Bændablaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. maí 2013 Undanfarna áratugi hefur neysla á drykkjarmjólk breyst á Vesturlöndum og sama þróun hefur átt sér stað hér á landi. Þannig hefur neysla á mjólk minnkað en neyslu aukist á osti, jógúrt og skyri svo dæmi séu nefnd. Enn fremur hefur neysla á ýmsum bragðbættum mjólkurdrykkjum aukist. Mjólkursamsalan hefur um margra ára skeið unnið að vöruþróun ýmiss konar. Síðustu tvö ár hefur MS unnið að nýjung, sem er laktósafrí léttmjólk. Í laktósafrírri mjólk er búið að fjarlægja laktósann úr mjólkinni, en laktósi er mjólkursykur sem er í mjólkinni frá náttúrunnar hendi. Áður hefur MS kynnt á markað fjölmargar vörunýjungar þar sem búið var að draga úr laktósa en ekki fjarlægja hann alveg. Má þar nefna sykurskerta Kókómjólk, Hleðslu og Skyr.is drykki. Hvað er laktósaóþol? Laktósaóþol hefur verið nokkuð í umræðunni, en hjá fólki með laktósaóþol er minnkuð virkni eða skortur á ákveðnu ensími sem nefnist laktasi og sér um niðurbrot mjólkursykursins í líkamanum. Neysla á vörum með laktósa getur því valdið fólki með laktósaóþol ýmsum kviðverkjum og öðrum óþægindum. Hafa ber þó í huga að laktósaóþol eða mjólkursykursóþol er gjörólíkt mjólkurofnæmi, sem er ofnæmi fyrir mjólkurpróteinum. Tíðni laktósaóþols Laktósaóþol er mjög mismunandi eftir heimsálfum og í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku er meirihluti fólks með óþol fyrir laktósa. Hér á Vesturlöndum er tíðni laktósa- óþols mun lægra, um 10%, og á Norðurlöndunum er tíðni laktósaóþols í kringum 2-5%. Forsvarsmenn MS segjast þó hafa fundið fyrir mikinn áhuga íslenskra neytenda á vörum sem innihalda engan laktósa eða mjólkursykur og það sé ástæða þess að MS fór af stað með þessa vöruþróun. Laktósafrí mjólk hentar því fólki með mjólkursykursóþol og öðrum þeim sem finna til óþæginda í meltingarvegi við neyslu mjólkurvara. Laktósafrí mjólk er jafnframt mun lægri í kolvetnum en önnur mjólk og er einnig D-vítamínbætt en það vítamín er af skornum skammti í mat og sérstaklega mikilvægt fyrir íbúa á norðlægum slóðum sem lítið sjá af sólinni á vetrarmánuðum. Um nýju vöruna Á síðustu mánuðunum hefur MS verið að prófa laktósafríu mjólkina meðal neytenda þykja niðurstöðurnar lofa góðu. Vöruþróun á þessari vöru hefur verið nokkuð langt og strangt ferli og segja MS-menn það vera ánægjulegt að sjá loks árangur erfiðisins. Fólki líki laktósafría mjólkin vel. Umbúðahönnun er jafnframt lokið og ráðgert er að kynna mjólkina á markaði í júni. Ef viðtökur á markaði verða góðar reikna forsvarsmenn fyrirtækisins með að fjölga verulega vörum án laktósa. Átta vetra ær á Akranesi með eitt horn á snoppunni – fleiri dæmi til, m.a. erlendis, um hornvöxt á hrossum og Parísarmaddömu Glóey er kollótt átta vetra ær á Akranesi sem er í eigu frístunda bóndans Atla Viðars Halldórssonar. Hún er er sérstök fyrir þær sakir að hún er í raun kollótt en á henni vex eigi að síður eitt horn. Það vex þó ekki upp úr hvirflinum á hausnum heldur út úr snoppunni framan við hægra augað. Greint var frá þessu á vef Bændablaðsins fyrir skömmu. „Hornið sérstaka byrjaði að vaxa í haust en við héldum að þetta væri sár eða einhvers konar hrúður. En svo byrjaði það að vaxa sem horn með svörtum röndum. Það óx og dafnaði í vetur en tók svo kipp eftir áramótin. Við höfum talað við marga og það hefur enginn séð svona tilvik áður. Annaðhvort er þetta mjög sjaldgæft eða hreinlega einstakt tilvik á kollóttri ær,“ segir Atli Viðar. „Það kom dýralæknir hingað um daginn og hafði aldrei séð svona áður. Þá er sérstakt að þetta sé að koma í ljós núna þegar Glóey er komin á gamals aldur.“ Atli Viðar segist vera með um 65 kindur og sauðburður sé nú á fullu. „Það hefur gengið prýðilega og einungis 18 kindur eftir að bera. Við höfum ekki séð neinn einhyrning enn í hópi lambanna.“ Dæmi um hyrnd hross og hyrnda Parísarmaddömu Freyja Imsland, doktorsnemi við Uppsalaháskóla í Svíþjóð, hafði samband við Bændablaðið og sagðist hafa lesið af viðlíka tilfellum í bæði hrossum og mönnum. Sendi hún einnig vísindagrein úr Journal of Heredity frá því árið 1928 þar sem vísað er til enn eldri greina um slík fyrirbæri. Þar er m.a. rætt er um slík horn á hrossum og meðal annars 3 og 1/4 tommu horni á tveggja ára meri frá Rogersville í Kentucky í Bandaríkjunum. Upp á læknalatnesku nefnist þetta fyrirbrigði „cornu cutaneum“, eða húðhorn. Horn af þessu tagi eru í raun æxlisvöxtur í húð, og segir Freyja að ef til vill mætti nefna þau hornæxli. Þar er einnig vísað til fleiri tilfella, eins og af hyrndum hesti sem greint var frá í New York Sporting Times þann 4. mars 1905. Einnig er þar vísað til hests sem fæddist í Santa Fé de la Vera Cruz í Argentínu og var með tvö fjögurra tommu horn sem uxu líkt og á nauti. Sagt er frá öðru slíku hrossi frá svipuðum tíma í Síle. Á Wikipediu er greint frá þekktu dæmi um horn af þessu tagi. Það óx á Parísarmaddömu, Madame Dimanche, á 19. öld. Þegar hún var 76 ára tók henni að vaxa horn, og á sex árum náði það 24,9 cm lengd en þá nam skurðlæknirinn Br. Joseph Souberbeille hornið á brott. Vaxmynd af höfði hennar ku vera til sýnis á Mütter-safninu í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. /HKr. MS setur laktósafría léttmjólk á markað Hestakona íþróttamaður Skaftárhrepps Á sumardaginn fyrsta var Kristín Lárusdóttir hestakona útnefnd íþróttamaður Skaftárhrepps. Kristín hefur á síðastliðnu ári náð frábærum árangri á þeim mótum sem hún hefur tekið þátt, auk þess sem hún hefur verið óþrjótandi í að miðla kunnáttu sinni til unga fólksins í sveitarfélaginu. Kristín keppir í meistaraflokki og hefur þátttökurétt á Íslandsmóti. Á myndinni er Kristín með verðlaun sín. Myndina tók Fanney Ólöf Lárusdóttir. /MHH Hin átta vetra þríhyrnda ær Glóey frá Akranesi með lömbin sín tvö. Mynd / Atli Viðar Halldórsson Tveggja ára meri frá Rogersville í Kentucky í Bandaríkjunum með rúmlega þriggja tommu horn. Þessi mynd birtist í vísindaritinu Journal of Heredity árið 1928. Þríhyrnd ær sem var í eigu búsins á Miðengi í Grímsnesi. Eftir að hún var orðin fullorðin fór að vaxa á henni þetta horn sem sjá má. Það var laust við, sat einungis í skinninu. Svo myndaðist op ofan við hornið sem fór að vessa úr, og að lokum féll hornið af, íholt og fullt af greftri. Ærin lifði fram á síðastliðið haust og sá ekki á henni að henni hefði vaxið þriðja hornið. Myndir / Helga Gústavsdóttir í Miðengi í Grímsnesi Kristín Lárusdóttir, íþróttamaður Skaftárhrepps.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.