefi oft orðið vör við að aðstandendum á- hugasamra stúlkna hefir tekizt að hindra nám þeirra af þessum á- stæðum og er það illa farið. Hjúkr- unarkvennastarfið þtrf að vera ky&gt á þeim grundvelli, að til þess veljist eingöngu konur. sem hafa löngun og skilyrði til þess að inna af hendi hið margþætta menningar- og ábyrgðarstarf. sem þeim er falið af þjóðfélaginu. Þessi grundvöllur hefir verið of veikur hingað til hjá okkur, en nú er ann- aðhvort að styrkja hann eða láta hann smám saman ganga úr sér. Við veljum fyrri kostinn, hefjum ákveðna baráttu til viðreisnar hjúkrunarstarfinu og heitum á lið- veizlu læknastéttarinnar. Sigríður Eiríksdóttir form. Fél. ísl. hjúkrunarkvenna

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.