Bændablaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 1
10. tölublað 2013 Fimmtudagur 23. maí Blað nr. 395 19. árg. Upplag 30.000 Ingvar Björnsson, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, segir að allt upp í 80 prósenta kal sé á fjölda bæja í Eyjafirði. Ingvar segir að um langversta kal sé að ræða á svæðinu síðan hann hóf störf sem ráðunautur fyrir áratug og telur hann jafnvel að ekki hafi kalið jafn illa í Eyjafirði frá því á kalárunum um 1970. Ljóst er að mikla vinnu þarf að leggja í endurræktun túna með tilheyrandi kostnaði. Þá er sömuleiðis ljóst að verulega mun draga úr kornrækt á Norðurlandi í ár. Að sögn Ingvars eru bændur þegar byrjaðir að bregðast við og farnir að vinna upp tún sem eru illa kalin. Hins vegar eru stór svæði þar sem ekki er hægt að hefja endurræktun þar eð tún eru ýmist allt of blaut eða hreinlega undir snjó. „Þetta er ekki komið í ljós alls staðar en það er verulegt kal víða í Hörgárdal og Öxnadal. Það er minna kal inni í Eyjafirði en þó er víða kal í túnum þar líka. Ég á síðan von á að það geti orðið mikið kal á Árskógsströnd og út með firðinum en þar er enn mikill snjór og ekki ljóst hvernig staðan er. Í Svarfaðardal er mikill snjór og því ekki ljóst hvernig staðan er þar en ég á von á að eitthvað sé kalið þar líka. Svo er líklegt að það sé kalið austur um, í Þingeyjarsýslum og á Austurlandi, en það er erfitt að segja til um þetta vegna þess að víða er snjór yfir ennþá. Ég hef þegar fengið upplýsingar um að í Hróarstungu á Fljótsdalshéraði er mikið kal. Það verður bara að segjast eins og er að þetta lítur ekki vel út, ástandið er í það minnsta ekki betra en maður bjóst við.“ Þá segir María Svanþrúður Jónsdóttir, ráðunautur á Húsavík, ekki ljóst hversu mikið kal sé í Þingeyjarsýslum en þó sé ljóst að það sé mikið. Mikill samdráttur í kornrækt Ingvar segir að menn beiti ýmsum meðölum til að ná sem mestri uppskeru. Ýmist sái menn grænfóðri eða grænfóðri og grasfræi saman. Þau tún sem verst fari út úr kali séu tún sem nýlega hafi verið endurræktuð en þau séu flest nánast ónýt þar sem kalið hefur illa. Hins vegar sé tiltölulega auðvelt að endurrækta þau tún, svo fundnar séu einhverjar bjartar hliðar. „Menn endurrækta það sem þeir geta, með tilliti til tíma og peninga, en eitthvað af túnum láta menn svo standa og vonast bara til að það komi eitthvað upp úr þeim. Það er líka ljóst að það verður mikill samdráttur í kornrækt hér á svæðinu. Þeir sem ætla sér að rækta korn eru að sá þessa dagana. Hins vegar er það ekki viðlit hér norðar og austar, þar er ýmist snjór yfir eða of blautt til að hægt sé að eiga við þetta.“ Mikið af heyi flutt norður Ingvar hefur haft umsjón með heymiðlun á Eyjafjarðarsvæðinu og víðar á Norðurlandi. „Við fengum strax mjög góð viðbrögð við ákalli um að bændur létu vita ef þeir væru aflögufærir með hey. Við gátum því upplýst bændur sem leituðu til okkar um að það væru til næg hey en allt snýst þetta hins vegar um kostnaðinn við að flytja það af Suður- og Vesturlandi. Það hafa verið töluvert miklir heyflutningar hingað norður, ég hef bent bændum á við hverja þeir gætu haft samband en svo hafa þeir nú mestmegnis séð sjálfir um þessi viðskipti. Það hafa komið einhver þúsund rúllur inn á svæðið, mest á Eyjafjarðarsvæðið en eitthvað líka í Þingeyjarsýslur. Mest hefur verið keypt af heyi í Hörgárdal, Svarfaðardal og á Árskógsströndina. Menn hafa líka miðlað heyjum innan héraðs en það fer að verða lítið eftir af því.“ Ingvar segir að þrátt fyrir þetta sé hljóðið í bændum furðugott. „Menn taka þessu eins og það er. Þetta er auðvitað fjárhagslegt högg fyrir ýmsa en þeir eru nú ekki beygðir. Það má vera að það sé þyngra í sauðfjárbændum sem ekki geta sett út lambfé. Annars setja menn bara undir sig hausinn og takast á við vandamálin.“ /fr Miklir heyflutningar frá Suður- og Vesturlandi norður í land: Allt að 80 prósenta kal í túnum fjölda bæja Íslendingar hafa nytjað fuglabjörgin og sótt sér þangað næringarrík egg og fugl sér til matar um aldir. Það viðraði vel á Langanesinu þegar blaðamaður Bændablaðsins slóst í för með þeim Sæmundi Einarssyni, Einari Jónssyni og Jóni Arnari Beck til að tína þar bjargfuglsegg síðastliðinn föstudag. Hér sést Jón Arnar Beck síga í neðan. Sæmundur fylgdist með af brúninni og Einar leit eftir vaðnum sem festur er við bíl þeirra félaga. Mynd / Gréta Bergrún Jóhannesdóttir – Sjá nánar á bls. 7 Tvö býli halda áfram verkefni um vistvænt grísaeldi 10 12 Ófremdarástand í samgöngumálum Ferðalög og viðburðir sumarsins 25

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.