Bændablaðið - 18.07.2013, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 18.07.2013, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. júlí 20132 Fréttir Girðingarefni flýgur út: Mikil og góð sala „Það hefur verið mikið að gera í sölu girðingarefna undanfarnar vikur,“ segir Ellert Jón Gunnsteinsson, verslunarstjóri hjá Líflandi á Lónsbakka við Akureyri. Hjá versluninni er mikið úrval girðingarefna af öllu tagi, venjulegar girðingar, tré-, járn-, og plaststaurar auk rafmagnsgirðinga. Gríðarlegt tjón varð á girðingum á norðanverðu landinu á liðnum vetri en strax eftir hamfaraveðrið sem varð í byrjun september á síðasta ári kom í ljós að víða voru girðingar illa farnar, skemmdar eða jafnvel ónýtar. Bændur hafa síðan nýtt vorið til að laga það sem aflaga fór og verið iðnir við að auka girðingarefni að sögn Ellerts. Hann segir að fleiri aðilar norðan heiða selji girðingarefni þannig að salan dreifist nokkuð víða, en hjá Líflandi hefur salan þó verið óvenjugóð og meiri en vanalega. „Girðingar komu mjög illa undan snjóþungum og erfiðum vetri og við höfum fundið fyrir því hjá okkur, salan á girðingarefni hefur verið mjög góð,“ segir hann. Nefnir hann sérstaklega að mikil sala hafi verið í plaststaurum, enda voru þeir víðast hvar bognir og brotnir eftir snjóþunga vetrarins. Eins nefnir Ellert að í allan vetur hafi mikið selst af gaddavír, en margir brugðu á það ráð að setja upp nokkurs konar bráðabirgðaaðhald heima við bæi sína. Girðingar voru á kafi í snjó og þá settu bændur upp gaddavírsgirðingar ofan á snjóinn, m.a. til að halda hrossum heima við bæi. „Fólk er enn að kaupa girðingarefni þótt komið sé fram á mitt sumar en ég geri ráð fyrir að aðeins fari að slakna á núna þegar heyskapur fer að komast á skrið. Svo verður örugglega byrjað aftur í haust enda næg verkefni fram undan í þessum efnum,“ segir Ellert. /MÞÞ Bæjarráð Vesturbyggðar hefur sent frá sér bókun um að tryggja verði raforku á svæðinu. Í bókuninni segir: „Í tilefni af rafmagnsleysi sem varð 6. júlí sl. á Barðaströnd þá vill bæjarráð Vesturbyggðar taka undir bókun frá því í janúar 2013 þar sem skorað er á Orkubú Vestfjarða að tryggja raforkuöryggi og varaafl á Vestfjörðum. Það er ótækt að um mitt sumar fari rafmagn af í 7 klukkutíma vegna bilana á línum á svæðinu. Þetta atvik sannar enn og aftur hversu mikilvægt það er að endurnýja línur á Vestfjörðum, varaafl verði aukið og flutningsöryggi raforku sé tryggt á svæðinu.“ Raforka verði tryggð Sólveig Bessa Magnúsdóttir, æðarbóndi með meiru í Innri- Hjarðardal í Önundarfirði, segir æðarvarpið hafa heppnast vel í sumar, þrátt fyrir kulda í vor og ágang refsins. Í Dúnlandi, félagi æðarbænda í Ísafjarðarsýslum og Vestur-Barðastrandarsýslu, eru 53 félagsmenn. Á svæði þeirra eru í kringum 40 æðarvörp, en um 30 þeirra tilheyra félagsmönnum. Þá á eftir að telja æðarvörp og bændur í Reykhólasveit og á Ströndum. Sagðist Sólveig áætla að í heild væru á milli 50 og 60 æðarvörp á Vestfjörðum öllum. Sólveig segir svolítið breytilegt milli ára hversu stór vörpin séu. Kollan færi sig dálítið til á milli svæða þótt hún haldi oftast tryggð við sinn stað. „Ég hugsa að fuglinn hafi sest upp allavega viku seinna en undanfarin ár. Í fyrravor kom snjóhret eftir að fuglinn var sestur á hreiðrin og sat hann þá bara á eggjunum og oft bara með hausinn upp úr snjónum. Sums staðar gáfust kollurnar þó upp og yfirgáfu hreiðrin þegar þær snjóaði í kaf. Þá urðu hreiðrin, eggin og dúnninn ónýtur. Núna var vorið jafnkalt alla daga og það komu engin hlýindi eins og í fyrra. Mér sýnist afföllin samt vera minni. Fuglinn virðist hafa hegðað sér nokkuð eftir veðrinu og seinkaði bara varpinu. Þótt það hafi verið fremur kalt það sem af er sumri virðist það ekki hafa áhrif á viðkomuna. Það eru jafn mörg egg og venjulega og ungar sem komast á legg. Kollan hefur heldur ekkert verið að yfirgefa hreiðrin þótt allt sé seinna á ferðinni. Þær hegða sér bara eftir tíðarfarinu, enda eru þetta alvöru Íslendingar sem kunna að búa á þessu landi. Mér sýnist útkoman úr dúntekjunni vera nálægt því sem eðlilegt getur talist.“ Samfara því að kollurnar settust seinna upp seinkar öllu umstangi æðarbænda við dúntekjuna. „Við höfum oft verið að taka síðasta dún úr hreiðrum í lok júní en nú er komið fram í júlí [viðtalið var tekið 6. júlí] og enn nokkrar kollur á hreiðrum.“ – Hvað með verð fyrir dúninn? „Það hefur aðeins verið að mjakast upp. Ég held að það sé í kringum 170.000 krónur fyrir kílóið. Þá voru engar birgðir til í landinu í vor því allt seldist upp. Þetta lítur því ljómandi vel út í ár.“ Sólveig segir að öflugasti kaupendahópurinn sé í Japan og þar á eftir komi Þjóðverjar en minna sé selt til annarra landa. /HKr. Æðarbændur á Vestfjörðum bjartsýnir þrátt fyrir kalt vor og mikinn ágang refsins: Æðarvarpið heppnaðist vel og dúntekja líklega í meðallagi sýndi afurðir æðarbænda á Bændadegi sem haldinn var á Dýrafjarðardögum á Þingeyri um fyrri helgi. Mynd / HKr. Girðingarefni hefur selst sem aldrei fyrr norðan heiða, enda varð gríðarlegt tjón á girðingum í þeim landshluta eftir snjóþungan Mývatnssveit, tekin skömmu eftir á liðnu hausti. Kjötafurðastöð KS á Sauðárkróki og sláturhús SKVH á Hvammstanga birta nýja verðskrá fyrir sláturfé: Verð til bænda hækkar að meðaltali um rúm 9 % – höfum svigrúm og mikla trú á greininni segir forstöðumaður Kjötafurðarstöðvar KS „Við teljum okkur hafa svigrúm fyrir þessari hækkun og höfum trú á greininni,“ segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurða- stöðvar KS á Sauðárkróki, en Kjötafurðastöðin og SKVH á Hvammstanga gáfu í byrjun vikunnar út nýja verðskrá fyrir sauðfjárinnlegg í sláturtíð 2013. Áætlað er að slátra þrjá daga í ágúst í sláturhúsinu á Hvammstanga og er stefnt að því að ná inn í þá slátrun 4-5.000 lömbum, en afurðirnar verða sendar ferskar á markað í Bandaríkjunum. „Því biðjum við bændur að kanna vel hvort þeir geti lagt okkur eitthvað til þessa daga,“ segir á vef KS þar sem nýja verðskráin er kynnt. Töluverð hækkun Ágúst segir að um töluverða hækkun sé að ræða frá verðskránni í fyrra. Erfitt er að bera verðskrárnar nákvæmlega saman vegna innbyrðis breytinga til hækkunar og lækkunar á milli ára og breytinga á álagsgreiðslum og fækkunar liða. Miðað við verð í 36 viku með álagsgreiðslum nemur hækkunin samt um 9,5% en um 9,2% miðað við grunnverð í síðustu viku sláturtíðar án álags. „Við höfum ekki áður verið fyrstir til að birta verðskrá en gerum það núna. Það var mat okkar að við þyrftum að koma okkar skilaboðum fljótt til bænda, en þau eru að við höfum trú á greininni. Við höfum fjárfest talsvert í okkar afurðastöðvum til hagræðingar, sem og komið á samvinnu milli KS og SKVH, sem er smám saman að skila sér í öflugri og hagkvæmari rekstri.“ Hann segir að sauðfjárbændur hafi glímt við margvíslega erfiðleika undanfarin tvö ár og félagið vilji með nýju verðskránni og þeirri hækkun sem í henni felst sýna bændum í verki að þeir standi með þeim. „Samdráttur í framleiðslu er ekki það sem við þurfum á að halda, heldur öflug sókn í öllum landbúnaðargreinum, þar með talið sauðfjárrækt.“ Jákvæð viðbrögð Ágúst segir fyrirtækið hafa svigrúm til hækkunar, undanfarin tvö ár hafi fyrirkomulagið verið þannig að greiddar hafa verið uppbætur á innlegg í tenslum við afkomu, en miðað við nýju verðskránna sé fyrirtækið að gera miklar kröfur til sín um enn meiri árangur í rekstri. „En við munum að sjálfsögðu skoða það þegar árið verður gert upp hvernig til hefur tekist,“ segir Ágúst. Hann segir mikilvægt að nýta vel alla þá bestu markaðsmöguleika sem fyrir afurðirnar eru „og þess vegna biðlum við nú til þeirra bænda sem lagt geta okkur til lömb í slátrun í ágústmánuði, en það er nauðsynlegt að komast sem fyrst af stað með sölu í Bandaríkjunum. Þar hefur verið að byggjast upp markaður á undanförnum árum og menn bíða eftir fyrstu sendingu haustsins,“ segir Ágúst en samstarf af því tagi milli bænda og afurðastöðva skapi betri afkomu. Hann segir enn fremur að viðbrögð bænda við nýju verðskránni hafi verið mjög jákvæð og góð og pantanir fyrir slátrun streymi inn. „Það er ágætis hljóð í bændum núna, heyskapur hefur gengið ágætlega og útlit fyrir að heyfengur verði víða betri en undafarin ár , þannig að mér finnst að bjartsýni í þeirra hópi sé að aukast á ný og vonandi eykur verðskráin okkar enn frekar á bjartsýni þeirra.“ SS birtir verð í næstu viku Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir að á fimmtudag í næstu viku, 25. júlí, verði stjórnarfundur hjá félaginu þar sem m.a. liggi fyrir að taka ákvörðun um nýja verðskrá fyrir sláturtíð 2013. „Við munum fjalla um málið á þeim fundi og í framhaldi birta nýja verðskrá á vef okkar,“ segir hann. Hann kveðst fagna því að KS hafi riðið á vaðið og birt verðskrá fyrir sauðfjárinnlegg. „Ég fagna því að verðskrá er birt tímanlega, það er ekki gott að draga það fram eftir sláturtíð að birta verðskrá,“ segir hann. Hærra verð en við áttum von á Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssambands sauðfjárbænda, tekur í sama streng og fagnar því að ný verðskrá hafi verið birt hjá KS. „Mér sýnist að verð sé nokkuð yfir því sem sauðfjárbændur áttu von á, en miðað við þá stöðu sem þeir eru í margir hverjir og þá erfiðleika sem yfir hafa gengið þurfa þeir á hækkun að halda, þeim veitir ekki af þessu,“ segir Þórarinn Ingi. Hann segir nýju verðskrána gefa til kynna að KS ætli sér að sýna bændum stuðning og að félagið hafi trú á að bjartari tímar séu fram undan í greininni. /MÞÞ Þórarinn Ingi Pétursson fagnar góðu verði fyrir kjötinnlegg hjá afurðastöðvum KS og SKVH.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.