Bændablaðið - 18.07.2013, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 18.07.2013, Blaðsíða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. júlí 2013 7 Grillvagn sauðfjárbænda er orðinn fastur liður í útihátíðum víða um land, með öflugri áhöfn frá Meistarafélagi kjötiðnaðarmanna. Láta menn sig ekkert muna um að þeysast með vagninn landshorna á milli viku eftir viku yfir sumartímann og jafnvel á öðrum árstímum líka. Halldór Jökull Ragnarsson kjötiðnaðar meistari var í óða önn við að skera niður dýrindis steikur úr heilgrilluðum lambaskrokk þegar tíðindamann Bændablaðsins bar að garði á Bændadegi sem haldinn var í tengslum við Dýrafjarðardaga á Þingeyri þann 6. júlí. Hann sagði þá félaga fara víða með grillvagninn góða. „Við vorum á Höfn í Hornafirði á síðustu helgi [29.-30. júní] og helgina þar á undan vorum við á Hallormsstað. Á næstu helgi verðum við á Sveitamarkaði á Snæfellsnesi og helgina þar á eftir verðum við á Menningarnótt í Reykjavík.“ Blaðamaður fékk að bragða á lund af skrokknum sem Halldór var að sneiða niður. Það verður að segjast að þvílíkt lostæti hlýtur að vera vandfundið. Halldór sagði að skrokkarnir sem þeir væru að grilla væru foreldaðir fyrir þá og það tæki um tvo tíma að fullgrilla skrokkana á vagninum. Ef þeir væru settir alveg hráir beint á grillið tæki eldunin um fjóra tíma. „Svo erum við með sneiðar sem við bjóðum upp á og grillum á svona 20 mínútum. Mér sýnist að fólk kunni vel að meta þetta og hér í dag erum við búnir að fara með mikið af kjöti. Þetta er bara gaman, en að vísu mætti veðrið vera örlítið betra,“ sagði Halldór, en lofthitinn dansaði þá í kringum fimm til sex gráður. – „En þetta er bara Ísland í dag og svo sem óþarfi að kvarta yfir því.“ Halldór sagði að búið væri að þróa vagninn nokkuð frá því byrjað var með hann fyrir nokkrum árum. Nú væri mun þægilegra að vinna við hann og t.d. hægt að loka helmingnum á grillinu til að halda góðum hita á heilu skrokkunum á meðan sneiðar væru grillaður á opnu grilli hinum megin á vagninum. /HKr. síðasta vísnaþætti voru birtar stökur frá sextugsafmæli Jóhannesar bónda á Gunnarsstöðum. Knapplega er hægt að kveðja það samkvæmi án þess að hugað sé að fram- tíðarhorfum kappans. Misjafnlega þótti hagyrðingunum horfa með efri árin. Steingrímur bróðir Jóhannesar var býsna bjartsýnn, svo fremi að aðstæður yrðu honum hagfelldar. Friðrik Steingrímsson skólabróðir Jóa taldi útlitið ein- sýnt: Eins og maður sérhver sér, senn fer allt úr böndum. Elli- kerling um hann fer ekki mjúkum höndum. Hjálmar Freysteinsson læknir leit framtíð Jóhannesar björtum augum: Þessi gáta létt er leyst, lausnin á þann veg; að hann hefur ekkert breyst, -ekki frekar en ég. En sýslungi Jóhannesar, gjörkunn- ugur á Gunnarsstöðum, Ágúst Marinó bóndi á Sauðanesi, var ekkert sérlega svartsýnn á fram- haldið: Á langri ævi drakk oft dram; það er dálítið skrítið, að mörgu leyti fer‘onum fram, en hann fríkkar lítið. Kynni Björns Ingólfssonar á Grenivík og afmælisbarnsins komu til, þá Jóhannes hafði nokk- uð þokast til þroska. Því treysti Björn sér ekki í sögulega úttekt á öldrunarferli Jóhannesar: Ég ímynda mér, að sem unglingur álitlegri hann væri að sjá. Svona helvíti grár og hrukkóttur hefur‘ann naumast verið þá. Eftir hið válega hestaslys Jóhannesar hafði Pétur Pétursson eftirlit með bataferli hans: Ekkert sé ég elst hann hafi, eða hræðist klukkuslagið, þó sýnist á því varla vafi að versnað hefur göngulagið. En þegar Birgir þáttastjórnandi spyr Pétur, starfandi unglækni á geðheilbrigðissviði, um ævihorfur Jóhannesar, þá yrkir Pétur: Á öldrun hans mér illa líst svo ugg að manni setur. En þó er allavega víst að‘ann versnað tæpast getur. Öldrunarheimili Þistilfirðinga heitir Naust. Þar heldur Björn Ingólfsson að Jóhannes verði vistaður: Á Naust þegar verður hann síðast sendur er sjálfsagt að hafa gát á honum. Hann verður alltaf aðeins kenndur að atast í gömlu kerlingonum. Hjálmar Freysteinsson telur ekki sjálfgefið að Jóhannes eldist illa: Von um bata er veruleg, þó varla fjölgi hárunum. Farið geta fleiri en ég fríkkandi með árunum. Friðrik Steingrímsson byggir öldrunarmatið á áralöngum kynn- um við afmælisbarnið: Lengi hef ég þrjótinn þekkt, svo þrælvel merkin kenni. Ég held‘ann verði leiðinlegt og lundillt gamalmenni. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com Líf og starf MÆLT AF MUNNI FRAM Í Grillvagn sauðfjárbænda gerir víðreist: Endasendist landshorna á milli með ljúffengt og rjúkandi lambakjöt Samúel Örn Erlingsson fréttamaður náði með miklum tilþrifum að grípa athygli grillvagnskokkanna eitt augnablik, en hann var staddur í Dýrafirði við að taka upp sjónvarpsþátt um kraftakarla í Vestfjarðavíkingi. Kjartan Bragason, formaður Meistarafélags kjötiðnaðarmanna, mundar græjurnar á grillinu. Myndir / HKr. Þorsteinn Þórhallsson kjötiðnaðarmeistari hefur staðið vaktina á grillvagninum með félögum sínum. Til vinstri: Halldór Jökull Ragnarsson kjötiðnaðarmeistari mundar hnífinn af mikilli fagmennsku. Gaman að grilla saman segir Meistarafélag kjöt- iðnaðarmanna. Kjartan Bragason, formaður Meistarafélags kjötiðnaðarmanna, í óða önn að hantera gómsætt grillkjötið ofan í gesti Bændadagsins á Þingeyri. Þar var bæði boðið upp á heilsteikta lambaskrokka sem og grillsneiðar og kryddlegna bita. Gamla kaupfélagið á Þingeyri (t.v) var lagt undir Bændadaginn.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.