Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1952, Síða 30

Læknablaðið - 01.04.1952, Síða 30
134 LÆKNABLAÐIÐ fyrrnefndra aðgerða og polio- myelitis, einkum lmlbarpara- lysis. Árangurinn var svipað- ur og af athugunum í San Fransisco. Bulbarparalysis var heldur ekki algengari í þeim sem þessar aðgerðir höfðu ný- lega verið gerðar á en öðrum. Ályktun í niðurlagi greinar- gerðarinnar var á þá leið, að ekki virtist ástæða til að hætta háls- eða nefkokskirtlatökum þann tíma ársins, sem rnænu- sótt gerði lielzt vart við sig. Þessar athuganir og aðrar svipaðar sanna að vísu ekkert, en benda þó til þess, að hættan á lömun geti varla verið mikið aukin við þessar aðgerðir. Á hinn bóginn er poliomyelitis svo hræðilegur sjúkdómur, að sjálfsagt er að gæta allrar var- úðar, og þetta mál er ekki lil lykta leitt ennþá. Það er algeng trú meðal lærðra og leikra, að hálskirtl- arnir hafi mikilvægt verk að vinna í mannslikamanum og megi þvi ekki hverfa algjör- lega. Þess vegna var það venja að skilja dálítið eftir af öðrum hálskirtli við t. ect. Menn hafa leitað af kappi áratugum eða jafnvel öldum saman að einhverju starfi þess- ara líffæra án nokkurrar áreið- anlegrar niðurstöðu. Sumir hafa álitið að tonsillurnar tækju þátt í hlóðmynduninni eða framleiddu ferment t. d. diastase, aðrir töldu að þar færi fram hormónmyndun, sem hefði þýðingu fyrir vöxt lík- amans. 'Ýmsir hafa gert athug- anir á miklum fjölda barna, lengri eða skemmri tíma eftir adeno-tonsillectomi og jafn- mörgum öðrum, sem þessi að- gerð hafði ekki verið fram- kvæmd á, og reynt a5 finna einhvern mun á líkamsvexti eða öðru. Niðurstöðurnar hafa verið svo margvíslegar, að sitt hefir hverjum sýnzt, eftir ósk- um og skoðunum hvers og eins, að því er virðist. Ég held að þetta sé og verði trúaratriði hjá mönnum, meðan ekkert er sannað i málinu. Ég leyfi mér að segja eins og Guðmundur prófessor Hannesson sagði oft við okkur lærisveina sína: „reynslan er ólýgnust, piltar mínir.“ Hin stórkostlega og oft snögga breyting til batnaðar, sem venjulega verður á born- um eftir adeno—t. ect. talar sínu skýra máli. Gustav Hofer prófessor, sem manna mest hefir rannsakað hvort tonsillectomi geti haft skaðlegar afleiðingar, segir í niðurlagi ritgerðar um þetta efni árið 1947: „Rannsólcnir þær, sem gerðar hafa verið fram á þennan dag á starfsemi hálskirtlanna, hafa ekki sýnt fram á neitt það, er mælt geti á möti tonsillectomi sem skað- legri, þegar hennar er þörf. Þvert á móti hlýtur skoðun vor að vera sú, að reynslan skeri

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.