Læknablaðið - 01.04.1952, Blaðsíða 12
116
LÆKNABLAÐIÐ
fiturík fæða sé sykursjúku fólki
óholl. Joslin varar við mikilli
fitu og telur ekki ráðlegt að
sjúklingar yfir fimmtugt borði
meira en 2 egg á viku. Bertram
er þó enn ákveðnari í þessum
efnum og telur, að sjúklingum
sínum í Þýzkalandi hafi vegnað
næsta vel á þeim tímum, er fita
var af mjög skornum skammti.
Root hefir einnig fært líkur
fyrir því, að þrennt flýti fyrir
æðaskemmdum í svkursjúku
fólki: Of mikil líkamsfita
(adipositas), of mikil fita í
fæðunni og of mikil fita í blóð-
inu (hypercholesterolæmia). Of
margar hitaeiningar, hvaðan
sem þær koma, virðast hafa í
för með sér aukið cholesterin í
líkamanum og gætir þess þó enn
meir, ef mikillar fitu er neytt.
Með því að minnka fituskammt-
inn og fækka hitaeiningum,
verða 2 flugur slegnar í einu
höggi. Fullan skammt af góðri
og gildri eggjahvítu má ekki
skerða á neinn hátt.
Ég tel að læknar hér á landi
skammti stundum kolvetnin of
smátt sykursjúku fólki. Joslin
gefur að jafnaði 150—200 gr. á
dag og sumir læknar eru enn
örlátari. Joslin telur sannað, að
sjúklingum vegni betur síðan
skammturinn var aukinn, en
ósannað mál að æskilegt sé að
fara hærra en 200 gr. nema í
einstaka tilfellum. Reynsla Þjóð-
verja eftir styrjöldina, bendir
einnig til þess, að rífleg kol-
vetnagjöf sé æskileg. Hér hefi
ég séð sjúklinga, sem fá um 100
gr. daglega og þaðan af minna.
Það er misskilningur að halda,
að ávallt þurfi öðru jöfnu að
gefa meira insulin þó að kol-
vetni séu nokkuð aukin. Fyrir
nokkrum mánuðum kom til mín
kona með sykursýki. Hún tók
daglega ríflegan skammt af in-
sulini, enda reyndist enginn
sykur í sólarhringsþvagi, fast-
andi blóðsykur eðlilegur og
ekkert, sem með vissu benti á
of mikla insulingjöf. Þegar
farið var að athuga mataræði
hennar, kom á daginn að hún
neytti daglega aðeins 80—90 gr.
af kolvetnum og var það að vísu
nokkru minna en læknir hennar
hafði til ætlazt. Konunni leið
ekki vel, og jók ég kolvetnin
næstu daga um 50—60 gr. og
gaf henni B. og C vitamin að
auki. Eftir nokkra daga fór að
bera á hypoglycæmia og varð
þá að draga úr insúlingjöfinni.
Var það hægt án þess að veru-
lega vottaði fyrir sykri i þvag-
inu. Mjög fannst konunni heils-
an batna við þessar aðgerðir og
má vera að vitaminin hafi átt
sinn þátt í því. Margir álíta
nauðsynlegt að gefa um 125 gr.
af kolvetnum til þess að hindra
ketosis, en ekki fannst aceton í
þvagi þessarar konu eina skipt-
ið, sem að því var leitað.
Talið er að um 60% sykur-
sýkissjúklinga þarfnist insúlins.
Láta mun nærri að helmingur