Bændablaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 47

Bændablaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 23. maí 2013 2 6 5 7 1 3 4 8 1 6 9 8 3 6 2 3 4 9 1 8 6 5 6 7 3 1 7 6 9 3 9 7 5 2 4 3 5 1 2 7 3 5 6 3 7 8 5 7 3 8 6 3 4 9 4 8 6 5 2 9 6 2 1 8 3 2 1 5 24 1 Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www. sudoku2.com og þar er einnig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki. Jens Kristofer Buck Jensson er 11 ára gamall nemandi í Hlíðarskóla á Akureyri. Honum finnst skemmti- legast að smíða í skólanum en þess fyrir utan æfir hann bogfimi. Nafn: Jens Kristofer Buck Jensson. Aldur: 11 ára. Stjörnumerki: Vatnsberi. Búseta: Akureyri. Skóli: Hlíðarskóli. skólanum? Smíða. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundur. Ég á á eina sem heitir Ronja. Uppáhaldsmatur: Pítsa. Uppáhaldshljómsveit: Ásgeir Trausti. Uppáhaldskvikmynd: Expendables 2. Fyrsta minningin þín? Þegar ég svaf með pabba mínum þegar ég var lítill. hljóðfæri? Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Leika mér. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Stokkið ofan af þaki. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Teikna. vetur? Já, bara leika mér. /ehg Þæfðir inniskór PRJÓNAHORNIÐ Nú fer fólk að fara meira í sumarbústaðina og keyra í húsbílunum þegar vorið er farið að sýna sig. Þá er gott að eiga hlýja mjúka inniskó á alla fjölskylduna. Íslenski lopinn er tilvalinn í svona skó þar sem hann þæfist svo auðveldlega. Ekkert er heldur á móti því að nota alla afgangana í prjónakörfunni og hafa þá röndótta. Stærð: 26-44 Efni: Tvöfaldur plötulopi nr. 1027, 2 plötur. Smávegis af öðrum lit til að hekla kant. Prjónar nr. 6 - 7 Prjónað slétt fram og tilbaka. Skór: Byrjað við tána og prjónað fram og tilbaka slétt- prjón, endað á hæl. Fitjið upp 10-11-13-14-15-17 l á prjóna nr. 6 eða 7 látið ca 50 cm langan enda standa út af til að sauma skóinn saman. Merkið við 4-4-4-5-5-5 l og 7-8-10-10-11-13 l en þar fer fram útaukning sitt hvoru megin við merkin í öðrum hverjum prjóni 6 sinnum þar til 34-35-37-39-41 l eru á prjóninum. Prjónið þá áfram þar til skórinn mælist 13-13- 14-16-18-20 cm Prjónið nú í næstu umferð þannig 8-8-8-10-10- 10- l garðaprjón 18-19-21-18-19-21 l sléttprjón 8-8-8-10-10-10 l garðaprjón. Prjónið þannig þar til skórinn mælist 31-33-36- 40-44-49 cm. Fellið þá af. Frágangur. Dragið þráðinn gegnum lykkjurnar á tánni og saumið skóinn saman frá tá að garðaprjóninu. Leggið hann tvöfaldan saman í hælinn og saumið saman. Heklið kant kringum opið. Þæfing: Setjið skóna í þvottavélina ásamt gallabuxum eða öðru taui sem ekki er hætta á að láti lit eða taki í sig lit með ensímlausu og klórlausu þvottaefni. Þvoið á 40 gráðu kerfi með þeytivindu. Gott er að strekkja skóna utan um skó til að móta þá þar til þeir þorna. Best er svo síðar að handþvo þá eða þvo á ullarkerfi til að þeir minnki ekki meira. Kveðja, Inga Þyri Kjartansdóttir. FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Ætlar að leika sér í sumar 1 6 Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 6. júní

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.