Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.1952, Qupperneq 16

Læknablaðið - 01.04.1952, Qupperneq 16
120 LÆKN ABLAÐIÐ nauðynlegt að athuga þá viku- lega til að byrja með og þegar frá liður naumast sjaldnar en á 4ra vikna fresti. Það skal þegar tekið fram að rannsókn á fast- andi blóðsykri ein saman er vita gagnlaus og stundum villandi. Þó að blóðsykur sé nærri réttu lagi að morgni dags, áður en matar er ney tt, getur hann vei'ið upp úr öllu valdi mestan hluta sólarhringsins. Blóðsykur getur meira að segja stundum verið hækkaður að morgni dags, þó að of mikið sé gefið af insúl- ini. Mér er minnisstæð sextug kona með allþunga sykursýki, sem leitað hefir athvarfs lijá mér undanfarin ár. Bjó hún utanbæjar og kom venjulega til mín á 5 vikna fresti. Um miðjan apríl s.l. virtist allt með felldu, en 3 vikum seinna, símaði hún til mín og tjáði mér, að sykur- sýkin myndi vera að versna, því að sér væri farið að líða illa. Eg sagði henni að koma l'ast- andi næsta morgun og hafa með sér morgunþvag og þvag frá kvöldinu áður. Konan mætti á tilsettum tíma, en henni hafði láðst að hafa með sér kvöld- þvagið. 1 morgunþvaginu fund- ust um 3% af sykri auk lítils háttar acetons, og blóðsykur reyndist 272 mg%. Mér þótti þetta undarlegt, þar sem alll hafði verið í stakasta lagi mán- uðum saman, konan samvizku- söm og ekkert grunsamlegt á daga hennar drifið, nema nokkru meiri umsvif og á- reynsla vegna veikinda á heim- ilinu. Eg sagði henni að taka insúlin og borða eins og venju- lega og koma aftur 2 tímum eftir hádegisverð. Þá mældist lilóðsykur 67 mg. %. Ég minnk- aði því insulinskammtinn og viku seinna var kvöldþvag syk- urlaust, fastandi hlóðsykur 117 mg. % og hlóðsykur 2 tímum eftir hádegisverð 158 mg. %. Hypoglycæmia liefir vafalaust valdið vanlíðan hennar og lilóð- sykur hefir áreiðanlega fallið mjög nóttina áður en hún kom til mín. Með þeim ráðum, sem líkaminn hefir til þess að hækka blóðsykur, þegar svo stendur á (adrenalin o. fl.), hefir þetta tekizt, en þá er oft hætta á að skotið sé yfir markið og hlóð- sykur hækki að óþörfu. Meðan liypoglycæmia gætti, liefir liin vegar myndazt aceton í líkam- anum, líkt og á sér stað við hungur og kolvetnaskort. Er þetta ekki óalgengt fyrirhæri i sykursjúku fólki. Verður lækn- irinn að hafa það hugfast og má hann ekki láta eina blóðsykur- rannsókn villa sér sýn. Oftast má það heita ógerning- ur að fá til rannsóknar sólar- hringsþvag sjúklinga, sem eru á faralds fæti, þó að æskilegt væri oft að mæla nákvæmlega sykurmagnið. Verður því að láta sér nægja að rannsaka þvag, sem tekið er á ýmsum tímum sólarhrings. Sjúklingar,

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.