Læknablaðið - 01.04.1952, Qupperneq 39
L Æ K N A B L A Ð I Ð
143
fylgja anæmia perniciosa og er bet-
ur fært um að lækna þær en lifrar-
lyf. Ekki er fyllilega ákveðið ennþá,
hve mikið þarf að gefa af lyfinu.
Áhrif á blóðmyndina hafa sézt eftir
5 microgrömm, en 20—00 micro-
grömm hefir þurft til þess að fá full-
komna verkun. Nokkrir sjúklingar
liafa fengið 10 microgrömm 14. hvern
dag sem viðhaldsskammt með góð-
um árangri. Lengsti atliugunartími
var 9 mánuðir.
Brit. med. journ., jan. 1951,
bls. 151—165. — (Ó. Þ. Þ.).
Eitrun af antihistaminica.
Antihistaminica liafa verið notuð
mikið á undanförnum árum og eru
talin hættulitjl. Alvarlegar eitranir
eru mjög fátíðar af venjulegum
skömmtum. í J. A. M. A. 3. febr. 1951
er þó skýrt frá, að 11 manns hafi
dáið af þessum lyfjum, 8 þeirra voru
börn innan tveggja ára aldurs (tvö
tilfellin ekki birt áður). Oftast var
um að ræða óeðlilega mikið lyfjaát
af vangá. Mikil hætta er á ferðum,
ef eitrun er komin á svo hátt stig,
að börnin fái krampa. Kirnikorna-
hrap (agranulocytosis) keniur fyrir.
Ó. G.
Reynslan af vagotomiu.
Jafnvel að fenginni nokkurra ára
reynslu er erfitt að gera sér fulla
grein fyrir árangri nýrra aðgerða
við sjúkdómi eins og ulcus peptic-
um. Gastroenterostomian liafði ver-
ið notuð lengi og víða áður en menn
urðu nokkurn veginn á eitt sáttir að
leggja hana á liilluna. Þegar farið var
að vagotomera sjúklinga með maga-
og skeifugarnarsár fyrir rúmum
átta árum, voru skoðanir að vonum
skiptar og spádómarnir margvísleg-
ir um ágæti þessarar nýju aðgerðar.
Sannleikurinn er sá, að þær eru engu
síður skiptar nú og enn stendur
maður gegn manni, fullyrðing gegn
fullyrðingu. Svo virðist sem liða
þurfi allmörg ár þar til endanlega
fáist úr því skorið, hvort vagotomian
á rétt á sér.
Upphafsmaður og postuli þessar-
ar aðgerðar, Lester Dragstedt, skrif-
ar nú í ár, í febrúarhefti tímaritsins
„The Surgical Clinics of North Am-
erica“ um reynslu sína af aðgerð-
inni og viðhorf til hennar. Hann er
enn jafnsannfærður og áður um á-
gæti hennar, en tekur ýmislegt fram
um indicationir o. fl., sem reynslan
hafi kennt sér. Hér skal drepið á
nokkur atriði:
1. Vagotomiu á að gera við skeifu-
garnarsár, en ekki sár í maga.
Þar á að gera resection vegna
hættunnar á maligniteti,
2. Gastroenterostomiu skal ávallt
gera með vagotomiunni, þvi að
annars má búast við retention
í sumum sjúklinganna.
3. Vagotomia er bezta lækningin á
stoma-ulcus eftir resection.
Þrátt fyrir mikla bjartsýni Drag-
stedts og hans fylgifiska, virðist
meiri hluti magalæknanna lialda
tryggð við resectionina, og nefnd
amerískra meltingarsérfræðinga, er
nýlega var sett á laggirnar til þess að
rannsaka árangur magaaðgerða, hef-
ir komizt að þeirri niðurstöðu, að
reseclion gefi miklu betri raun en
vagotomian.
Þ. G.
Æðalí'untiur h.B.
Stjórn L. í. hefir beðið
Læknablaðið að minna á aðal-
fundinn, sem verður haldinn í
Reykjavik dagana 12.—14.
júní, svo sem áður hefir verið
tilkynnt bréflega.