Bændablaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 25
Teg: K Ä R C H E R S Ö L U M E N N Teg: Teg: Teg: Teg: Teg: Bjóðum 20% afslátt af Case IH varahlutum í takmarkaðan tíma Kraftvélar er umboðsaðili fyrir Case IH dráttarvélar á Íslandi Dalvegur 6-8 201 Kópavogur Sími 535 3500 www.kraftvelar.is kraftvelar@kraftvelar.is FERÐALÖG OG VIÐBURÐIR SUMARSINS Ólafsdalshátíðin fjölskylduvæn að vanda Ólafsdalshátíðin verður haldin i sjötta sinn sunnudaginn 11. ágúst. Að sögn Rögnvalds Guðmunds- sonar, formanns Ólafsdalsfélagsins, verður dagskráin fjölskylduvæn að vanda; stutt ávörp, góð tónlistaratriði, leikhópurinn Lotta með Gilitrutt, sýningar í skólahúsinu, veitingar og handverk. Þá verður boðið upp á fræðandi gönguferðir um jörðina. Hestar og önnur húsdýr verða á staðnum. Frítt er á hátíðina en gestum býðst að kaupa vistvænt ræktað Ólafsdalsgrænmeti og taka þátt í veglegu Ólafsdalshappdrætti til styrktar félaginu. Um 300 félagar Ólafsdalsfélagið var stofnað árið 2007 og eru félagar nú um 300 tals- ins og fer stöðugt fjölgandi. Markmið félagsins er að hefja Ólafsdal til vegs og virðingar á ný og nú sem frum- kvöðlasetur á 21. öld – en þar var fyrsti bændaskóli Íslands stofnaður árið 1880 af frumkvöðlinum Torfa Bjarnasyni og starfræktur fram til 1907. Þar útskrifuðust yfir 150 skóla- piltar af landinu öllu auk þess sem stúlkur sóttust eftir vinnumennsku í Ólafsdal enda var húsfreyjan, Guðlaug Zakaríasdóttir, annáluð handverkskona. Í Ólafsdal voru auk þess framleidd ýmiss konar jarð- yrkjuverkfæri og seld um allt land, s.s. hinir þekktu Ólafsdalsplógar, hestakerrur, herfi, aktygi á hesta, ógrynni undirristuspaða o.fl. Ólafsdalsfélagið hefur nú staðið að framkvæmdum í dalnum sem kostað hafa meira en 30 milljónir króna og er stefnt að því að koma fyrstu hæð hins glæsilega skólahúss frá 1896 (um 400 fermetra hús) í rekstur á þessu ári og 2. hæð í notk- un árið 2014. Opið verður í Ólafsdal í sumar, frá 29. júní-11. ágúst, alla daga frá klukkan 13-15. Þar getur fólk komið og skoðað húsið og notið sýninga. Einnig er stefnt að því að í boði verði kaffiveitingar og Ólafsdalsgrænmeti. Merkar jarðræktarminjar Í Ólafsdal eru afar merkar jarð- ræktarminjar, s.s. beðasléttur, vatnsmiðlun, hlaðnir garðar og fjöldi annarra minja frá tímum Ólafsdalsskólans, s.s. minjar um smiðju Torfa, tóvinnuhús, hlaðið vatnshús og fjós. Skemmtilegar gönguleiðir eru út frá Ólafsdal, s.s. yfir í Bitrufjörð, Kleifa í Gilsfirði, Saurbæjarsveit og víðar. Ólafsdalur er aðeins um 6 km inn með Gilsfirði að vestanverðu svo þangað er stuttur akstur frá Gilsfjarðarbrúnni. Rögnvaldur hvetur sem flesta að ganga í félagið og koma þannig að endurreisn þessa merka staðar í landbúnaðarsögu Íslendinga – sem er í sameign þjóðarinnar. Nánari upp- lýsingar fást hjá Rögnvaldi í síma 693 2915 en einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið olafsdalur@ olafsdalur.is.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.