Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1952, Síða 22

Læknablaðið - 01.04.1952, Síða 22
126 LÆKNABLAÐIÐ um árangurinn. Ég nota nú ekki lengur sulfalyf við háls- bólgu, en reyni þau stöku sinn- um við adenitis colli ef anti- biotica duga lítið, og virðist stundum hafa séð árangur af þvi. Nokkru eftir að penicillinið kom til sögunnar, tóku að birt- ast greinar i læknaritum (eink- um ameriskum) um góðan á- rangur af penicillingjöf við t. ac. sérstaklega streptococc- tonsillitis. Siðan hefi ég litið markvert séð um þetta efni þar til fyrir rúmu ári, að birtur var árangur nokkurra lækna af til raunum, sem þeir gerðu með penic. gjöf við þennan sjúk- dóm, í Blegdamsspítalanum í K.höfn. Þeir gáfu 174 hálsbólgusjúkl. penic. og jafnmörgum venju- lega meðferð án penic. eða salicyl. Flokkarnir voru sam- bærilegir í öllu er máli skíptir. Hiti í öllum yfir 38° og flestir allmjög sjúkir. Penic. skammt- ar voru: handa fullorðnum 150 þús. ein. natr. penic. X2 á sól- arhring. Handa börnum 5—15 ára 120 þús.X2, 1—5 ára 90 þús. og yngri en 1 árs 60 þús. X2. Við komu i sjúkrahús voru ræktaðir sýklar frá hálsi allra sjúklinganna. Fundust hæmo- lyt. streptococcar í rúmlega V3, eða 36% af penicillinflokkn- um, áður en meðferð hófst, og næstum jafnmörgum i saman- burðarflokknum eða 31%. Sjúklingarnir i penic. flokkn- um urðu fvrr hitalausir én í hinum flokknum. Eftir 2 sólar- hringa var lilutfallið milli flokkanna 61% móti 43%. Við nánari athugun kom í Ijós að af þeim sjúkl., sem ekki höfðu hæmolyt. streptoc. í hálsi, urðu álíka margir hita- lausir eftir 2 daga í báðum flokkum, en af þeim, sem þess- ir sýklar fundust i, urðu nær tvöfalt fleiri hitalausir á sama tíma í penicillinflokknum, og virðist því sem áhrif penic. á tonsillitis ac. séu bundin við þessa sýkla. 1 penic. flokknum fékk að- eins einn sjúkl. abscessus peri- tonsillaris, en 9 í samanburð- arflokknum. I fyrrnefnda flokknum voru 17%rúmfastir lengur en 8 daga, en 37% í þeim síðarnefnda. 14% fengu hálsbólgu á ný innan eins mánaðar í báðum flokkum. Áhrif penicillins á tonsillitis phlegmonosa (132 sjúkl.) voru einnig greinileg. í penic.flokkn- um varð helmingur sjúkl. hita- laus eftir 2 daga, en aðeins þriðjungur í samanburðar- flokknum. í fyrrnefnda flokkn- um hvarf bólgan í 47% án að- gerðar, aðeins í 23% eða hálfu færi'i í síðarnefnda flokknum. Ekki virtist penic. hafa nein

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.