Læknablaðið - 01.04.1952, Page 29
LÆKNABLAÐIÐ
133
síðari árum. Hún er fram-
kvæmd í augnablikssvæfingu á
eftirfarandi hátt. Með vísifingri
á fremri gómboga er tonsill-
unni þrýst inn í hringmyndað
gat í Sluders-áhaldi. Síðan er
bitlausum hringhníf skotið fvr-
ir gatið og klemmt fast að kirt-
ilrótunum. Með snöggu átaki
er kirtillinn svo rifinn út. Með
nokkurri æfingu tekst að ná
tonsillunum burtu í heilu lagi
á þennan hátt, jafnvel úr ungl-
ingum eða fullorðnum, ef þær
eru ekki of fastgrónar (adhær-
ent) við umhverfið. Annars
tíðkast talsvert, einkum í
enskumælandi löndum, að
framkvæma t. ect. chir. á full-
orðnum í svæfingu, liggjandi
með höfuðið hangandi aftur á
bak. Mér skilst þó að þessi að-
ferð sé nú óðum að vikja fyrir
t. ect. i deyfingu, á sjúklingi
sitjandi eða hálfliggjandi.
Það var algengt áður, að tek-
inn var aðeins annar hálskirt-
illinn, sá, sem venjulega bólgn-
aði. En reynslan kenndi mönn-
um að það var gagnslítið, þvi
þá byrjuðu bara bólgur í hin-
um, sem eftir var, og nú er
þetta víst sjaldan gert.
Kontraindication fyrir t. ect.
er fyrst og fremst hæmophilia,
en auk þess mikið blóðleysi,
hár blóðþrýstingur og lélegt al-
mennt ástand sjúklings.
Töluvert hefir verið um það
deilt, hvort rétt sé að taka háls-
kirtla úr berklasjúklingum.
Sumir telja að það geti haft góð
áhrif á gang sjúkdómsins, en
aðrir að það kunni að ýfa hann
upp (aktivera). Sjálfsagt fer
þetta mikið eftir því á hvaða
stigi sjúkdómurinn er. Ég hefi
nokkrum sinnum gert t. ect. á
berklasjúklingum, sumum með
smit, og hefir það alltaf farið
vel.
Siðustu árin hefir nokkuð
verið rætt og ritað um það, að
varhugavert sé að framkvæma
aðgerðir i hálsi og nefkoki þeg-
ar poliomyelitis er á ferðinni.
Þessi kenning var upprunalega
hyggð á einstökum lömunar-
veikistilfellum, sem konm fyr-
ir i fólki, sem slikar aðgerðir
höfðu nýlega verið gerðar á.
Nú hafa verið gerðar nokkrar
skipulagðar athuganir á fjölda
manna til þess að reyna að
komast að raun um hvað hæft
er í þessu. Árið 1947 birtist
skýrsla um athuganir á ibúum
San Francisco og nágrennis
(2,5 millj.) er mikill mænu-
veikisfaraldur hafði gevsað
þar (árið 1943). Niðurstöður
athugananna voru, að álika
margir af þúsundi tóku veik-
ina af þeim, sem háls- eða nef-
kokskirtlar höfðu nýlega verið
teknir úr (fvrir 2 mánuðum
eða minna) og annarra íhúa
þar. í fyrra var birtur árang-
ur af athugunum, sem gerðar
voru 1949 í Los Angeles og
héruðunum þar í grennd, á
hugsanlegu sambandi milli