Bændablaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. maí 2013 Lesendabás Að skoða strimla Fulltrúar Samtaka verslunar og þjónustu hafa haldið sínu striki síðustu daga. Nú mælast þeir til þess að félagarnir tveir sem í stjórnarmyndunarviðræðum eru gefi sér tíma til að skoða strimla úr verslunum. Góð hugmynd, að hvetja til að menn temji sér að fylgjast vel með verðlagi þeirra vara sem þeir kaupa. Annars er það af SVÞ að frétta að þrátt fyrir hugsjónaeldinn sem inni í þeim brennur og einlægan vilja til að geta lagt sitt að mörkum til að bæta hag landsmanna er komið á daginn að þeir eru ekki færari um að reka verslanir sínar en svo að úr þeim hverfur með dularfullum og óútskýrðum hætti mun meira vörumagn en annars staðar gerist. Einnig hefur það verið upplýst að það þarf tvöfalt meira rými til að reka matvöruverslanir á Íslandi en það sem almennt er talið nauðsynlegt og verður því seint trúað að það sé vegna þess að íslenskir neytendur séu tvöfalt plássfrekari en neytendur annarra landa. Miðað við verslunarrýmið sem íslenskir matvörukaupmenn telja nauðsynlegt hefur fjöldi íbúa landsins verið alvarlega vantalinn og er væntanlega ekki um að ræða færri íbúa í landinu en u.þ.b. þrjár milljónir en ekki þrjúhundruð þúsund svo sem fram til þessa hefur verið talið. Nokkuð margt bendir til að þetta geti verið rétt, enda eflaust ekki vandalaust að telja alla íbúa í svo stóru landi sem Íslandi. Land sem byggt er alls kyns íbúum og ekki öllum sýnilegum venjulegu fólki. Íslenskir kaupmenn eiga hrós skilið fyrir að hafa hugsað fyrir því, að þeir geti allir haft greiðan aðgang að matvöruverslun. Hins vegar er ekki svo að sjá að þeim sé eins vel til allra þeirra sem í landinu dvelja. Hugsanlega stafar það af því að hulduverurnar sem ,,aukafermetrana“ í verslununum nýta sér séu tvífættar eins og við hin. SVÞ gengur hart fram í því að fá að flytja til landsins kjöt af svínum og hænsnfuglum og telja sig þannig geta bætt hag þjóðarinnar. Þeim sést hins vegar yfir að ef opnað yrði fyrir hömlulausan og eftirlitslítinn innflutning af því tagi sem þá dreymir um gætu fylgt með ýmsar lífverur sem svo smágerðar eru að ekki verða greindar með berum augum. Afleiðingarnar gætu orðið þær að íslenskir bústofnar yrðu fyrir verulegu áfalli. Það hafa áður verið gerðar tilraunir með slíkan innflutning og enn þann dag í dag er verið að berjast við afleiðingarnar af þeim skaða sem það olli. Það verður því að telja það afar varasamt að hlíta ráðum kaupmannanna, enda er ekki allt sem sýnist í málflutningi þeirra og því er ekki að treysta að þegar til kastanna kæmi yrði varan sem þeir vilja fá að flytja hömlulaust inn eins örugg og æskilegt væri. Komist íslensk stjórnvöld hins vegar að þeirri niðurstöðu að best sé að fela matvörukaupmönnum, í fákeppni sinni, að annast fæðuframboð í þeim mæli sem þeir sækjast eftir þarf að finna flestum þeim sem landbúnað og úrvinnslu landbúnaðarvara stunda önnur úrræði til framfærslu, því vitanlega yrði ekki staðar numið við ,,hvíta“ kjötið eins og látið er í veðri vaka. Velta má því upp hvort æskilegt sé að aflétta þeim kröfum sem gerðar eru til íslenskrar landbúnaðarframleiðslu. Þær leiða vissulega til aukins kostnaðar, en leiða á hinn bóginn til sparnaðar í heilbrigðiskerfinu. Þetta þarf að vega og meta á yfirvegaðan hátt og hafa má í huga að Andrés Magnússon, talsmaður SVÞ, kvartaði undan því í útvarpsviðtali að landbúnaðarvörur hefðu verið undanskildar í nýgerðum fríverslunarsamningi við Kína. Ef til vill felst framtíðin í því að ekki einungis íslenskur iðnaður og verkafólk keppi við þann vinnumarkað, heldur skuli landbúnaðurinn einnig taka þátt í því. Neytendum til listauka má benda á að ýmis hugguleg myndskeið má nálgast á alnetinu, þar sem sýnt er hvernig staðið er að aflífun dýra í þarlendum sláturhúsum. Ef það verður hins úr að til landsins verði flutt í ómældu magni matvara annarra þjóða, er rétt að menn geri sér grein fyrir því að afleiðingarnar geta orðið hrikalega ef illa tekst til. Ingimundur Bergmann. Ingimundur Bergmann Í sjónvarpsfréttum RÚV og nú síðast í Bændablaðinu birtist af og til Andrés Magnússon frá Samtökum verslunarinnar og rekur hve ofursnöggt íslenskar matvörubúðir muni breytast í ódýr góðgerðarsamtök með breytingum á tollvernd og landbúnaðar kerfi. Hugtakið gúrku tíð hefur breyst í svína- og kjúklingatíð síðustu vikur. Greinilega blásið í herlúðra með reglulegu millibili. Spjótunum er beint að þeim tveim búgreinum í augnablikinu en alveg spurning hvenær undirritaður og þær þúsundir sem hafa lifibrauð af sömu atvinnugrein og ég, fara af „friðunarlistanum“. Lega Íslands á hnettinum skýrir margt. En það er líka alveg í hæsta máta umdeilanlegt að íslenskar land- búnaðarvörur séu jafn dýrar og af er látið fyrir neytandann í núverandi umhverfi. Nærtækasti mælikvarðinn hlýtur að vera; hvaða hlutfalli útgjalda sinna eyða Íslendingar til matar- kaupa? Samkvæmt Eurostat (vitn- eskju og viskubanki ESB sjálfs) eru það 13,05%. Til samanburðar er ESB-meðaltalið 14%. Mjög svipað á evrusvæði. Sem sagt hærra hlutfall en hérlendis. Samt slá framámenn í innflutningsverslun hérlendis því stöðugt fram að tilvinnandi sé að slátra innlendum búgreinum á altari síns meinta frelsis , bara svo við verð- um jafn „ódýr“ og „frjáls“ sem allt öfundsverða fólkið erlendis. Áfram glymur tal um hið óhagkvæma land- búnarkerfi. En telst nálægt hundrað milljarða gjaldþrot, tap og afskriftir af verslunar- og skrifstofuhúsnæði síðan um Hrun vera hagkvæmni? Angi af sama meiði er krafa um innflutning á hráu/fersku kjöti. Á stuttri ráðstefnu fyrir skömmu kom fram að slíku fylgir alltaf ákveðin áhætta. Sumir eru komnir yfir mörkin þegar „vit“ þeirra á þessum málum hefur sig yfir alla sérfræðiþekkingu og ekki síður þegar döpur reynslu fyrri áratuga og alda með skæðum sjúkdómum i búfé gleymist. Oft er horft til Nýja-Sjálands og Ástralíu þegar kemur að útflutningi kjötvara. Þar er rekin stóriðju- landbúnaður og útflutningur sem fer víða um álfur. Færri vita hins vegar að þessar þjóðir eru með einhver ströngustu boð og bönn þegar kemur að innflutningi kjötvara. Segja það með öðru vera lykilinn að heilbrigði þeirra búfjárstofna sem er margfalt betra en í Bandaríkjunum. Talandi um álagningu íslenskrar verslunar hef ég nefnt dæmi því tengt. Vinur minn lenti með bíl sinn á verkstæði og þurfti að kaupa varahlut. Þótti hann nokkuð dýr, eða 72.000 kr. Var á leið til Þýskalands og ákvað að kaupa varahlutinn frekar þar enda fór ekki mikið fyrir honum. Þar kostaði þessi sami hlutur rúmlega 50 evrur, sem gera ríflega 7.000 krónur! Skal tekið fram að þarna eru engir verndartollar enda bílaframleiðsla ekki hafin enn hérlendis. Það er auðvitað aldrei sanngjarnt að setja alla undir sama hatt. Það skal ekki gert hér. En í allt of mörgum tilvikum er gróflega nálægt því að verið sé að okra á íslenskum neytendum. Bara hvernig verslanir hver á fætur annarri hreinlega banna verðkannanir lítur til dæmis ekki vel út. Að ekki sé talað um þegar verðskyn neytenda viljandi hverfur í móðu vegna síbreytileika og verðbreytinga stundum oft á dag í dagvörubúðum. Bændur hafa alveg trú á sjálfum sér fyrst sumir spyrja. Þeir óttast ekkert heldur neitt alvarlega. En þeir vita hins vegar af ótal dæmum um að auðvelt er að brengla jafn lítinn markað og hérlendis með undirboðum risanna. Valdimar Guðjónsson Formaður Félags kúabænda á Suðurlandi.salka.is Einstök ritröð um íslenska byggingarlist, sögustaði og menningarminjar EINNIG Á ENSKU Glæsilegar bækur, skreyttar ríkulegu myndefni eftir Björn G. Björnsson, leikmyndahönnuð Í matinn Fræðslu- og menningarferð til Shetlandseyja 8. - 18. október 2013 Flogið til Glasgow, dagsferð um stærstu eyju í Shetlands- eyjaklasanum, komið við á bóndabýli, prjónaverslun skoðuð, ráðstefnuferð til Shetland Mart þar sem gæða- flokkun er á hrútum og ull. Farið á ullarvikuna á eyjunni, fræðsla um landbúnað og ullarvinnsla skoðuð ofl. ofl. Verð; 273.730 fyrir utan flugið. Áhugasamir hafi samband við Ragnheiði í síma 869-9913 eftir kl. 16 á daginn eða í tölvupósti ragga@cultureandcraft.com ESB - samtals Rúmenía*** Litháen*** Kýpur** Lettland*** Króatía Eistland** Búlgaría*** Pólland** Portúgal** Ungverjaland*** Spánn** Grikkland** Slóvakía** Tékkland*** Slóvenía** Ítalía** Belgía** Frakkland** Malta** Finnland** ESB - Evrusvæðið Evrópska efnahagssvæðið Svíþjóð*** Noregur Kýpur** Ísland Holland** Danmörk*** Írland** Þýskaland** Austurríki** Sviss Stóra-Bretland*** Lúxemborg** * Hlutfall af neyslu án húsnæðiskostnaðar ** Evruríkin 17 *** ESB ríki án evru

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.