Bændablaðið - 18.07.2013, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 18.07.2013, Blaðsíða 1
14. tölublað 2013 Fimmtudagur 18. júlí Blað nr. 399 19. árg. Upplag 30.000 Halldór Jökull Ragnarsson kjötiðnaðarmeistari var í óðaönn að skera niður dýrindis steikur úr heilgrilluðum lambaskrokk þegar tíðindamann Bændablaðsins bar að garði á Bændadegi sem haldinn var í tengslum við Dýrafjarðardaga á Þingeyri þann 6. júlí. – Sjá nánar á bls. 7 Mynd / HKr. Við höfum verið í svakalegum vandræðum með ref og ég man ekki eftir öðru eins vori og í ár,“ segir Sólveig Bessa Magnúsdóttir, sem er æðarbóndi í Innri-Hjarðardal í Önundarfirði ásamt eiginmanninum Björgvini Sveinssyni. „Þetta er hreinn faraldur.“ Á mínum bæ erum við búin að vaka yfir æðarvarpinu látlaust í tvo mánuði. Það datt ekki úr ein einasta nótt. Ég held að það hafi sést refur á hverri einustu nóttu, það er búið að fella mjög marga og það er greinileg aukning í stofninum.“ – Þér finnst þá ekki bein ástæða til að friða refinn á Vestfjörðum? „Nei, það finnst mér ekki á sama tíma og Melrakkasetur í Súðavík hefur á stefnuskrá sinni að gera refinn að einkennisdýri Vestfjarða. Ég segi kannski ekki að það þurfi að útrýma refnum, en það þarf augljóslega að gera eitthvað til að halda stofninum í skefjum. Ég vona að það sé að kvikna einhver skilningur á því að það þurfi að gera eitthvað í þessum málum. Þetta snertir ekki bara æ ð a r - bændur, því refurinn er farinn að ganga nærri f u g l a l í f i almennt auk þess sem hann ræðst á lömb og kindur. Við höfum reynt að verja æðarvarpið og aðrir fuglar á svæðinu njóta góðs af því. Refurinn er mjög ágeng tegund í dýraríkinu sem þarf að hemja, nema við viljum að landið verði án fuglalífs. Á hendi sveitarfélaga Bændur víða um land hafa kvartað mjög yfir refnum síðustu misserin og virðist ágengni hans færast í aukana í takt við fjölgun í stofninum. Konráð Eggertsson, hrefnuskytta á Ísafirði, sem fengist hefur við æðarrækt í Þernuvík við Ísafjarðardjúp, segir t.d. að refurinn sé orðinn hreinasta plága og skömm að því hvernig haldið sé á málum varðandi refaveiðar. Sólveig Bessa segir að það sé í hendi sveitarfélaga að úthluta fjármagni sem fáist frá ríkinu til refaaveiða. Dregið hafi úr þeim fjárveitingum á undanförnum árum og það hafi leitt til þess að reyndum kunnáttumönnum í refaveiði fari fækkandi. Að vísu var heldur aukið við framlag ríkisins í ár en ekki liggur ljóst fyrir hvernig það hefur skilað sér inn í refaveiðarnar. Ísafjarðarbær stendur sig ekki vel „Ísafjarðarbær hefur ekki verið duglegur að sinna þessu á meðan Reykhólahreppur er t.d. að gera þetta mjög vel. Þar er borgað fyrir öll unnin dýr en í Ísafjarðarbæ er einungis um ákveðna upphæð að ræða. Tekin var ákvörðun um að skipta henni á milli ráðinna refaskytta en aðrir sem vinna dýr fá ekkert fyrir sína vinnu. Svona hefur þetta verið, en spurning er hvort það muni breytast.“ Kunnátta við grenjavinnslu er að tapast „Það eru ekki margir sem leggja þetta á sig fyrir ekki neitt, nema helst æðarbændur sem hafa hagsmuni af því að verja varplöndin. Þess vegna dettur kunnáttan út, eins og við grenjavinnslu. Það er orðið erfitt að finna veiðimenn sem kunna að vinna greni. Við sem erum að verja varpið erum bara að ná einstökum dýrum þó að við vitum að þau geti átt greni með yrðlingum í næsta dal sem ekkert er átt við,“ segir Sólveig. Hún segir ekki vera eins mikið vandamál í dag út af mink, enda hafi verið mun skipulagðari veiðar á honum á vissum svæðum. Einnig sé viðurkenndara að það megi útrýma minknum. Salvar Baldursson æðarbóndi í Vigur tekur undir orð Sólveigar. Hann býr þó við sérstakar aðstæður verandi með sitt æðarvarp sem er á eyju sem refurinn hefur ekki aðgang að. Hann segir að sinn vandi í vor hafi helst verið vegna ágangs hrafns í æðarvarpinu. /HKr. – Sjá nánar á bls. 2 Refurinn er orðinn plága í æðarvarpi bænda á Vestfjörðum: „Þetta er hreinn faraldur“ – segir Sólveig Bessa Magnúsdóttir æðarbóndi í Innri-Hjarðardal í Önundarfirði, en vaka þurfti yfir æðarvarpinu í tvo mánuði. Þessi mynd var tekin í Önundarfirði vorið 2012. Aðfaranótt 16. maí stóðu vaktmenn tveggja æðarvarpa, á Ytri-Veðrará og á Tannanesi, næturvaktina. Hér er Karvel Þorsteinsson á Tannanesi með þrjár af fimm tófum sem náðust. Mynd / Magnús Hinriksson Sólveig Bessa Magnúsdóttir Grípa þarf til aðgerða til að mæta aukinni eftirspurn 12 16-17 Minkaræktin á Íslandi skapar umtalsverðar gjaldeyristekjur Bændadagur í Dýrafirði 24-25

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.