Bændablaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 23. maí 2013 landbúnaður hér á landi en laufblöðin eru tínd af lágvöxnum terunnum. Auk þess er töluverð notkun á búpeningi s.s. nautgripum, kindum, geitum og alífuglum. Margar hendur en lítil velta Þrátt fyrir að um 60% íbúa landsins starfi við eða í tengslum við landbúnað þá nemur heildarvelta þarlends landbúnaðar ekki nema 13,7% landsframleiðslunnar (GDP) árið 2012 og hefur hlutfallið lækkað ört á liðnum árum samhliða breyttum efnahag landsins og aukinni iðn- væðingu samfélagsins. Enn þann dag í dag er mun ódýrara að ráða fólk í vinnu við margs konar verk sem fyrir löngu er búið að tæknivæða í Evrópu. Má þar t.d. nefna jarðvinnslu, sem oftast er unnin með dráttardýrum og handavinnu. Því miður er það því enn svo að mikil fátækt ríkir meðal landbúnaðarverkafólks og auk þess búa margir bændur við afar bág kjör og stunda í raun sjálfsþurftarbúskap enda er talið að um þriðjungur búanna hafi ekki að ráða yfir nema um tveimur hekturum. Markaðurinn stækkar gríðarlega Árlega við íbúafjölda Indlands um 20 milljón manns og þar sem hagur íbúanna eykst jafnt og þétt hefur neysluhegðun breyst og er t.d. mikil ásókn nú í mjólkurvörur. Mjólkurneysla árið 2012 í Indlandi er talin hafa verið um 122 milljarðar lítra en talið er að árið 2022 verði neysla mjólkur komin í 200 milljarða lítra. Aukningin nemur nærri 700 faldri árlegri heildarframleiðslu mjólkur á Íslandi. Þess má geta að nærri helmingur þeirra mjólkurvara sem neytt er í Indlandi eru fluttar inn til landsins og raunar er það svo að í Indlandi eru útflutningstollar á mjólkurvörum til þess að tryggja að þær vörur sem framleiddar eru í landinu fari ekki úr landi. Hinar heilögu kýr Kýrnar í Indlandi eru af kúakyninu Zebu og þar sem kýrnar eru álitnar heilagar sjást þær oft í fréttamyndum ráfandi um með hinn sérkennilega og einkennandi fituhnúð á makkanum, en hann gegnir hlutverki í vatns- búskap nautgripanna og er sérlega heppilegur í heitum löndum. Zebu er í raun afar merkilegt kúakyn, með eindæmum harðgert gagnvart hita og með fjölþætta nýtingarmöguleika, m.a. sem dráttardýr. Vegna stöðu gripanna sem heilagra dýra, þ.e. kýrnar má ekki fella, er í raun alls óvitað um fjölda þeirra en talið er að hann sé í kringum 270 milljón gripir. Þegar kýrnar loks gefa upp öndina má þó nýta af þeim skinnið. Alls eru um 75 milljón kúabú í landinu en hvert þeirra ekki nema með um 2 kýr að jafnaði. Þá eru afar óljósar upplýsingar til um afurðasemi þessara heilögu kúa en hún er væntanlega undir 1.000 kg mjólkur árlega. Þó svo að ekki megi slátra kúm má slátra buffalóum og hefur fjölda slíkra hjarða verið komið upp á undanförnum árum. Buffalómjólk er vaxandi hluti heildarmagns mjólkur á markaðinum og kjöt af buffalóum er í stórauknum mæli útflutningsvara frá Indlandi en neysla á buffalókjöti er í lágmarki í Indlandi, enda afar líkt nautakjöti sem væntanlega má ekki leggja sér til munns. Sóknarfæri? Þó svo að stór hluti íbúa Indlands hafi ekki efni á að kaupa sér hágæða landbúnaðarvörur frá Norður-Evrópu er dagljóst að í landinu er að verða til geysilega stór hópur fólks sem er vel efnað, vill fyrst og fremst mikil gæði landbúnaðarvara og spyr vart um verð. Nákvæmlega sama þróun hefur átt sér stað í Kína, en nefna má sem dæmi að í Beijing er seld lífrænt vottuð G-mjólk frá Danmörku á tæplega 700 krónur lítrann miðað við núverandi gengi. Fáist slíkt yfirverð í Indlandi fyrir mjólk og fleiri góðar landbúnaðarvörur þá er staðsetning Íslands og fjarlægðin frá Indlandi ekki nokkur fyrirstaða. Snorri Sigurðsson sns@vfl.dk Nautgriparæktarsviði Þekkingarsetri landbúnaðarins í Danmörku „Mjólkurbíllinn“ er kominn. ÞAR SEM MARGIR STAURAR KOMA SAMAN – ÞAR ER GIRÐING Hjá Líflandi færðu landsins mesta úrval af girðingaefni. Við veitum þér persónulega þjónustu og ráðleggingar um allt frá sinklum* upp í stagaða hornstólpa. Skoðaðu úrvalið á www.lifland.is eða hafðu samband við sölumenn í síma 540 1100. Lífland verslun Reykjavík | Lynghálsi 3 110 Reykjavík | sími 540 1125 Lífland verslun Akureyri | Lónsbakka 601 Akureyri | sími 540 1150 Sölumenn og ráðgjafar Líflands eru til taks í síma 540 1100. lifland@lifland.is www.lifland.is *EINNIG NEFNT: KENGIR EÐA VÍRLYKKJUR. Sími: 575 1111 • thorsverk@thorsverk.is ÓRSVERK ehf. Vantar þig vatn? Þjónustum m.a. bændur, sveitarfélög, sumarbústaðaeigendur og verktaka. Traustir og ábyrgir aðilar. Gerum verðtilboð ykkur að kostnaðarlausu. Við borum eftir vatni um land allt!

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.