Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.1952, Qupperneq 15

Læknablaðið - 01.04.1952, Qupperneq 15
LÆKN ABLAÐIÐ 119 oft að breyta til, ef á daginn kemur að blóðsykur er veru- lega hækkaður og sykur í þvagi vissan tima sólarhringsins, en á öðrum tima er allt með felldu. Að sjálfsögðu þarf að gæta söniu varúðax-, ef notazt er við annað hægvirkt insúlin eða insúlin- blöndu. Oft má ætlast á um dreifingu kolvetnanna miðað við insúlin það, sem notað er. ZGI er heldur áhrifalítið fyrstu 2 klst. eftir að því er dælt i sjúklinginn en verkar mest eftir 6—10 stundir. Morgunverður skal því vera í rýrara lagi, en ríflegan skammt af kolvetnum þarf að gefa upp úr nóni. Aldrei verða áhrif vinnu og áreynslu nógsamlega brýnd fyrir sykui’- sjúku fólki. Það má heita segin saga, að sykursjúk húsmóðir fær insúlin-óþægindi dagana, sem hún þvær stórþvott, svo framarlega sem insúhn og fæði hefir verið miðað við minna starf, fái hún ekki aukabita til þess að vega þar á móti. Dagleg sveifla á kolvetnaþoli sjúklinga, getur stundum valdið erfiðleikum og heilabrotum. Það hefir komið á daginn að sykur- sjúkur maður, sem liggur í rúmi sínu og fær jafnan skammt af þrúgusykri á þriggja stunda fresti allan sólarhringinn (án insúlins) hefir að jafnaði hæsl- an blóðsykur og mestan sykur í þvagi snemma morguns og fram undir hádegi. — Stærð sveiflnanna og tímamörk eru nokkuð mismunandi í sjúkling- unum. Orsökin er ókunn, og mjög litið ber á sveiflum þess- um í heilbrigðu fólki. En hvernig skal þá haga eftir- liti með sykursjúku fólki. Eftir að mætaræði og insúlin hefir einu sinni verið hæfilega valið, er eftirlitið ol't auðvelt einkum með rosknu fólki, sem ekki þarfnast mikils insúlins. -— Sjúklingarnir þurfa þó að hafa hitann í haldinu og láta sér skiljast að það leiðir til ófarn- aðar, ef brugðið er út af settum reglum. Oft nægir, að mætt sé til athugunar 4—6 sinnum á ári liverju. Auk rannsókna á sykri í þvagi og blóði, er sjúklingur- inn veginn og kemur þá jal'nan i ljós, ef boðorðin hafa verið brotin og hvernig megi lagfæra misfellurnar. Það er líka sam- vizkusömum sjúklingi sann- gjörn umbun og örfun til þess að halda áfram á réttri braut, er læknirinn getur hrósað hon- um fyrir samvizkusemi og full- vissað um að engin hætta sé á ferðum. Greindur og athugull sjúklingur liefir jafnan einhver vandamál varðandi sjúkdóminn, sem ræða þarf og leysa úr eftir föngum. Er fyrst vel að verið, ef sjúklingur kveður lækni sinn fróðari, bjartsýnni og öruggari en áður var. I börnum, ungling- um og fólki með þungan diabet- es, getur veikin breyzt skyndi- lega og þarfnast þeir að sjólf- sögðu rækilegs eftirlits. Oft er

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.