Bændablaðið - 18.07.2013, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 18.07.2013, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 18. júlí 2013 Framkvæmdir standa nú yfir við byggingu á um 300 fermetra hús- næðis MS á Akureyri. Um er að ræða viðbót við afgreiðslulager og kælirými. Gert er ráð fyrir að fram- kvæmdum ljúki í haust og segir Kristín Halldórsdóttir, mjólkurbús- stjóri MS á Akureyri, að þegar nýtt viðbótarhúsnæði verði tekið í notk- un muni aðstaða til að afgreiða og taka á móti vörum batna verulega. „Á meðan á þessum framkvæmd- um stendur búum við óhjákvæmilega við ákveðin óþægindi og þrengsli. Það er auðvitað bagalegt, sumarið er háannatími í okkar starfsemi en einnig sá tími sem framkvæmdir við hús- byggingar fara fram af sem mestum krafti,“ segir Kristín en væntir þess jafnframt að menn taki þrengslum með jafnaðargeði. Ný ostagerðartæki tekin í notkun í haust Fleiri stór verkefni eru í gangi hjá MS-Akureyri um þessar mundir og tengjast þau fjárfestingum og breyt- ingum hjá Mjólkursamsölunni sem miða að því að auka sérhæfingu mjólk- urbúanna. Fyrirtækið hefur keypt ný ostaframleiðslutæki sem eru komin til landsins og bíða flutnings norður í land. Nýju ostagerðartækin verða stærri og afkastameiri en þau sem fyrir eru og verður þeim nýju komið fyrir í sama húsnæði og húsir núverandi ostagerð og einnig þar sem skyrgerð var áður. Fyrsta áfanga endurnýjunar tækjanna er raunar lokið, en að sögn Kristínar verður haldið áfram með verkefnið þegar líður á sumarið. „Ég geri ráð fyrir að við hefjumst handa af krafti þegar nær dregur hausti og byrjum á að taka gömlu tækin niður, þau eru orðin 22 ára gömul og því kærkomin endurnýjun fram undan,“ segir hún. Vonir standa til að hægt verði að prófa nýju ostagerðartækin í lok september. „Þetta er stórt og flókið verkefni og það tekur nokkurn tíma að koma öllu í gang.“ Mjólkursamsalan hefur fjárfest í þessum endurbótum fyrir um einn milljarð króna í tækjum, í í búnaði og húsnæði á Akureyri. Smávörudeildin flutt norður, skyrið suður Hluti af þeim breytingum sem fylgja sérhæfingu mjólkurbúanna er að smávörudeild MS var á liðnum vetri flutt frá Selfossi norður yfir heiðar og komið fyrir í samlaginu á Akureyri. Það var gert í kjölfar þeirrar ákvörðunar að hætta fram- leiðslu á hinu fornfræga KEA skyri í höfuðstað Norðurlands, en fram- leiðsla á sýrðum vörum fer nú að mestu fram hjá MS-Selfossi. Kristín segir að framleiðsla smávörudeildar MS henti rekstrinum á Akureyri vel; deildin er með fjölbreytta starfsemi og hefur m.a. á sinni könnu fram- leiðslu á ýmsum vörutegundum, eins og ostakökum, hrísmjólk, grjónagraut, smámáli og rjómaosti, auk þess að framleiða nokkrar tegundir af skyr- kökum fyrir annan aðila. Tækifæri í vöruþróun „Þetta eru allt vinsælar vörur og við sjáum mikil sóknarfæri þegar til framtíðar er litið m.a. hvað varðar vöruþróun,“ segir Krístín. Nú sé stóra verkefnið að vinna að þeim fram- kvæmdum og breytingum sem fylgi nýju ostagerðartækjunum, „en þegar því er lokið munum við skoða ýmsa kosti sem það hefur í för með sér fyrir okkur að fá smávörudeildina norður,“ segir hún. „Við teljum að margvíslegir möguleikar séu fyrir hendi varðandi þessar vörur, meðal annars að kynna þær á stækkandi eftirréttamarkaði og fyrir stórnotendum eins og mötuneyt- um og veitingastöðum.“ Sala á rjómaosti eykst ár frá ári Alls eru framleiddar sex tegundir af mismunandi ostakökum auk þess sem MS framleiðir árstíðarbundnar ostakökur, t.d. fyrir jól, páska og konudag. Hrísmjólk, með þremur bragðtegundum, er einnig framleidd innan smávörudeildar sem og grjóna- grautur, en hvorutveggja hefur notið mikilla vinsælda meðal landsmanna. Þá er ótalinn rjómaostur, bæði hreinn og með hinum ýmsu viðbótum eins og hvítlauk, sólþurrkuðum tóm- ötum, svörtum pipar, appelsínulíkjör og kryddblöndu. Loks má geta þess að hinn ítalskættaði mascarpone- rjómaostur er einnig framleiddur hjá MS-Akureyri, en hann er mikið notaður í ábætisrétti, t.d. hið þekkta Tíramísú. Þá er eftirrétturinn Smámál framleiddur á Akureyri. „Sala á rjómaostum eykst ár frá ári, enda eru þeir núorðið mikið notaðir til matargerðar, í sósur, súpur, pastarétti og ýmsa rétti aðra. Við finnum fyrir því að fólk kann vel að meta fjölbreytt úrval rjómaostanna frá okkur,“ segir Kristín. /MÞÞ Mjólkursamsalan á Akureyri: Fjárfestir fyrir um einn milljarð króna í tækjum, búnaði og húsnæði - - - Bændablaðið Kemur næst út 1. ágúst

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.