Bændablaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. maí 20138 Fréttir Snjóalög í Ólafsfirði talin svipuð og snjóaveturinn 1995: Bóndinn á Þóroddsstöðum í vandræðum með að setja út lambfé vegna snjóa Á bænum Þóroddsstöðum í Ólafs- firði eru um 80 fjár á húsum og sauð burður hafinn fyrir nokkru. Hjalti Berg steinn Bjarka son, bóndi á Þórodds stöðum, sagði í samtali við Bænda blaðið á mánudag í síðustu viku að þar stefndi í vand ræði ef ekki færi að hlýna verulega þannig að hægt yrði að koma lamb fénu út úr húsi. Þóroddsstaðir eru um sex kílómetra innan byggðina í Ólafsfirði. Hjalti, sem er fæddur og uppalinn austur í Breiðdal, flutti þaðan til Siglufjarðar haustið 2009 þar sem hann kynntist konu sinni. Í framhaldinu réðust þau í að kaupa jörðina ásamt tengdaföður Hjalta og hófu þar búrekstur í fyrra, en jörðin hafði þá ekki verið á ábúð um tíma. Nú eru þau með 30 hross og 80 kindur sem Hjalti keypti frá Siglufirði og úr Fljótum. Af kindunum eru um 40 gimbrar. Af þeim voru 7 geldar og tvær tvílembdar, segir Hjalti. „Svo er ég með 35 rollur og þegar ég lét sónarskoða var 31 tvílembd, tvær þrílembdar og ein einlemd. Ég mun fljótt lenda í vandræðum ef ég kem fénu ekki út en maður vonar það besta.“ Svipað og snjóaveturinn 1995 „Ætli það hafi ekki sjatnað snjórinn um 20 til 30 sentímetra á einni og hálfri viku. Nú er norðanátt og rigning og hitastigið rétt um tvær gráður. Það vantar meiri hita til að snjó- inn rífi upp. Ég hef verið að tala við karlana hér í Ólafsfirði og þeir segja mér að þetta sé nánast eins og snjóaveturinn 1995. Í fyrravor var allt orðið autt hér í mars.“ Óskir Hjalta voru þó ekki snarlega að rætast þar sem kalt var fram eftir síðustu viku. Það var því ekki að sjá að hann kæmi fénu út í hólf við bæinn. Með lambféð í hlöðu og gömlu fjósi „Það er byrjað að bera á fullu og ég er með lambféð hér inni í hlöðu og að hluta í gömlu fjósi. Ég hef verið að reyna að fá bæjarfélagið til að hjálpa mér við að moka upp hólfið. Hæstu skaflarnir í hólfinu eru um tveir og hálfur til þrír metrar. Ef ég fæ ekki aðstoð er maður ekki í góðum málum til að geta sett fé út til að létta á öllu í húsunum hjá mér. Þurfi ég að að moka þetta sjálfur tekur það mig fjóra sólarhringa.“ Hjalti segist hafa verið vel birgur af heyjum í haust. Hann hafi þó ekki haft við að hækka girðingar eftir því sem snjóaði til að halda hrossum frá heyrúllunum. Þau hafi því sloppið heim að bæ nokkrum sinnum og gert gat á einar 40 heyrúllur. „Vegna þessa þurfti ég að fara um daginn til að kaupa hey í Skagafirði. Þar fékk ég 24 stórbagga sem kost- uðu 9.000 krónur stykkið fyrir utan virðisaukaskatt. Þá á eftir að reikna út kostnað við að koma heyinu heim.“ Býst ekki við kali Hjalti hefur leitað ráða hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) vegna ástandsins. Hann telur samt að þótt mikill snjór sé enn yfir öllu sleppi túnin að mestu við kal. „Það sem bjargar okkur er að það snjóaði snemma þannig að það var kominn mikill snjór á túnin áður en það fór að frysta að ráði. Það eru því um 60 sentímetrar upp í klakann, sem er um 7-8 sentímetra þykkur. Snjóalögin yfir túnunum hjá mér eru um 120 og upp í 150 sentímetra,“ segir Hjalti en nefnir þó að mun minni snjór sé við austanverðan fjörðinn. /HKr. Skógfræði og landgræðsla við LbhÍ á Hvanneyri: Þriggja ára nám til BS-prófs Skógfræði og landgræðsla er þriggja ára 80 eininga BS-nám við Landbúnaðarháskóla Íslands. Á brautinni er fléttað saman náms- greinum á sviði náttúruvísinda, skógfræði, landgræðslu, tækni- fræði, stjórnunar og hagfræði og einnig er farið inn á svið landupp- lýsinga og landslagsfræða. Lögð er áhersla á að veita nemendum traustan vísindalegan grunn og um leið að búa þá sem best undir störf sem fræðimenn, stjórnendur eða sjálfstæðir atvinnurekendur. Ekki er boðið upp á hliðstæða samsetningu náms við aðra íslenska háskóla. Boðið er upp á tvær námslínur, skógfræði og landgræðslufræði, sem eru nánast eins fyrstu tvö árin en aðgreinast síðan á lokaári námsins. Annars vegar er um að ræða nám með áherslu á sjálfbæra skógrækt og hins vegar á endurheimt vistkerfa á illa förnu landi, jarðvegs- og gróðurvernd og aðra landgræðslu. Skógfræði Námslína í skógfræði er með áherslu á skóginn, bæði sem endurnýjanlega hráefnisauðlind á Íslandi og sem vistkerfi sem veitir margvíslega vistþjónustu. Ræktunartækni skóg- ræktar, sjálfbær nýting og umhirða skóglenda, aðlögun að landslagi, vönduð áætlanagerð og skipulag framkvæmda sem og nýsköpun eru áherslur línunnar. Landgræðsla Í námslínu í landgræðslu er áhersla lögð á fræðilegan grunn og hagnýta þekkingu á sviði vistheimtar og sjálf- bærrar landnýtingar, sem miðar að verndun og endurheimt gróðurs- og jarðvegsauðlinda. Hnignun land- kosta og jarðvegseyðing hafa haft víðtæk áhrif á umhverfisgæði, bæði á Íslandi og alþjóðlega. Atvinna í skógrækt og landgræðslu Umsvif skógræktar og landgræðslu eru að aukast og færast út til land- eigenda og þar með að verða mála- flokkur sem kemur í æ ríkari mæli til kasta sveitarfélaga, ýmissa opinberra stofnana og einkaaðila. Á síðustu árum hefur þörf fyrir fólk með trausta fagþekkingu á þessu sviði stóraukist. Einnig eru að verða til lítil verktakafyrirtæki víða um land sem sérhæfa sig á þessu sviði og selja þjónustu sína til bænda, sveitar- félaga og annarra landeigenda. Þetta er þverfaglegt nám sem nýtist einkar vel til starfa hjá hinu opinbera eða til sjálfstæðrar atvinnustarfsemi innan græna geirans. Einnig opnast möguleikar á störfum erlendis sem varða skógfræði og landgræðslu, t.d. í sambandi við þróunar verkefni í þriðja heiminum, en skógar- og jarðvegseyðing er oftar en ekki undirrót vandamála sem leysa þarf þar. Ennfremur opnast margvísleg önnur atvinnutækifæri, t.d. í kennslu, landbúnaði, blaðamennsku og stjórn- sýslu. Að sjálfsögðu verða nemendur þar í samkeppni við fólk með aðra menntun, en munu þá njóta óvenju þverfaglegs undirbúnings síns við að takast á við fjölbreytt viðfangsefni. Nánari upplýsingar gefur Bjarni Diðrik Sigurðsson prófessor í símum 433 5212 / 843 5342 bjarni@lbhi.is Myndir / Hjalti Bergsteinn Bjarkason Forystufé er eitt af því einstaka sem við Íslendingar eigum, en forystu kindur finnast hvergi annars staðar í heiminum. Um hæfi leika þeirra eru til margar sögur sem sumar hverjar hafa verið skráðar, en aðrar lifa manna á meðal. Þann 10. september 2012 skall á aftakaveður á Norður- og Norðausturlandi með skelfilegum afleiðingum fyrir bændur og búfénað á svæðinu. Talið er að um 10 þúsund fjár hafi orðið úti. Ætla má að einhverjar kindur, jafnvel heilu hóparnir, hafi bjargast fyrir vit og dugnað forystufjár. Til að minnast þessa og varð veita sögur af forystufé efnir verkefnis- stjórn söfnunarinnar „Gengið til fjár“ til ritgerðasamkeppni í samvinnu við Bændablaðið og Landssamtök sauðfjárbænda. Skila má inn stuttum ritgerðum, sögum eða öðrum texta, að hámarki 1.000 orð að lengd. Þema keppninnar er forystufé og einstakir hæfileikar þess. Túlkun á viðfangsefninu er að öðru leyti í höndum þátttakenda. Dómnefnd mun meta innsenda texta og veitt verða þrenn verðlaun. 1. 100.000 kr. í peningum, haustlamb af forystukyni og gisting og máltíð fyrir tvo frá Ferðaþjónustu bænda. 2. Gisting og máltíð fyrir tvo á Hótel Sögu. 3. Gisting og máltíð fyrir tvo á Hótel Geysi í Haukadal. Verðlaunaafhending fer fram fyrsta vetrardag, laugardaginn 26. október 2013. Textum skal skilað á eftirfarandi: Landssamtök sauðfjárbænda (merkt „Forystufé“) Bændahöllinni við Hagatorg 107 Reykjavík Skila skal fyrir 1. október 2013. Merkja ber hvern texta með dulnefni, en nafn, heimilisfang og símanúmer skal jafnframt fylgja í lokuðu umslagi auðkenndu dulnefninu. Öllum er heimil þátttaka. Áskilinn er réttur til að birta þau framlög sem hljóta verðlaun í Bændablaðinu. Ritgerðasamkeppni um forystufé

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.