Bændablaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. maí 2013 Árið 1994 fluttu Bergur M. Jónsson og Birna K. Baldursdóttir af mölinni og keyptu Eskiholt II í Borgarhreppi og stunduðu þar hefðbundinn búskap með kýr og kindur fram yfir síðustu aldamót. Í dag vinnur Bergur við pípulagnir og Birna starfar við Landbúnaðarháskóla Íslands. Býli? Eskiholt II. Staðsett í sveit? Borgarbyggð. Ábúendur? Bergur M. Jónsson og Birna K. Baldursdóttir. Stærð jarðar? Um 400 ha. Gerð bús? Gæðingaframleiðsla, kjötframleiðsla, sumarbústaða- lóðir, pípulagnir o.fl. Fjöldi búfjár og tegundir? 50 hross, 5 gimbrar, 11.000 kjúklingar. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Dagurinn byrjar á morgungjöfum og síðan fara ábúendur hver í sína átt að sinna sinni vinnu. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Að sjá ungviði fæðast og komast á legg/skítmokstur. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Svipaðan. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Ekki mikla. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í fram tíðinni? Vel. Hvar teljið þið helstu tækifærin í útflutningi íslenskra búvara? Á öllum sviðum. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ostur og lýsi. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjöt. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar allir á bænum leituðu daglangt að nýfæddum kálfi sem hvarf eins og jörðin hefði greypt hann. Hann hafði klifrað upp á heystabba í hlöðunni og stein- sofnað. Það er eitthvað sumarlegt og notalegt við það að fá veitingar framreiddar í múffuformum í öllum regnbogans litum. Þetta þarf ekki eingöngu að vera múffukökur, heldur er einnig hægt að baka brauð í formunum sem lífga upp á tilveruna. Hvítlauksostabollur › 350 g gróft spelt (eða fínt og gróft til helminga1 tsk. sjávarsalt eða himalayasalt › 3 tsk. vínsteinslyftiduft › 1-2 dl heitt vatn (gott að byrja með einn og bæta við ef þarf ) › 100 g rifinn feitur ostur, t.d. mozzarella › 3-4 msk. kaldpressuð ólífuolía › 2 pressuð hvítlauksrif › 200 ml aukaefnalaus kókosmjólk eða grísk lífræn jógúrt Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Hrærið þurr- efnunum saman. Bætið við vatni, osti, olíu, hvítlauk og kókosmjólk. Hrærið saman varlega en ekki of lengi eða mikið og bætið við vatni ef þarf. Deigið á að vera eins og þykkur klístraður grautur. Setjið í bollakökuform og bakið í um 15 mínútur. Gott er að dýfa þeim volgum og nýbökuðum í olíu og salt og borða með bestu lyst. Hollustumúffur › 5 dl af mjöli (heilhveiti, hveiti, spelt, höfrum eða því sem til er í skápnum) › 3 tsk. vínsteinslyftiduft › 2½ dl AB mjólk › 2 dl volgt vatn › Setjið út í að vild t.d. rifnar gulrætur, kúrbít, epli, banana, kotasælu eða avókadó Aðferð: Blandið öllum hráefnunum saman. Setjið í múffuform og bakið við 180°C í 25-30 mínútur. /ehg Líf og lyst BÆRINN OKKAR Freistingar í múffuformum Fljótlegu ostabollurnar úr smiðju Ebbu Guðnýjar Guðmundsdóttur að útbúa og það er skemmtileg til- breyting að bera brauðbollur fram í múffuformum sem börnin hafa sérstaklega gaman af. MATARKRÓKURINN Eskiholt Harpa og Hrund. Kolbeinn og Skotta. Jakob Svavar Sigurðsson á Abel.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.