Læknablaðið - 01.04.1952, Síða 36
140
LÆKNABLAÐIÐ
í embættisferð til Húsavíkur
hitt svo á, að héraðslæknir hef-
ir verið fjarverandi. Mun það
hafa verið í þriðju ferðinni, er
sú fregn mætti mér á liafnar-
bryggjunni, og er mér sérstak-
lega minnisstætt fyrir það, að
í stað þess að eiga þess kost að
gera héraðslækni fyrirhugaða
heimsókn, varð það hlutskipti
mitt að gegna sjúkravitjun í
forföllum hans. Hins vegar hefi
ég jafnan litið svo á þessar
kynningarferðir minar um
landið, að það væri engan veg-
inn héraðslæknar einir, sem ég
gæti átt erindi við.
Ekki vil ég ljúka þessari at-
hugasemd án þess að þakka
Birni Jósefssyni, að svo miklu
leyti sem rétt er eftir lionum
haft í umræddri aðalfundnr-
gerð, hófsamleg ummæli lians
um afstöðu mína sem land-
læknis lil héraðslækna, er hann
lætur sér nægja að kalla mig
hrísvönd á stéttina. Vegna ó-
tvíræðrar, en mér ekki ætíð að
sama skapi geðfelldrar em-
bættisskyldu liefi ég ósjaldan
orðið að eiga þau viðskipti við
héraðslækna sem aðra lækna,
að sjálfum mér liefir fundizt
viðeigandi að titla mig í því
sambandi miklu grinnnúðugra
heiti og nefna mig „kóngsins
böðul“. En það er mér eftir at-
vikum engan veginn óhagstæð-
ur vitnisburður um sæmilega
mildilega framkvæmd böðuls-
starfanna, að ég skuli þrátt fyr-
ir allt fremur minna á lnísið
en hríshaldarann.
3. Gjaldskrármál.
í ungdæmi minu var sú kenn-
ing uppi á Austfjörðum -—
ekki veit ég, hve traustum
læknisfræðilegum rökum hún
verður studd — að einn hinn
mesti háski væri að færa sig í
aukana til að lyfta miklum
þunga, gerandi ráð fyrir, að
ýtrustu orku þurfi við, og grípa
svo í stað þungans í fis eitt.
Kenningunni til staðfestingar
var sú saga sögð um kraftajöt-
un einn, að hann væri ráðinn
til þess á verzlunarstað, er vor-
skip var komið að landi, að
lyfta brennivínstunnum mörg-
um á háa stokka. Gekk liann
vel fram, og undruðust menn
og dáðu tilþrif hans. En svo
vildi til, að ein tunnan -— mikið
ilát — var óvart tóm, og er
beeserkurinn þrífur til hennar
og ætlar nú ekki að leifa af
kröftunum, fellur hann yfir sig
aftur — og er þegar dauður.
Umræður um gjaldskrármál
lækna á síðasta aðalfundi
Læknafélags íslands (sbr. áð-
ur ívitnaða aðalfundargerð)
minna óneitanlega á undirbún-
ing kraftamanna undir mikil
átök. Ræðir hér um „mikið
starf“, jafnvel „örþrifaráð" og
„ýtrustu nejrð“, ennfremur
„verkfall" og loks það, „að t. d.
héraðslæknar myndu jafnvel
ganga svo langt að segja af sér