Bændablaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. maí 2013 Uppgjör á skýrslum fjárræktar- félaganna fyrir árið 2012 lauk fyrir nokkru. Afurðir á landsvísu hafa aldrei verið meiri í sögu skýrsluhaldsins sem spannar nú orðið nokkra áratugi. Aukningin í afurðum eftir fullorðnar ær er nærri eitt kíló milli áranna 2011 og 2012, en fara þarf aftur til ársins 2000 til að finna sambærilegar afurðir. Á þeim tíma var þátttaka í skýrsluhaldi líka helmingi minni en hún er í dag. Árangurinn árið 2012 er því glæsilegur í því ljósi, og ekki síst vegna þess hversu öfgakennt tíðarfarið var á árinu. Víða voru miklir sumarþurrkar og snemma í september kom mikið hret á norðanverðu landinu sem hafði án efa talsverð áhrif til minni afurða en ella hefðu orðið. Þátttaka í skýrsluhaldinu jókst frá fyrra ári en alls skiluðu 1736 aðilar skýrslum um 343.560 fullorðnar ær (340.348). Alls eru því skráðar í skýrsluhaldið 92% af ásettum ám í landinu m.v. upplýsingar úr forðagæsluskýrslum. Veturgamlar ær í skýrsluhaldinu voru 74.099 (77.615) og vetrarfóðraðar ær á skýrslum því 414.447 (417.963), sem er lítilsháttar fækkun milli ára. Afurðir árið 2012 Afurðir eftir fullorðnar ær voru 27,3 kíló eftir hverja kind árið 2012 (26,5 kg) og eru meiri en árið 2011 í flestum héruðum landsins líkt og meðfylgjandi stöplarit sýnir. Þær eru litlu minni eða sambærilegar á Norður- og Norðausturlandi, þ.e. frá Skagafirði til Norður-Þingeyjarsýslu, en á því svæði gætti áhrifa óveðursins í byrjun september hvað mest. Jafnframt eru heldur minni afurðir í Ísafjarðarsýslum. Í öllum öðrum héruðum eru afurðir meiri en árið 2011 og er munurinn mestur í Suður-Múlasýslu, eða aukning upp á 2,2 kíló eftir hverja kind. Víða á Austurlandi var tíðarfarið mun hagstæðara fyrir sauðfé og munar mestu að ekki gerði vorhret í líkingu við það sem gerði vorið 2011. Á Suðurlandi eru einnig víða auknar afurðir og þar gætir kannski jákvæðra áhrifa öskufalls á beitiland vegna eldgosa í Eyjafjallajökli 2010 og Grímsvötum 2011. Veturgömlu ærnar skila einnig heldur meiri afurðum en árið áður, 10,5 kg hver ær (10,4). Líkt og áður eru það veturgömlu ærnar í fjár- ræktarfélagi Kirkjubólshrepps sem skila mestum afurðum árið 2012. Frjósemi var heldur minni á landsvísu eða 1,80 lömb fædd á hverja kind og munar þar mestu um að þrílembdum ám fækkar um 0,4 prósent frá fyrra ári. Lambahöld eru mjög sambærileg milli ára. Frjósemi áa er best í Suður-Þingeyjarsýslu og Vestur-Húnavatnssýslu eins og mörg undanfarin ár, eða 1,87 lömb fædd eftir hverja kind, en á þessum svæðum er líka að finna mörg bú þar sem miklir yfirburðir eru í frjósemi og hátt hlutfall fleirlembna. Í fjárræktarfélagi Vatnsnesinga með hátt í 7000 skýrslufærðar ær eru rúm 11% ánna fleirlembdar sem er glæsilegur árangur og minnt er á fyrirsögn sambærilegrar greinar fyrir ári síðan, „Aukin frjósemi er lykill að bættum afurðum“. Íslandsmet í afurðum Eins og árið 2011 eru það sömu þrjú búin sem standa efst á lista yfir afurðahæstu bú með fleiri en 100 ær á skýrslum, en það eru Gýgjarhólskot í Biskupstungum, Sauðadalsá á Vatnsnesi og Skjaldfönn við Ísafjarðardjúp. Á Gýgjarhólskoti var slegið Íslandsmet í afurðum, en þar voru reiknuð 41,3 kíló kjöts eftir hverja kind og er það í fyrsta skipti sem afurðir fara yfir 40 kíló á búi með fleiri en 100 ær. Eins og kom fram í blaðaviðtali í Morgunblaðinu við Eirík Jónsson í Gýgjarhólskoti í febrúar sl. er lömb bötuð í Gýgjarhólskoti og slátrað seint í október en það er hluti af framleiðslukerfi búsins. Jafnframt er rétt að benda að meðal þessara þriggja efstu búa er talsverður breytileiki í burðar- og sláturtíma lamba ásamt því að beit í sumarhögum er breytileg. Það er því ánægjuefni að menn nái sam- bærilegum afurðum á öllum þessum búum og ætti að vera öðrum sauð- fjárbændum hvatning til að setja upp framleiðslukerfi sem hámarkar afurðir m.v. þær ytri aðstæður sem þeirra búum eru sett. Gæðamat Meðalþungi þeirra lamba sem hafa skráð kjötmat árið 2012 var 16,31 kg, samanborið við 15,82 kg árið 2011. Munurinn er talsvert breytilegur eftir landssvæðum og eflaust hefði hann verið mun hærri víða norðanlands en hann raunin varp vegna óveðurs- ins sem gerði í byrjun september. Samhliða því að lömbin eru þyngri var gerð þeirra talsvert betri en árið áður eða 8,62 stig móti 8,54, 2011. Fita var einnig meiri líkt þekkt er með auknum vænleika, var 6,59 stig móti 6,43 en í raun mun hagstæðara fitumat að teknu tilliti til fallþunga. Að lokum Listar með upplýsingum um efstu bú ásamt fleiri upplýsingum er hægt að finna á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðar- ins (www.rml.is), þangað inn eru jafnframt komnar uppgjörsupplýs- ingar frá fyrri árum sem áður voru á heimasíðu Bændasamtakanna, að hluta upplýsingar sem hafa verið óaðgengilegar um tíma. Heimasíða RML hefur því tekið við því hlut- verki að varðveita ýmsar upplýsingar úr hinu sameiginlega ræktunarstarfi sauðfjárræktarinnar. Afurðirnar á landsvísu árið 2012 eru sönnun þess að árangur ræktunar- starfs í sauðfjárrækt er að skila sér og þar er öflugt og gott skýrsluhald grunnur allrar upplýsingaöflunar. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Nokkrar helstu niðurstöðutölur sauðfjárskýrsluhaldsins árið 2012: Afurðir aldrei verið meiri í sögu skýrsluhaldsins – þrátt fyrir mikla sumarþurrka og leiðinlegt haust víða um land Eyjólfur Ingvi Bjarnason Ráðunautur í sauðfjárrækt hjá búfjárræktarsviði Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins – í héraði hjá þér – FB Selfossi 570 9840 FB Hvolsvelli 570 9850 FB Egilsstöðum 570 9860 Fóðurblandan Korngörðum 12 104 Reykjavík 570 9800 Fax 570 9801 fodur@fodur.is Sendum um allt land www.fodur.is DeLaval rekstrarvörur Ráðgjöf vegna ótíðar á Norður- og Austurlandi Ráðunautar RML munu verða bændum til ráðgjafar á Norður- og Austurlandi vegna yfirvofandi kaltjóns og heyskorts í vor. Við hvetjum bændur til að leita til okkar og við munum heimsækja og meta aðstæður hjá þeim sem þess óska. Síminn okkar er 516-5000 Með von um betri tíð Ráðunautar RML

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.