Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1952, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 01.04.1952, Blaðsíða 25
L Æ K N A B L A Ð I Ð 129 graftarkenndri vilsu út úr tons- illurn. Að þessi einkenni eru vafasöni sönnun sést bezt á því, að talið er að ná megi þessum töppum og vilsu út úr 80 - 90% allra hálskirtla, og finna þar flesta venjulega staphvlo- og streptococca. Roði á gómbogum og stækk- aðir eitlar undir kjálkabörð- um geta e. t. v. stutt sjúkdóms- greininguna nokkuð. Það er haft eftir hinum fræga hálslækni Hajek í Vín, að ör- uggasta sönnunin fyrir t. cPr. væri síendurteknar hálsbólg- ur. Sjúkdómsgreiningin t. chr. byggist því nær eingöngu á sjúkrasögunni, og þá fyrst og fremst á endurteknum háls- bólgum eða ígerðum við báls- kirtla. Meðferð á tonsillitis chronica er nær eingöngu tonsillectomia. Stundum er þó reynt að bæta ástand hálskirtlanna og koma í veg fyrir nýjar hálsbólgur með því að þrýsta eða sjúga út úr tonsillum öðru hvoru, einkum ef í hlut eiga gamal- menni eða fólk, sem ekki treystir sér í aðgerð. Mér hefir virzt árangurinn iieldur lílill og þessi meðferð ekki geta komið í veg fyrir hálsbólgu, þó getur hún stundum dregið ar óbragði í munni og andremmu. Hvenær er þá ástæða (iridi- cation) til að taka burtu háls- kirtlana? F}rrst og frernst þegar sjúkl- ingur hefir baft tíðar hálsbólg- ur. Um það virðast flestir vera sanmrála. En hvað eru þá tíð- ar hálsbólgur? Um það eru skoðanir skiptar. Telja sunrir eina eða tvær hálsbólgur á ári eðlilegan hlut. Aðrir ekki. En nokkuð ber að aðgæta hve svæsnar þessar hálsbólgur eru. Fái sjúklingur fremur létta bálsbólgu með eins, tveggja eða þriggja mánaða millibili árum saman eða eina, tvær eða þrjár svæsnar árlega, sem hann er e. t. v. lengi að ná sér eftir, virðist mér gild ástæða til tonsillectomi (t. ect.), og fái hann enn fleiri slæmar háls- bólgur árlega ]iarf engin heila- brot til að ákveða aðgerð. Aftur á móti getur ákvörðun um aðgerð verið mjög erfið, þegar um óljós einkenni er að ræða, t. d. eymsli í hálsi, ó- bragð í munni, auma eitla ut- an á hálsi, langvinnan almenn- an slappleika og þreytu. 1 slík- um tilfellum þarf að sjálfsögðu að rannsaka sjúklinginn ræki- lega og reyna að ganga úr skugga um hvort hin almennu einkenni kunni ekki að stafa af öðrum sjúkdómi en tonsill- itis. Beri rannsóknin engan á- rangur er oft álitið að um t. chr. sé að ræða, og hái þessi ein- kenni sjúklingnum mjög, er stundum gripið til t. ect. sem örþrifaráðs, þegar aðrar lækn- ingatilraunir hafa revnzt á-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.