Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1952, Side 11

Læknablaðið - 01.04.1952, Side 11
LÆKNABLAÐIÐ 115 næsta skaðlaust og margir, svo sem Bertram, álíta heppilegt að blóðsykur í sykursjúku fólki sé nokkru hærri en í heilbrigðum. Að jafnaði reynir hann þó að haga meðferð þannig að sem minnstur sykur sé í þvaginu. Mataræði það, sem sykur- sjúku fólki er ætlað hér á landi, er oft fábrotið og leiðigjarnt. Oft er jjetta af illri nauðsyn, en stundum á læknirinn nokkra sök á þessu. Virðist eðlilegt og raunar sjálfsagður hlutur að spyrja sjúklingana, hvað þeir séu vanir að horða og hvað þeim líki bezt, og reyna að sníða mat- aræðið eftir því, svo sem hægt er. Mörgum þykir kartöflur mjög góðar, en af einhverjum ástæðiun er kartöfluskammtur sjúklinganna oft mjög naumur eða aðeins 50—100 gr á dag. Oft er mjólk nálega tekin af sjúklingunum, og verður þá fæðið ærið snautt af ascorhin- sýru, því að ekki er hægt hjá oss að reikna dag hvern með miklu magni af ávöxtum og grænmeti. I íslenzkum kartöfl- um eru vart meira en 15% af kolvetnum og getur því ekki talizt mikið, þó að dagsskammt- ur af þeim sé ákveðinn 200 gr., og í hálfum lítra mjólkur eru um 24 gr. af mjólkursykri. — Margir læknar hafa auk þess ímugust á gulrófum handa syk- ursjúku fólki vegna sykursins sem i þeim er. Kolvetnamagn þeirra er naumast meira en 6— 7% eða miklu minna en i appelsínum, sem haldið er að sjúklingunum, séu þær fáanleg- ar. Þá man ég eftir sjúklingi, sem verið hafði uppálagt að horða daglega 1 disk af hafra- graut, þó að það væri honum hreinasti viðbjóður og auðvelt hefði verið að velja honum eitt- hvað sæmilega girnilegt í graut- ar stað. Ef mataræði er ekki rétt valið handa sykursjúku fólki, geta liæglega komið einkenni um hörgulsjúkdóma. Man ég eftir 2 sjúklingum, sem höfðu greini- leg einkenni um B-fjörvisskort, einkum ariboflavinosis, og margir höfðu þannig fæði að ascorbinsýruskammturinn var sáralitill. Margir læknar hafa dálæti á fitu handa sjúklingunum. Auk venjulegs feitmetis, borða marg- ir sjúklingar 1—2 egg daglega. Utanbæjarsjúklingur kom eitt sinn til mín, harmi lostinn, vegna þess að hann gat ekki lengur náð sér í svinaflesk eins og stóð á matseðlinum. Það kotaði miklar fotölur að sýna fram á að hægt væri að bæta sér skaðann með sneið af osti eða kindakjöti, en gleðin varð j)á líka mikil, því að ávallt hafði honum hálfboðið við svínakjöti. Eg vil ekki halda því fram, að taka skuli bókstaflega allt sem skrifað er um skemmdaverk cholesterins á æðunum, en margt bendir til þess að mjög

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.