Bændablaðið - 18.07.2013, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 18.07.2013, Blaðsíða 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 18. júlí 2013 Í Næfurholti búa þau Ófeigur Ófeigsson og Halldóra Hauks- dóttir ásamt sonum sínum Hjalta og Geir. Ófeigur er fæddur og uppalinn í Næfurholti en Halldóra kom þangað 1986. Býli? Næfurholt. Staðsett í sveit? Efsti bær á Rangárvöllum. Ábúendur? Ófeigur Ófeigsson og Halldóra Hauksdóttir. Stærð jarðar? Á milli 6 og 7.000 hektarar. Gerð bús? Sauðfjárbú. Fjöldi búfjár og tegundir? Um 430 kindur, tvær kýr, tveir kálfar, tveir hestar, 4 hundar, einn köttur og 12 hænur. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það er mjög árstíðabundið, nú er verið að klára flagvinnu og verið í girðingarvinnu. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er sauðburður, heyskapur og smalamennska, þá sérstaklega snatt leitir, annars er flest skemmtilegt þegar vel gengur. Leiðinlegast er að taka til eftir sauðburð og þess háttar. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Meiri gróður og betri bústofn. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Svo sem ekki mikla. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í fram tíðinni? Eflaust vel. Hvar teljið þið helstu tækifærin í útflutningi íslenskra búvara? Í flestum greinum, og ekki síst í lambakjöti ef öfgar í beitarmálum loka ekki allt sauðfé inni í hólfum allt sumarið með tilheyrandi lyfjagjöfum, þá getum við hætt að tala um sérstöðu og hreinleika. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Brauð, ostur, smjör, rjómi og tómatsósa. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakótelettur með brúnuðum kartöflum og brúnni sósu. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Ekkert eitt sem stendur upp úr, en mörg eftirminnileg atvik. Líf og lyst BÆRINN OKKAR Hamborgarar slá alltaf í gegn en hér er uppskrift að „smáborgurum“ sem eru heppilegur fingramatur. Það er tilvalið að velja brakandi ferskt íslenskt grænmeti nú þegar uppskerutíminn er fram undan. Glóðarsteiktir smáborgarar 8 stk. 40 g hamborgarar hnoðaðir úr úrvals nautakjöti (rúmlega 300 g af hakki). Það er líka kjörið að nota kjúklingakjöt. Brie-ostur, skorinn í sneiðar 8 stk. lítil hamborgarabrauð eða út stungnir brauðhringir 4 msk. sýrður rjómi Tómatsulta eða salsa Basilíkulauf Salatblað, tómatur, gúrka eða paprika (notið hugmyndaflugið!) Hamborgarakrydd Aðferð: Skiptið hakkinu í 8 jafn stórar kúlur. Fletjið hverja kúlu út á vaxpappír svo hún verði um 6 cm að þvermáli og 6 til 7 mm á þykkt. Gott er að frysta borgarana í a.m.k. klukkustund (það kemur í veg fyrir að þeir detti í sundur við steikingu). Setjið hálffrosnu borgarana á pönnuna (eða grillið). Eftir 20 sekúndur, þrýstið þeim niður með steikarspaða og kryddið. Snúið við og leggið ostsneiðar ofan á rétt í lokin. Raðið grænmeti og basilíku- laufum á borgarann ásamt sýrða rjómanum og tómatsultunni. Hamborgarakrydd 4 msk. salt 1 tsk. malaður svartur pipar 2 stk. stjörnuanís (mulinn í mortél) ¼ tsk. laukduft Hrært saman og sett í kryddstauk Góð hamborgararáð Mikilvægt er að hita grillið vel til að loka safann inni og halda bragðgæðunum. Prófið sýrðan rjóma eða jógúrtsósu í staðinn fyrir majonessósur. – Smáborgarar eru skemmtilegur partímatur! Brakandi hamborgarasmábrauð 200 g volgt vatn 30 g smjör 1 stórt egg 400 g hveiti, gott að setja smá af rúg- mjöli með 50 g sykur eða pálmasykur og hunang 1¼ tsk. salt 1 matskeið þurrger 40 g bráðið smjör (til að pensla fyrir bakstur) Aðferð: Blandið og hnoðið allt saman - gerið mjúkt og slétt deig. Látið hefast undir stykki í 1 til 2 klst. eða þar til deigið hefur næstum tvöfaldast. Skiptið deiginu í 8 eða 12 bita. Mótið hvert stykki í bolta, setjið á smjörpappír og látið hefast í um 1 klst. Penslið með bræddu smjöri. Bakið í bollur í forhituðum 175 °C ofni í 15 til 18 mínútur, þar til brauðið verður gullið/brúnt á litinn. Fjarlægið brauðið úr ofninum og penslið með hinum hlutanum af bræddu smjörinu. Þetta mun gefa hamborgarabrauðinu glans og raka. Kælið og framreiðið. Hollur og skemmtilegur skyndibiti MATARKRÓKURINN BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI Næfurholt Lilli (traktorinn) að binda inni á sandi.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.