Bændablaðið - 18.07.2013, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 18.07.2013, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 18. júlí 2013 Sighvatur Jón Þórarinsson og Kristín Álfheiður reka kúabú- skap á Höfða í Dýrafirði. Segir Sighvatur að þau séu auk þess með nokkrar kindur og hænur auk þess að stunda skógrækt. Þau hjón lögðu m.a. til kálfa og heimalning sem voru gestum á Bændadegi til sýnis. „Þetta gengur bara ágætlega. Við erum ekki með neitt stórbú, eða tæpar 20 kýr og 100 kindur.“ Bragðbætt ábrystir vakti athygli Þau hjón voru með bakkelsi og ýmsar afurðir af búinu til sölu á Bændadeginum á Þingeyri og margvíslegan annan heimaunninn varning. Ábrystir með vanillu- og súkkulaðibragði vöktu þar mikla athygli, enda hreinasta sælgæti. Augljóst var að ekki skortir hugumyndaflugið hjá vestfirskum bændum. /HKr. Góð aðsókn að Bændadegi sem haldinn var í tengslum við Dýrafjarðardaga á Þingeyri: Árni Brynjólfsson bóndi á Vöðlum í Önundarfirði spilaði á nikkuna af miklum móð Árni Brynjólfsson, bóndi á Vöðlum í Önundarfirði, spilaði á harmoníku af miklum móð fyrir gesti á Bændadegi Búnaðarsambands Vestfjarða sem haldinn var á Þingeyri 6. júlí samhliða Dýrafjarðardögum. Hann sagðist þó ekki þora að lofa sér mikið í spilamennsku svona um hásumarið, enda aldrei að vita hvenær hann þyrfti að hlaupa í heyskapinn. „Spilamennskan gefur þó lífinu lit. Í maí var ég að spila úti um allt nokkrar helgar í röð.Það voru afmæli, brúðkaup og allt mögulegt.“ Sagðist Árni rétt vera að byrja að slá en sprettan væri mjög góð. Vænti hann því góðra heyja í sumar. „Ef það þornar aðeins á þá rýkur maður af stað með sláttinn. Það er svolítið sérstakt núna að það er mikið meiri raki nú í júní en undanfarin ár. Hér var allt að brenna úr þurrki á sama tíma í fyrra en slíkt sést ekki núna. Það er aðeins vottur af kali og einkum á blettum í lautum, en ekkert sem skiptir máli. Við erum með sláttinn svolítið seinna á ferðinni núna en síðustu árin en ég held að þetta sé mun nær því sem eðlilegt geti talist. Það væri samt fínt að fá þurrk,“ sagði Árni og hélt áfram að spila á nikkuna fyrir gesti. Hann sagði yfirleitt góðan hug í vestfirskum bændum og þeir sem væru í ferðaþjónustunni líka hefðu mikið að gera. Þar væri greinilega mikill vöxtur. HKr. Kúabændur á Höfða í Dýrafirði mættu með margvíslegan varning á Bændadag: Buðu upp á ábrystir með vanillu- og súkkulaðibragði Sighvatur Jón Þórarinsson og Kristín Álfheiður. Árni Brynjólfsson, kúa- og músíkbóndi á Vöðlum. Myndir / HKr.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.