Bændablaðið - 18.07.2013, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 18.07.2013, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. júlí 201312 Fréttir Reiðveganefnd hestamanna- félagsins Neista á Blönduósi hefur uppi áform um lagningu reið vegar frá Svínvetningabraut, framhjá heyrúllu svæðinu, vestur undir hitaveitulögn, til suðurs meðfram hitaveituæð að landamerkja- girðingu við Hjaltabakka og þaðan austur með girðingunni áleiðis að veiðihúsi Laxár á Ásum. Reiðveganefndin hefur sent erindi til skipulags-, byggingar- og veituefnd Blönduósbæjar um reiðvegagerðina. Þar kemur einnig fram að uppi eru áform að bæta reiðveginn sem liggur frá Svínvetningabraut að landamerkja- girðingu og tengist þar með þeirri leið sem fjallað er um hér að ofan og að auki að kanna hvort hægt sé að gera reiðleið vestan Svínvetningabrautar frá hesthúsabyggð að áðurnefndri reiðleið. Skipulags-, byggingar- og veitu- nefndin tók erindi reiðveganefndar fyrir á fundi sínum í gær og í fundar- gerð segir að samkvæmt gildandi aðal skipulagi Blönduósbæjar 2010- 2030 séu skilgreindar reiðleiðir og samþykkir nefndin uppbyggingu þeirra í samræmi við skipulag. Endurbætur reiðvega Skýrsla starfshóps um eflingu nautakjötsframleiðslu á Íslandi: Grípa þarf til aðgerða til að mæta aukinni eftirspurn – aðstaða verði sköpuð til að flytja inn nýtt erfðaefni til innblöndunar í íslenska holdanautastofninn Eftirspurn eftir nautakjöti hefur aukist mjög undanfarin misseri og markaðurinn stækkað en ásetningur nautkálfa síðastliðin tvö ár hefur aftur á móti minnkað. „Það liggur ljóst fyrir að grípa þarf til aðgerða til að mæta aukinni eftirspurn á næstu mánuðum, þetta er úrlausnarefni sem greinin stendur frammi fyrir og þarf að leysa,“ segir Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda. Fyrr í þessum mánuði skilaði starfshópur um eflingu nautakjötsframleiðslu skýrslu og kynnti fyrir ráðherra landbúnaðarmála og starfsfólki ráðuneytisins. Baldur Helgi segir að vel hafi verið mætt á þann fund og viðtökur við innihaldi og niðurstöðum skýrslunnar verið jákvæðar og góðar. Hlutverk starfshópsins var að móta tillögur um hvernig standa skuli að innflutningi á erfðaefni, gera tillögur að kynbótaskipulagi, leggja fram tillögur að nýju kjötmati og einnig að móta tillögur um hvernig megi stuðla að aukinni fagmennsku í nautakjötsframleiðslu. „Það er áhugi fyrir þessum málum innan ráðuneytisins, þar er vilji til þess að vinna að framgangi málsins. Ég fann ekki annað en menn væru jákvæðir og skýrslunni var vel tekið, það er okkur mjög mikilvægt að fá þessi jákvæðu viðbrögð.“ Fyrr á árinu skilaði nefnd á vegum atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytis skýrslu um stöðu holdanautastofnsins sem lið í að efla nautakjötsframleiðslu hér á landi. Niðurstaða þeirrar nefndar var að þrátt fyrir að erfitt sé að gera heildstæða úttekt á erfðafræðilegri stöðu núverandi holdanautastofns sé hægt að segja með talsverðri vissu að ekki sé möguleiki á að stunda sjálfbært ræktunarstarf í holdakynjunum þremur sem hér finnast því skyldleiki gripa sé of mikill. Óhjákvæmilegt sé því að flytja inn nýtt erfðaefni ef efla eigi holdanautastofninn hér á landi. Starfshópur var að tillögu Landssambands kúabænda skipaður til að rýna þessa skýrslu og koma með tillögur um aðgerðir til að efla nautakjötsframleiðslu- og stöðu holdanautastofnsins á Íslands. Flutt verði inn erfðaefni af holdakyninu Aberdeen Angus Lögð er fram sú tillaga í nýju skýrslunni að þegar verið hafist handa við að skapa aðstöðu til að flytja inn nýtt erfðaefni til innblöndunar í íslenska holdanautastofninn og telur starfshópurinn að flytja eigi inn erfðaefni af holdakyninu Aberdeen Angus. Á síðari stigum verði kannaðir möguleikar á innflutningi á erfðaefni Limousin gripa. Lagt er til að erfðaefnið verði flutt inn frá Noregi í samvinnu við ræktunarfélög þar í landi. Áður en til innflutnings erfðaefnis kemur telur hópurinn að gera verði ítarlega áhættugreiningu varðandi fyrirkomulag innflutnings þess og sérstaklega skoðað hvort unnt verði að leyfa innflutning sæðis beint til einstakra bænda. Þá telur hópurinn fýsilegt að kanna hvort möguleiki sé á að koma upp sérstöku ræktunarbúi til að framrækta Aberdeen Angus kynið og byggja upp hreinræktaðan stofn og þar verði jafnframt aðstaða til sæðistöku til dreifingar í gegnum Nautastöð BÍ til bænda. Skyldleikarækt orðin vandamál Baldur Helgi segir að það erfðaefni sem nautakjötsframleiðendur noti nú sé um 20 ára gamalt „og það er alls ekki viðunandi, skyldleikarækt er orðin vandamál í greininni og ljóst að við þessu þarf að bregðast, það er bráðnauðsynlegt að fá nýtt blóð inn í ræktunina. Þetta hefur verið til umræðu lengi og í tveimur nýlegum skýrslum sem fyrir liggja kemur skýrt fram hversu mikilvægt það er fyrir greinina að fá inn í hana nýtt blóð,“ segir hann. Nautakjötsmarkaðurinn veltir um 2,5 milljörðum króna Innleggjendur nautgripaafurða voru alls 984 árið 2012 og komu það ár til slátrunar alls 22.132 nautgripir. Miðað við skilaverð til bænda er áætlað að verðmæti nautakjötsframleiðslunnar sé um 2,2 milljarðar króna. Í fyrra voru að auki flutt inn um 190 tonn af nautakjöti að verðmæti um 300 milljónir króna, þannig að heildarumfang nautakjötsmarkaðarins á Íslandi er um 2,5 milljarðar króna. „Markaðurinn hefur vaxið umtalsvert síðastliðin tvö ár, fram til ársins 2010 var hann að jafnaði um 4.000 tonn, innlend framleiðsla og innflutningur, en undanfarin tvö ár hefur hann verið um 4.500 tonn.“ Innlend nautakjötsframleiðsla þarf að aukast Ásetningur nautkálfa fór vaxandi fram til ársins 2010 en síðan þá hefur hann heldur dregist saman. Sú þróun á sér stað á sama tíma og eftirspurn eftir nautakjöti fer vaxandi. „Það er því nauðsynlegt að grípa til ráðstafana, þetta er úrlausnarefni sem greinin stendur frammi fyrir og þarf að leysa,“ segir Baldur, en m.a. telur hann að bændur í greininni þurfi að grípa til ráðstafana til að auka fallþunga og flýta eldi þeirri gripa sem nú eru í uppvexti, ásamt því að auka ásetning kálfa. „Í ljósi þess að eftirspurn fer vaxandi tel ég að þeir bændur sem í greininni eru ættu að velta alvarlega fyrir sér að leita leiða til að flýta eldinu. Dæmin sanna að það er hægt að flýta eldinu og auka vaxtarhraðann, m.a. með góðum heyjum, steinefnabættu byggi og fiskimjöli. Þetta tekur allt hins vegar sinn tíma. Rannsóknir hafa einnig sýnt að sterkt eldi skilar betri efnahagslegri afkomu en eldi sem byggir á kraftlitlu fóðri“ segir Baldur. Markaðurinn vaxið um 10% undanfarin 2 ár Baldur segir helstu skýringu þess að markaðurinn hefur vaxið svo hratt sem raun ber vitni þá að straumur ferðamanna til landsins hafi aukist umtalsvert undanfarin ár. Hann bendir líka á að athyglisvert sé að eftir bankahrun hafi ekki komið nein sveifla niður á við í sölu á nautakjöti. Innflutningur hafi á árunum fyrir hrun verið töluvert meiri en nú hin síðari ár, eða allt á bilinu 5-600 tonn. „Markaðurinn hefur stækkað um 10% á tiltölulega stuttum tíma og við sjáum fyrir okkur að hann muni halda áfram að stækka. Við sjáum fyrir okkur að markaðurinn stækki um 2-3% árlega á næstu árum og það viðbótarmagn er fljótt að telja í hundruðum tonna. Það er því alveg ljóst að hægt er að afsetja fleiri íslenska gripi á innanlandsmakraði og við því þurfa bændur í greininni að bregðast. Þetta er tækifæri sem við verðum að grípa, auka framleiðsluna og verðmætasköpunina, en allar forsendur til þess eru til staðar,“ segir Baldur. Mjög aðkallandi að taka upp nýtt kjötmat Í skýrslunni er einnig nefnt að nauðsynlegt sé að hefja þegar undirbúning að upptöku á nýju kjötmati og setja það markmið að innleiðing þess hefjist í byrjun næsta árs, 2014. Lagt er til að yfirkjötmatið setji saman samráðshóp reyndra kjötmatsmanna frá stærstu sláturleyfishöfum og að nýtt kjötmat verði síðan framkvæmt samhliða eldra kjötmati fram til loka næsta árs, en þá um áramótin 2014 og 2015 taki nýtt kjötmat við. „Það er orðið afskaplega aðkallandi fyrir búgreinina að tekið verði upp nýtt kjötmat og það er á valdi ráðuneytisins að breyta því,“ segir Baldur. Það taki tíma og geri starfshópurinn að tillögu sinni að þegar á næsta ári verði byrjað á upptöku þess samhliða núverandi kjötmati. Það kerfi sé þannig uppbyggt að kjötmatsflokkarnir séu þrír, UN úrval sem um það bil 10% af skrokkunum lendi í, bróðurpartur alls kjöts eða um 85% fari í flokk sem nefnist UN 1 og svo er UN 2 flokkur þar sem lakasta kjötið fer í, um 5% af magninu. Baldur nefnir að sauðfjárbændur hafi verið í svipaðri stöðu fyrir 15 árum, um 90% af öllu dilkakjöti hafi farið í sama flokk, en í kjölfar þess að nýtt kjötmatskerfi var tekið upp í sauðfjárrækt hafi verulegur árangur náðst í ræktunarstarfi með heilmiklum ávinningi fyrir bændur. „Það er löngu orðið tímabært að við tökum upp nýtt kjötmat í nautakjötsframleiðslunni,“ segir Baldur. Starfshópurinn leggur líka til að gerð verði úttekt á stöðu allra hjarða þar sem nautakjötsframleiðsla er stunduð sem aðalbúgrein og að henni lokinni metið hvaða aðgerðir skili mestum árangri. Þá er Ráðgjafar miðstöð landbúnaðar ins hvött til að koma upp skipulagðri ráðgjafarþjónustu við nautakjöts framleiðendur. Þess má geta að RML hefur nú þegar sett af stað átaksverkefni á sviði ráðgjafar til nautakjötsframleiðenda. Einnig er í skýrslunni nefnt að gera þurfi gangskör að því að efla og bæta skýrsluhald í greininni. Það verði gert að skilyrði fyrir því að fá innflutt erfðaefni til notkunar í viðkomandi hjörð. /MÞÞ Íslendingar eru 323.810 Í lok 2. ársfjórðungs 2013 bjuggu 323.810 manns á Íslandi samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Þar af voru 162.400 karlar og 161.410 konur. Landsmönnum fjölgaði um 880 á ársfjórðungnum. Erlendir ríkisborgarar voru 21.990 og á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 207.120 manns. Á 2. ársfjórðungi 2013 fæddust 1.100 börn en 500 einstaklingar létust. Á sama tíma fluttust 270 einstaklingar til landsins umfram brottflutta. Aðfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 120 umfram brottflutta, en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 150 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu. Fleiri karlar en konur fluttust frá landinu. Noregur var helsti áfangastaður brottfluttra íslenskra ríkisborgara, en þangað fluttust 240 manns á 2. ársfjórðungi af 620 alls.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.