Bændablaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 39

Bændablaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 23. maí 2013 Við stofnun Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins ehf. (RML) um síðustu áramót varð sú breyting að skráning á öllum skýrsluhalds- gögnum fluttist frá Bænda- samtökunum til RML. Í kjölfar þessa hefur verið ákveðið að gera nokkrar breytingar á vinnu- ferlum varðandi skrán ingar fjár- bóka og úrvinnslu kynbótamats. Markmið þessara breytinga er að bændur hafi möguleika á að fá kynbótamat gripa uppfært samkvæmt nýjustu gögnum hratt og örugglega svo það nýtist sem best í ræktunarstarfinu og búrekstrinum. Nú í kjölfar skila á vorbókum er um að ræða uppfærslu á kynbótamati fyrir frjósemi á grundvelli burðarupplýsinga nýliðins vors í tæka tíð fyrir líflambaval haustsins. Einnig verða nokkrar breytingar á gjaldskrá vegna skráninga á fjárbókum þar sem gjaldskrá RML miðar við að gjaldtaka vegna út seldrar þjónustu sé samkvæmt tímagjaldi og verður þá innheimt fyrir þann vinnutíma sem fer í að skrá hverja bók fyrir sig í stað fastagjalds. Vekjum við athygli á því að þetta getur þýtt breytingar á verði á skráningu bóka frá því sem áður var og hvetjum við bændur til að kynna sér það. Gjaldskrá RML er aðgengileg inni á heimasíðunni www.rml.is og hægt er að fá nánari upplýsingar um þessar breytingar með því að hringja í 516-5000. Meginbreytingin er fyrir þá skýrsluhaldara sem enn skila bók inn til skráningar. Þeir geta nú skilað bókum inn á næstu starfsstöð RML, þaðan sem henni verður miðlað áfram til skráningar innan fyrirtækisins. Allir þeir sem skiluð haustbók til skráningar síðasta haust fengu sendar leiðbeiningar með um útfyllingu þeirra. Þessar leiðbeiningar eru einnig aðgengilegar á heimasíðu RML, www.rml.is. Vandlega útfyllt vorbók flýtir mjög fyrir allri skráningar vinnu og eru menn hvattir til að fylgja þessu leiðbeiningum við útfyllingu bóka núna í vor. 25% afsláttur fyrir tímanleg skil vorbóka Til að hvetja til tímanlegra skila og til að dreifa álag í skráningu verður veittur 25% afsláttur af skráningu vorbóka sem komnar eru inn til RML fyrir 30. júní næstkomandi. Jafnframt verður tryggt að búið verður að skrá þær bækur inn þegar kynbótamat fyrir frjósemi verður uppfært miðað við gögn frá vorinu 2013 í ágúst. Það er því tryggt að þeir sem skila bókum snemma fá haustbækur með uppfærðu kynbótamati sem byggir á nýjustu vorgögnum. Næsta keyrsla kynbótamats í frjósemi verður síðan ekki fyrr en í lok nóvember um leið og kynbótamat fyrir aðra eiginleika verður keyrt. Í meðfylgjandi töflu má sjá helstu dagsetningar varðandi skil fjárbóka. Vert er að árétta að þessar dagsetningar eru eingöngu viðmið vegna úrvinnslu kynbótamats og prentunar haustbóka en hafa ekkert með þátttöku í gæðastýringu að gera. Um 80% sauðfjárbænda skila rafrænum gögnum Nærri 80% sauðfjárbænda skila sínum upplýsingum inn rafrænt, hjá þeim verður engin breyting á skráningum gagna önnur en sú að þeir eru hvattir til að skila gögnum inn tímanlega svo að uppfært kynbótamat fyrir frjósemi komi í haustbók. Viðmiðunardagsetning fyrir skýrsluhaldara í vefskilum í gegnum fjarvis.is er 1. ágúst og hafi menn skilað fyrir þann tíma er tryggt að haustbók innihaldi kynbótamat sem byggir á nýjustu vorgögnum. Miðað verður við að engin haust- bók verði send út fyrr búið er að uppfæra kynbótamatið um miðjan ágúst. Ef einhver þarf á haustbók að halda fyrir þann tíma er hægt að óska eftir því sérstaklega en hún verður þá ekki með uppfærðu kynbótamati fyrir frjósemi. Allar nánari upplýsingar um skráningar fjárbóka hjá RML veitir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, ráðunautur í sauðfjárrækt. Netfang hans er eyjolfur@rml.is, sími 516- 5013 og 862-0384. Við minnum á að með því að kaupa aðgang að fjarvis.is geta skýrsluhaldarar sjálfir skráð inn öll sín skýrsluhaldsgögn og fá jafn- framt aðgang að öllum uppgjörum og skýrslum búsins. Hægt er að fá allar upplýsingar um aðgang og notkun á fjarvis.is með því að hafa samband við RML. Skráning vorbóka í sauðfjárrækt og uppfærsla kynbótamats: Breytingar gerðar á vinnuferlum Uppskriftir á gottimatinn.is H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA gómsætar grillpizzur Galdurinn við að grilla pizzu er að ná upp nógu miklum hita í grillið að osturinn bráðni. Það getur verið gott að baka pizzuna yfir óbeinum hita og að sjálfsögðu nota ost sem bráðnar hratt eins og Gott í matinn pizzaostinn. Rjómaostur og fetaostur gera grillpizzurnar algjörlega ómótstæðilegar.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.