Bændablaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 23. maí 2013 Ef keypt er 1 stk. stærri 24.900 kr. án vsk. minni 14.900 kr. án vsk. Ef keyptar eru 2-5 stk. stærri 21.900 kr. án vsk. minni 11.900 kr. án vsk. Ef keyptar eru 6 stk. eða fleiri stærri 19.900 kr. án vsk. minni 9.900 kr. án vsk. Lamir 2.900 kr. án vsk. Nánari upplýsingar og pantanir hjá elvarey@gmail.com, sími 899 1776 og om@mo.is, sími 669 1336 Aurasel ehf. Vandaðar og ódýrar hliðgrindur Stærri gerð 4,27 m Minni gerð 1,50 m Beint frá verksmiðju Síðasta sending seldist upp Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Dreift í 30 þúsund eintökum á 340 dreifingarstaði af þeirri mykju sem til fellur af Eyjafjarðarsvæðinu. „Það þarf að skoða fleiri möguleika, eins og til að mynda eru í Öxnadal, sem er kalt svæði, fjögur stór kúabú á litlu svæði,“ segir hann. Hægt verður að nýta orkuna í íslenskum landbúnaði Eiður veltir líka fyrir sér hvernig nýta eigi orku sem fæst úr gasgerð og nefnir að aðallega hafi verið rætt um að hreinsa gasið þannig að úr því fáist a.m.k. 97% metan, CH4, og nýta það sem eldsneyti í samgöngum. Þá hafi verið hugmyndir um að koma metani í fljótandi form og markaðssetja það fyrir stórnotendur, flutningafyrirtæki, sjávarútveg, álver og fleiri en miklir möguleikar séu einnig á að nýta þessa orku í landbúnaði, til upphitunar húsa, í kornþurrkun eða sem orkugjafa á dráttarvélar. Enn sem komið er eru þó fáar dráttarvélar í boði sem ganga fyrir metani. Eiður nefnir að Steyr hafi árið 2011 sett á markað nokkuð öfluga dráttarvél, 140 hö, sem eingöngu noti metan og Valtra hafi áform um að koma á markað nú í ár 110 hestafla vél sem gangi á allt að 80% metani á móti 20% dísil, en geti einnig gengið eingöngu á dísil. Þá sé fjöldi dráttarvéla sem geti nýtt lífdísil sem 20% orkugjafa á móti dísil og nokkrar gerðir ráði við 100% lífdísil. „Það gæti því orðið stutt í að vélar sem gagna á blöndu af metani og lífdísil líti dagsins ljós og því er miklir möguleikar á að nýta þessa orku í íslenskum landbúnaði, sem við það tæki enn eitt skref til aukinnar visthæfni,“ segir Eiður. Ræktun jurta til orkuframleiðslu sem nýtast einnig til matvælaframleiðslu? Hann bendir á að takmarkaður lífmassi sé til ráðstöfunar og undirstriki það enn frekar nauðsyn þess að setja stefnu um hvernig honum verði best ráðstafað. „Ef við framleiðum metan úr öllum lífmassanum sem nú er aðgengilegur til þess dugar það gróft áætlað fyrir tæplega 10% núverandi einkabílaflota landsmanna. Það myndi hins vegar mögulega nægja til að útvega um það bil 30% þeirrar orku sem fer í heyskap og jarðvinnslu í íslenskum landbúnaði,“ segir Eiður og bætir við að lífmassann megi einnig auka með ræktun. „Ræktun eldsneytis vekur þó siðferðilega spurningu, sem er hvort rækta eigi jurtir til orkuframleiðslu á landi sem hægt er að nýta til matvælaframleiðslu. Ég læt því ósvarað nú, en þetta er engu að síður spurning sem ekki verður hjá komist að svara.“ Margir möguleikar í boði Eiður segir framleiðslu metans byggða á áratuga reynslu en hún sé ávallt í þróun. Sú tækni sem menn horfa til nú er svonefnd fyrstu kynslóðar tækni, hvort heldur sem um er að ræða einföldustu gerð af gasgerð til eldunar í Asíu eða stóra miðlæga gasgerðarstöð í Evrópu. Það sama eigi við um lífdísil, en nokkur verkefni séu í vinnslu þar sem áhersla er lögð á að beita nýrri tækni til að auka nýtingu eða framleiða eldsneyti úr lífmassa sem fyrstu kynslóðar tækni á erfitt með að nýta. Í annarri kynslóð eldsneytis er einnig um fleiri orkugjafa að ræða, m.a. etanól. „Það er ljóst að margir mögu- leikar eru í boði, þeir eru misjafnlega hagkvæmir en hagkvæmnin veltur mjög á aðstæðum og markaði fyrir afurðina. Þetta undirstrikar nauðsyn þess að við förum í markvissa stefnumótunarvinnu áður en fjárfest verður í rándýrum lausnum sem svo kemur ef til vill í ljós að falla ekki að framtíðarsýn og hagsmunum samfélagsins,“ segir Eiður Guðmundsson. /MÞÞ

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.