Bændablaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. maí 201310 Fréttir Vorboðinn ljúfi er kominn og áður en varir víkja fannir og hjarn undan hlýindum og ást sólarinnar. Hnjúkaþeyr mun koma norður yfir fjöllin og hinum langa vetri lýkur loksins sem hófst á Norðurlandi hinn 10. og 11. september í haust með aftakaveðri og fjárskaða. Víða voru allar skepnur komnar á gjöf, hrossin einnig. Bændur eru þrautseigt fólk og ekki fyrir að gefast upp, eiga meira til af þrautseigju og bjartsýni en flestar aðrar stéttir. Eiga tíu árum meiri lífslíkur en aðrir um sjötugt sagði rannsókn um árið, það var maturinn, hreyfingin og lífs-gleðin sem mestu réði um þessar lífslíkur ef ég man rétt. Átakinu góða „Gengið til fjár“ er lokið og veit ég að þeir peningar sem söfnuðust hjálpuðu og vitnuðu um góðan hug landsmanna til bænda í erfiðleikum. Nú hefur verkefnisstjórnin í samráði við Landssamtök sauð- fjár bænda og Ístex ákveðið að efna til hönnunarsamkeppni um óveðurs peysuna. Sauðkindin var svo vel búin í ullinni að hún lifði jafnvel í 6 til 7 vikur undir hjarni. Lopapeysan og gamla nærhaldið hefur mörgum manninum bjargað frá bráðum bana, og er allt önnur flík en flíspeysan t.d. í kulda, bleytu og eldsvoða. Lopapeysan er líka heimsfræg sem tískufatnaður um alla veröld og fellur vel að útivistarferlinu öllu. Svo ekki sé nú talað um hvað allar kynslóðir eru fallegar í lopapeysunni, ekki síst í sauðalitunum. Það hefur sungið í prjónum landsmanna síðustu árin og nú leggja hönnuðir hausinn í bleyti og leggja sitt hugverk í „Óveðurspeysuna“ sem bjargar lífi. Gangi ykkur vel. Forystukindin Allir þeir sem eiga kind af forystukyni vita að hún er annarrar gerðar, býr yfir mannsviti og meira en það í veðrum og þar sem hættur steðja að. Hún er einnig líkamlega öðruvísi byggð en annað sauðfé, með sterkari fætur, minni fitu og frá á fæti. Þótt hin raunverulega forystukind sé yfirleitt sallaróleg og skynji sitt hlutverk að fara fyrir safninu og vera smalanum fylgispök. Um forystukindina eru til þúsund sögur á Íslandi. Nú ætlar Verkefnisstjórnin með Landssamtökum sauðfjárbænda og Bændablaðinu að efna til ritgerðasamkeppni um hina vitru kind. Í hverri fjölskyldu á Íslandi sem tengd er sveit er forystuærin þekkt. Á myndum úr smalamennskum fer hún oftast fyrir safninu bíldótt eða arnhöfðótt. Þekktur er einnig hinn vaninhyrndi forystusauður með bjöllu í horni sem bændur eiga enn sér til gamans. Nú rifja menn upp söguna af henni Bíldu eða Móru og láta hugmyndaflugið skapa ódauðlega forystukind. Það hefur verið lærdómsríkt að starfa með góðu fólki að þessu verkefni fyrir norðan og ekki síður þegar Grímsvatna- gos ógnaði Skaft fellingum eða Eyjafjalla jökull ógnaði heims- fluginu. Fólkið í landinu vill eiga landbúnað og góða bændur og því þykir vænt um sveitafólkið. Bændur eiga að bera höfuðið hátt og þeir vinna landi sínu gagn. Guðni Ágústsson framkvæmdastjóri SAM skrifar: Bændur eru þrautseigt fólk Tvö býli halda áfram verkefni um vistvænt grísaeldi og ætla að fjölga gripum – þrátt fyrir að ekki verði framhald á slíku verkefni hjá Svínaræktarfélagi Íslands Síðasta sumar setti Svína ræktarfélag Íslands (SÍ) af stað tilraunaverkefni í vistvænu grísaeldi. Þrír bæir tóku þátt í verkefninu; Grænahlíð og Hólsgerði í Eyjafirði, auk Bjarteyjarsands í Hvalfirði. Fyrirkomulag verkefnis ins var á þá lund að SÍ greiddi fyrir grísina en þeir voru að svo búnu eign bændanna, sem stóðu að öðru leyti straum af kostnaðinum við eldið. Tilgangur verkefnisins var m.a. að opna greinina, gera hana sýnilegri og koma til móts við vaxandi áhuga neytenda á afurðum af þessu tagi. Hörður Harðarson, formaður SÍ, segir að verkefnið hafi tekist með ágætum og útkoma úr kjötmati sl. haust hafi verið jákvætt. Hann segir að samt hafi það hafi nú verið ákveðið að ekki verði framhald á verkefninu af hálfu SÍ. Hann hafi hins vegar orðið var við talsverðan áhuga almennings og fengið nokkrar fyrirspurnir frá fólki sem vilja kanna möguleikana á slíku eldi. Hann hafi bent áhugasömum á að snúa sér beint til svínabænda til kaupa á grísum, en fólki sé heimilt að halda tvo grísi án þess að til sérstakrar úttektar þurfi að koma frá héraðsdýralækni. Arnheiður Hjörleifsdóttir á Bjarteyjarsandi segir að reynslan af verkefninu síðasta sumar hafi verið afar góð. Áhugi almennings hafi verið mikill og vel gengið að selja afurðirnar – bæði á þeirra eigin veitingahúsi á Bjarteyjarsandi en einnig skrokkahluta til almennings. Því hafi þau verið staðráðin í að halda starfinu áfram – með eða án SÍ. „Þetta gekk það vel í fyrra og það kom ekkert upp á. Við erum að vísu bara komin með tvo grísi núna og fengum þá frá Brúarlandi eins og í fyrra. Stefnum á að vera með tíu grísi núna en í fyrra vorum við með átta. Við erum á fullu í sauðburði um þessar mundir þannig að við ákváðum bara að taka afganginn um mánaðamótin – þegar hægist aðeins um hjá okkur. Við höfum svo áhuga á því og kanna möguleikann á því að vera sjálf með gyltu en til þess þarf meiri undirbúning. Það munum við vinna með leyfisveitendum og ráðunautum,“ segir Arnheiður um framtíðarplönin. Vistvænt svínakjöt í áskrift „Við ætlum bara að hafa þetta með svipuðu sniði og í fyrra. Við munum taka kjötið allt heim og sjá sjálf um söluna á því. Við höfum þegar fengið pantanir um kjöt fyrir haustið, mest frá þeim sem prófuðu afurðirnar frá okkur í fyrra. Ég hef trú á því að það þróist þannig að við munum í framtíðinni selja afurðirnar að einhverju leyti í áskrift. Mér finnst líka mikilvægt að geta fylgt kjötinu eftir alla leið; svarað spurningum kaupenda um uppeldið og aðstæðurnar. Við erum einnig að vinna að því að stækka og efla útigerðið, en þeir munu einnig hafa aðgengi að stóru svæði úti við, líkt og í fyrra. Inniaðstaðan var mjög fín og verður áfram, en þeir sváfu alltaf inni. Við erum nú í jarðarbótum og stefnum að því í nálægri framtíð að geta ræktað okkar eigin korn, þá helst lífrænt, ofan í grísina. Að einhverju leyti munum við þó í sumar þurfa að leita til bænda hér í kring og fá korn frá þeim.“ Í Grænuhlíð verða 15 grísir Í Grænuhlíð í Eyjafirði er Þórólfur Ómar Óskarsson að gera klárt til að taka á móti grísum frá svínabúinu Teigi, sem einnig er í Eyjafirði. „Eldið gekk afar vel hjá mér í fyrra,“ segir Þórólfur. „Það var aðallega þegar kom að söluferli afurðanna að maður vissi ekki alveg hvernig maður átti að bera sig að. Þetta var aðeins meiri umsýsla en ég hafði reiknað með. En sem betur fer spurðist út að ég væri með þetta kjöt til sölu og það gekk vel að selja það. Ég var með heimasíðu þar sem upplýsingar voru um vörurnar og svo seldi ég allt saman beint frá býli. Ég var með tólf grísi í fyrra en ætla að vera með 15 að þessu sinni. Það takmarkast aðallega af því að ég sé ekki fram á að eiga meira korn nema bara fyrir þann fjölda, fyrir utan nautgripina, en ég rækta sjálfur allt korn. Það fer enda mjög vel að vera með grísaeldi meðfram kúabúskapnum hérna. Þessi ferill að taka grísi á vorin og slátra svo á hausti hentar mér mjög vel, en ég útiloka þó ekki að taka gyltu síðar og gera þetta aðeins umfangsmeira. Ég ætla að bæta aðstöðuna aðeins þó að hún hafi verið mjög góð í fyrra. Til dæmis ætla ég að stækka útisvæðið þeirra í áttina að veginum svo þeir verði meira sýnilegir – held að það skipti máli.“ /smh Laugardaginn 1. júní opnar form- lega hestabúgarðurinn Icelandic HorseWorld á Skeið völlum í Holt- og Land sveit, en þetta er einn allra glæsi legasti búgarður landsins með glæsi legu hest húsi, reiðhöll, járningar aðstöðu, kaffi stofu, verslun, koníaksstofu og nefndu það bara, það er allt þarna. Opið hús verður frá 13.00 til 17.00 fyrir alla sem vilja koma og skoða þessa flottu heimsóknarmiðstöð íslenska hestsins. Það eru þau Katrín Sigurðardóttir og Davíð Jónsson sem sjá um rekstur búgarðsins og eru þar allt í öllu. Á meðfylgjandi mynd er Heimir frá Holtsmúla að hlaupa út í haga, en hann hefur verið seldur úr landi. /MHH Opnun á Icelandic HorseWorld á Skeiðvöllum í Holtum 1. júní Átta grísir við komuna á Bjarteyjarsand fyrir ári, en þeim verður fjölgað í tíu í ár. Mynd / smh Þórólfur Ómar ætlar að ala 15 grísi í Grænuhlíð í sumar. Mynd / MÞÞ Hörður Harðarson, formaður Svína- ræktarfélags Íslands, segir reynsluna af tilraunaverkefninu hafa verið góða.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.